Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni er talið að yfir sjö þúsund manns séu á staðnum en um fimm þúsund og fimm hundruð höfðu boðað komu sína á mótmælin í dag. Þau eru önnur mótmælin sem fara fram á Austurvelli eftir að upplýst var um ákvörðun ríkisstjórnarinnar á fimmtudag.
Fundarstjóri verður Sif Traustadóttir en meðal ræðumanna eru Illugi Jökulsson rithöfundur og Jórunn Frímannsdóttir, fyrrverandi borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins.
Hægt er að fylgjast með beinni útsendingu frá Austurvelli í gegnum vefsíðu Mílu.





