„Í afneitun um hvað þetta er glatað ástand“ Ólöf Skaftadóttir skrifar 15. mars 2015 18:00 Lífið á Vísi fór á stúfana og grennslaðist fyrir um hvað fólk hefði fyrir stafni í óveðrinu. Vísir Veðrið hefur ekki beint leikið við landsmenn nú um helgina, en Veðurstofan hefur gefið út aðra stormviðvörun þar sem búist er við meira en 20 metrum á sekúndu sunnanlands síðdegisog víðar um land í nótt og fram á mánudagsmorgun. Lífið á Vísi fór á stúfana og grennslaðist fyrir um hvað fólk hefði fyrir stafni í óveðrinu. Árni VilhjálmssonVÍSIR/ANDRI MARINÓ Í afneitun Árni Vilhjálmsson úr hljómsveitinni FM Belfast sagðist hanga mikið á Twitter.„Ég reyni að tala sem minnst um veðrið og fer í afneitun um hvað þetta er glatað ástand. Auk þess sem ég tékka reglulega á því hvort veðrið sé nokkuð of slæmt fyrir pizzusendla Domino's."Vísir/GVAÞægileg innivinnaValgerður Bjarnadóttir, alþingiskona, segist heppin að hafa innivinnu í svona veðri. „Ég er nú svo heppin að vera í þægilegri innivinnu, svo veðrið hefur ekki mikil áhrif á það,“ segir þingkonan. „Ef veðrið verður mjög slæmt finnst mér nú samt best og öruggast að breiða sængina upp yfir haus."Veðrið er afstættÞórdís Elva Þorvaldsdóttir, rithöfundur og fyrirlesari, lét sig dreyma um sólarstrendur. „Ég bölvaði veðrinu og lét mig dreyma svolítið um Tenerife, viðurkenni ég. Fyrirlestrarnir mínir Ber það sem eftir er - um sexting, hefndarklám og netið voru engu að síður vel sóttir, blessunarlega, og er ég þakklát foreldrum sem létu veðurguðina ekki aftra sér.“ Í gær var jógatíminn minn felldur niður vegna veðurs, svo ég skellti mér í sund í staðinn. Þar var fullt út úr dyrum og glaðlegur starfsmaður tjáði mér að það stafaði af „góða veðrinu.“ Lærdómurinn sem draga má af þessu er hvað veðrið er innilega afstætt á Íslandi."Þórir SæmundssonByggði virki og drakk kakóÞórir Sæmundsson, leikari reyndi fyrir sér á Twitter. „Ég byggði virki úr koddum, sængum og dýnum. Drakk kakó, horfði á Toy Story og hlustaði á fréttir. Svo las ég Twitter, horfði út um gluggann og reyndi að láta mér detta í hug fyndin tíst með kassmerkinu #lægðin. Gekk miðlungs vel."Steinunn til hægri, ásamt Sölku Sól.Kökubakstur og mótmæliSteinunn Jónsdóttir, meðlimur hljómsveitarinnar Amaba Dama fór að mótmæla.„Í gær var ég heima að kubba og baka köku.Í dag fagnaði ég lægðarleysinu og fór í sund með soninn og að mótmæla á Austurvelli." Steinunn var ekki sú eina sem mætti á Austurvöll en talið er að nokkur þúsund manns hafi mótmælt eins og sjá má hér.Saga GarðarsdóttirSaga Garðarsdóttir, leikkona, byrjaði á dagbók.„Ég íhugaði stöðu mína í samfélaginu og byrjaði að skifa dagbók sem ég hætti daginn eftir. Kannski skrifa ég bara í hana þegar vindstigin fara yfir 15. Það er allavega bæði ljóðrænna og léttara heldur en að skrifa á hverjum degi. Svo fór ég í barnaafmæli og rústaði einum sex ára í kókosbollukeppni og fékk í magann. Líður samt eins og sigurvegara." Veður Mest lesið Kynntust í Keflavík og gista saman í villu í Kenýa Ferðalög Gefur endurkomu undir fótinn Lífið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Enginn í joggingbuxum í París Lífið Embla Wigum flytur aftur á Klakann Lífið Bak við tjöld Víkurinnar: Háskalegar aðstæður og hættulegur ferðamaður á hjara veraldar Bíó og sjónvarp Skömminni skilað Gagnrýni Guðrún er með sólarsellurafmagn í sautján fermetra húsi sínu Lífið „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Menning Helgi Ómars útskrifaður sem heilsumarkþjálfi Lífið Fleiri fréttir Fór á skeljarnar eftir siglingu um Miðjarðarhafið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Gefur endurkomu undir fótinn Enginn í joggingbuxum í París Guðrún er með sólarsellurafmagn í sautján fermetra húsi sínu Embla Wigum flytur aftur á Klakann Helgi Ómars útskrifaður sem heilsumarkþjálfi Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ „Finn ekki fyrir pressu“ Þórunn Elísabet og Jón selja í Vesturbænum Götulistamaðurinn Jójó látinn Hvernig er best að byggja upp traust? Þótti ekki viðeigandi að gefa fagaðilum gervitittlinga „Guð skapaði þig og hann gerir ekki mistök“ „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Krúttlegustu áheyrnarprufur ársins Kossaflens á klúbbnum Sjóðheitar skvísur í hvolpajóga brutu næstum Internetið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð „Hálfur áratugur með þér my love“ Herra stal hundi Sunnevu og tók með í Bannað að hlæja Enn veldur Britney áhyggjum „Ég er tilbúin að vera þetta ofurpar sem okkur er ætlað að verða“ Trúlofuðu sig í laxveiði Höfundur hinna erótísku Rutshire Chronicles-bóka látinn Áróðursvélar Netanjahús séu á fullu blasti í Eurovision Stjörnulífið: „Mesta milf Íslands“ „Ég hef tapað vinum á því að eiga peninga“ Sonur Tinu Turner látinn Sjá meira
Veðrið hefur ekki beint leikið við landsmenn nú um helgina, en Veðurstofan hefur gefið út aðra stormviðvörun þar sem búist er við meira en 20 metrum á sekúndu sunnanlands síðdegisog víðar um land í nótt og fram á mánudagsmorgun. Lífið á Vísi fór á stúfana og grennslaðist fyrir um hvað fólk hefði fyrir stafni í óveðrinu. Árni VilhjálmssonVÍSIR/ANDRI MARINÓ Í afneitun Árni Vilhjálmsson úr hljómsveitinni FM Belfast sagðist hanga mikið á Twitter.„Ég reyni að tala sem minnst um veðrið og fer í afneitun um hvað þetta er glatað ástand. Auk þess sem ég tékka reglulega á því hvort veðrið sé nokkuð of slæmt fyrir pizzusendla Domino's."Vísir/GVAÞægileg innivinnaValgerður Bjarnadóttir, alþingiskona, segist heppin að hafa innivinnu í svona veðri. „Ég er nú svo heppin að vera í þægilegri innivinnu, svo veðrið hefur ekki mikil áhrif á það,“ segir þingkonan. „Ef veðrið verður mjög slæmt finnst mér nú samt best og öruggast að breiða sængina upp yfir haus."Veðrið er afstættÞórdís Elva Þorvaldsdóttir, rithöfundur og fyrirlesari, lét sig dreyma um sólarstrendur. „Ég bölvaði veðrinu og lét mig dreyma svolítið um Tenerife, viðurkenni ég. Fyrirlestrarnir mínir Ber það sem eftir er - um sexting, hefndarklám og netið voru engu að síður vel sóttir, blessunarlega, og er ég þakklát foreldrum sem létu veðurguðina ekki aftra sér.“ Í gær var jógatíminn minn felldur niður vegna veðurs, svo ég skellti mér í sund í staðinn. Þar var fullt út úr dyrum og glaðlegur starfsmaður tjáði mér að það stafaði af „góða veðrinu.“ Lærdómurinn sem draga má af þessu er hvað veðrið er innilega afstætt á Íslandi."Þórir SæmundssonByggði virki og drakk kakóÞórir Sæmundsson, leikari reyndi fyrir sér á Twitter. „Ég byggði virki úr koddum, sængum og dýnum. Drakk kakó, horfði á Toy Story og hlustaði á fréttir. Svo las ég Twitter, horfði út um gluggann og reyndi að láta mér detta í hug fyndin tíst með kassmerkinu #lægðin. Gekk miðlungs vel."Steinunn til hægri, ásamt Sölku Sól.Kökubakstur og mótmæliSteinunn Jónsdóttir, meðlimur hljómsveitarinnar Amaba Dama fór að mótmæla.„Í gær var ég heima að kubba og baka köku.Í dag fagnaði ég lægðarleysinu og fór í sund með soninn og að mótmæla á Austurvelli." Steinunn var ekki sú eina sem mætti á Austurvöll en talið er að nokkur þúsund manns hafi mótmælt eins og sjá má hér.Saga GarðarsdóttirSaga Garðarsdóttir, leikkona, byrjaði á dagbók.„Ég íhugaði stöðu mína í samfélaginu og byrjaði að skifa dagbók sem ég hætti daginn eftir. Kannski skrifa ég bara í hana þegar vindstigin fara yfir 15. Það er allavega bæði ljóðrænna og léttara heldur en að skrifa á hverjum degi. Svo fór ég í barnaafmæli og rústaði einum sex ára í kókosbollukeppni og fékk í magann. Líður samt eins og sigurvegara."
Veður Mest lesið Kynntust í Keflavík og gista saman í villu í Kenýa Ferðalög Gefur endurkomu undir fótinn Lífið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Enginn í joggingbuxum í París Lífið Embla Wigum flytur aftur á Klakann Lífið Bak við tjöld Víkurinnar: Háskalegar aðstæður og hættulegur ferðamaður á hjara veraldar Bíó og sjónvarp Skömminni skilað Gagnrýni Guðrún er með sólarsellurafmagn í sautján fermetra húsi sínu Lífið „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Menning Helgi Ómars útskrifaður sem heilsumarkþjálfi Lífið Fleiri fréttir Fór á skeljarnar eftir siglingu um Miðjarðarhafið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Gefur endurkomu undir fótinn Enginn í joggingbuxum í París Guðrún er með sólarsellurafmagn í sautján fermetra húsi sínu Embla Wigum flytur aftur á Klakann Helgi Ómars útskrifaður sem heilsumarkþjálfi Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ „Finn ekki fyrir pressu“ Þórunn Elísabet og Jón selja í Vesturbænum Götulistamaðurinn Jójó látinn Hvernig er best að byggja upp traust? Þótti ekki viðeigandi að gefa fagaðilum gervitittlinga „Guð skapaði þig og hann gerir ekki mistök“ „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Krúttlegustu áheyrnarprufur ársins Kossaflens á klúbbnum Sjóðheitar skvísur í hvolpajóga brutu næstum Internetið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð „Hálfur áratugur með þér my love“ Herra stal hundi Sunnevu og tók með í Bannað að hlæja Enn veldur Britney áhyggjum „Ég er tilbúin að vera þetta ofurpar sem okkur er ætlað að verða“ Trúlofuðu sig í laxveiði Höfundur hinna erótísku Rutshire Chronicles-bóka látinn Áróðursvélar Netanjahús séu á fullu blasti í Eurovision Stjörnulífið: „Mesta milf Íslands“ „Ég hef tapað vinum á því að eiga peninga“ Sonur Tinu Turner látinn Sjá meira
Bak við tjöld Víkurinnar: Háskalegar aðstæður og hættulegur ferðamaður á hjara veraldar Bíó og sjónvarp
Bak við tjöld Víkurinnar: Háskalegar aðstæður og hættulegur ferðamaður á hjara veraldar Bíó og sjónvarp