Ferðamenn í óveðursferðir: „Þeir eru bæði forvitnir og líka smá smeykir“ Stefán Árni Pálsson skrifar 17. mars 2015 07:35 Hér má sjá ferðamenn í einskonar óveðursferð. myndir/facebooksíða Stormhike Roksala er í óveðursferðum. Fyrirtæki, sem tengist björgunarsveitunum, hefur í tvö ár skipulagt óveðursferðir fyrir ferðamenn. Veðrið á landinu hefur sett svip sinn á veturinn og eru margir Íslendingar komnir með nóg, en ekki bölva allir þeim rokrassi sem Ísland er. Til er fyrirtæki sem skipuleggur dagsferðir þar sem farið er með ferðamenn út þegar veður eru vond og þeim leyft að upplifa rokið. Miklu meiri eftirspurn en framboð er eftir slíkum ferðum. Kormákur Hermannsson er einn aðstandenda þessa fyrirtækis sem heitir Stormhike. Þeir fara á stjá þegar venjulegum ferðum er aflýst og það hefur verið nóg að gera uppá síðkastið. „Þessar ferðir ganga í raun út á það að veita fólki innsýn inn í vonda veðrið og gera það á svona þokkalega öruggan hátt,“ segir Kormákur.Ferðirnar eru nokkuð vinsælar hér á landi, enda fínar aðstæður til.mynd/facebooksíða Stormhike.„Við klæðum fólkið í galla og förum með það á hentugan stað til að leika sér í vonda veðrinu.“ Mikil eftirspurn er eftir þessu, þegar vont er veður og það hefur ekki skort í vetur. Þetta verður hins vegar að vera tiltekin tegund af vondu veðri, til dæmis var veður á laugardaginn síðasta of vont, en þeir sem standa að Stormhike eru björgunarsveitarmenn, og þeir voru þá uppteknir í útköllum. En, þegar ferðafólk er fast í lobbíum, þá mæta þeir og fara með fólk út í vont veður, ekki með stóra hópa, með litlum fyrirvara og margir leiðsögumenn eru í hverri ferð sem kostar tæpar 15 þúsund krónur. „Þeim finnst þetta mjög spennandi og þetta er mjög óvenjulegt fyrir gríðarlega marga. Ferðamönnum finnst þetta vera nokkuð óhuggulegt. Þeir eru bæði forvitnir og líka smá smeykir.“ Ferðamennska á Íslandi Veður Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Fleiri fréttir Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Sjá meira
Roksala er í óveðursferðum. Fyrirtæki, sem tengist björgunarsveitunum, hefur í tvö ár skipulagt óveðursferðir fyrir ferðamenn. Veðrið á landinu hefur sett svip sinn á veturinn og eru margir Íslendingar komnir með nóg, en ekki bölva allir þeim rokrassi sem Ísland er. Til er fyrirtæki sem skipuleggur dagsferðir þar sem farið er með ferðamenn út þegar veður eru vond og þeim leyft að upplifa rokið. Miklu meiri eftirspurn en framboð er eftir slíkum ferðum. Kormákur Hermannsson er einn aðstandenda þessa fyrirtækis sem heitir Stormhike. Þeir fara á stjá þegar venjulegum ferðum er aflýst og það hefur verið nóg að gera uppá síðkastið. „Þessar ferðir ganga í raun út á það að veita fólki innsýn inn í vonda veðrið og gera það á svona þokkalega öruggan hátt,“ segir Kormákur.Ferðirnar eru nokkuð vinsælar hér á landi, enda fínar aðstæður til.mynd/facebooksíða Stormhike.„Við klæðum fólkið í galla og förum með það á hentugan stað til að leika sér í vonda veðrinu.“ Mikil eftirspurn er eftir þessu, þegar vont er veður og það hefur ekki skort í vetur. Þetta verður hins vegar að vera tiltekin tegund af vondu veðri, til dæmis var veður á laugardaginn síðasta of vont, en þeir sem standa að Stormhike eru björgunarsveitarmenn, og þeir voru þá uppteknir í útköllum. En, þegar ferðafólk er fast í lobbíum, þá mæta þeir og fara með fólk út í vont veður, ekki með stóra hópa, með litlum fyrirvara og margir leiðsögumenn eru í hverri ferð sem kostar tæpar 15 þúsund krónur. „Þeim finnst þetta mjög spennandi og þetta er mjög óvenjulegt fyrir gríðarlega marga. Ferðamönnum finnst þetta vera nokkuð óhuggulegt. Þeir eru bæði forvitnir og líka smá smeykir.“
Ferðamennska á Íslandi Veður Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Fleiri fréttir Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Sjá meira