Erlent

Gröf Saddams Hussein í Tikrit rústir einar

Atli Ísleifsson skrifar
Lík Husseins var flutt í grafhýsið árið 2007.
Lík Husseins var flutt í grafhýsið árið 2007. Vísir/AP
Gröf Saddams Hussein, fyrrverandi einræðisherra Íraks, er nær algerlega eyðilögð eftir átök ISIS-liða og írakskra öryggissveita við borgina Tikrit síðustu daga.

Fréttaveitan AP hefur birt myndband sem sýnir að grafhýsi Husseins í bænum Al-Awja séu nú rústir einar.

Tikrit var heimaborg Husseins en hann var tekinn höndum af hersveitum Bandaríkjamanna árið 2003. Hann var dæmdur til dauða vegna brota gegn mannkyni og hengdur árið 2006. Lík Husseins var flutt í grafhýsið árið 2007.

Í frétt BBC segir að írakskar hersveitir hafi sótt hart að Tikrit síðustu daga og séu nálægt því að ná borginni algerlega á sitt vald.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×