Utanríkismálum útvistað til leikskóla segir Þorsteinn Pálsson Heimir Már Pétursson skrifar 15. mars 2015 12:09 Valgerður Sverrisdóttir fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins vill að þjóðaratkvæðagreiðsla um áframhald viðræðna við Evrópusambandið fari fram undir lok kjörtímabilsins. Þorsteinn Pálsson segir engu líkara en utanríkismálum þjóðarinnar hafi verið útvistað til leikskólans Grænuborgar. Valgerður Sverrisdóttir fyrrverandi ráðherra Framsóknarflokksins og formaður flokksins um tíma og Þorsteinn Pálsson fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokksins og forsætisráðherra voru gestir Sigurjóns M. Egilssonar í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Á landsþingi Framsóknarflokksins í janúar 2009 samþykkti flokkurinn ályktun um að Ísland ætti að sækja um aðild að Evrópusambandinu og á sama fundi lét Valgerður af formennsku og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson var kjörinn formaður. Ný forysta gerði ekkert með ályktun landsþingsins um Evrópumál. Þetta hefur valdið Valgerði Vonbrigðum. „Já, já auðvitað hefur það gert það. Ég hef nú að mestu leyti haldið mig til hlés en ég hef þó verið að starfa svolítið innan Já Ísland félagsskaparins. Og er ekki tilbúin að gefa þetta algerlega upp á bátinn,” segir Valgerður. Það sé þó ekki komið að því að þessi mál fæli hana úr Framsóknarflokknum. Valgerður segir enn vera fólk innan flokksins sem deili skoðunum með henni. Það velti nú fyrir sér hvað bréf Gunnars Braga Sveinssonar til Evrópusambandsins þýði. Hún telji krónuna ekki eiga framtíð fyrir sér þegar höft hafi verið afnumin. Það sé skynsamlegast að ganga í Evrópusambandið og taka upp evru. Þorsteinn Pálsson fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokksins er gáttaður á stöðu utanríkismála. „Maður veit eiginlega ekki hvort á að taka þetta í alvöru eða gamni. Það er eiginlega engu líkara en að og ég hygg að ef maður myndi horfa á þetta utanfrá séð þá myndi maður halda að ríkisstjórnin hefði útvistað utanríkismálunum til leikskólans á Grænuborg,” sagði Þorsteinn.Ekki til Bessastaða? „Það má vel vera. Svo er spurningin hver er munurinn þar á milli,” segir Þorsteinn. Vísaði Þorsteinn til misvísandi túlkana utanríkisráðherra, formanns utanríkismálanefndar, Morgunblaðsins og fleiri á bréfi utanríkisráðherra til Evrópusambandsins. Forsætisráðherra hafi fullyrt að samráð hafi verið haft við Evrópusambandið um efni bréfsins. „En sniðganga á sama tíma lögbundið samráð við Alþingi Íslendinga. Þá eru einhverjar siðferðilegar stoðir brostnar,” segir Þorsteinn. Þetta sé mjög alvarlegt og það þurfi t.d. að upplýsa hvort þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafi vitað af þessu. Það sé engin tilviljun að fylgi flokksins hafi hrunið eftir síðasta landsfund flokksins þar sem stefnan í Evrópumálum var samþykkt, hjá flokki sem áður hafi í áratugi hafi verið í forystu um utanríkismál þjóðarinnar. „Og ég sakna þess að flokkurinn hafi gefið það hlutverk eftir. Afleiðingin er sú að utanríkismálin eru eins og einhver skrípaleikur,” sagði Þorsteinn Pálsson á Sprengisandi í morgun. Alþingi ESB-málið Mest lesið Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Fleiri fréttir Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Sjá meira
Valgerður Sverrisdóttir fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins vill að þjóðaratkvæðagreiðsla um áframhald viðræðna við Evrópusambandið fari fram undir lok kjörtímabilsins. Þorsteinn Pálsson segir engu líkara en utanríkismálum þjóðarinnar hafi verið útvistað til leikskólans Grænuborgar. Valgerður Sverrisdóttir fyrrverandi ráðherra Framsóknarflokksins og formaður flokksins um tíma og Þorsteinn Pálsson fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokksins og forsætisráðherra voru gestir Sigurjóns M. Egilssonar í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Á landsþingi Framsóknarflokksins í janúar 2009 samþykkti flokkurinn ályktun um að Ísland ætti að sækja um aðild að Evrópusambandinu og á sama fundi lét Valgerður af formennsku og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson var kjörinn formaður. Ný forysta gerði ekkert með ályktun landsþingsins um Evrópumál. Þetta hefur valdið Valgerði Vonbrigðum. „Já, já auðvitað hefur það gert það. Ég hef nú að mestu leyti haldið mig til hlés en ég hef þó verið að starfa svolítið innan Já Ísland félagsskaparins. Og er ekki tilbúin að gefa þetta algerlega upp á bátinn,” segir Valgerður. Það sé þó ekki komið að því að þessi mál fæli hana úr Framsóknarflokknum. Valgerður segir enn vera fólk innan flokksins sem deili skoðunum með henni. Það velti nú fyrir sér hvað bréf Gunnars Braga Sveinssonar til Evrópusambandsins þýði. Hún telji krónuna ekki eiga framtíð fyrir sér þegar höft hafi verið afnumin. Það sé skynsamlegast að ganga í Evrópusambandið og taka upp evru. Þorsteinn Pálsson fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokksins er gáttaður á stöðu utanríkismála. „Maður veit eiginlega ekki hvort á að taka þetta í alvöru eða gamni. Það er eiginlega engu líkara en að og ég hygg að ef maður myndi horfa á þetta utanfrá séð þá myndi maður halda að ríkisstjórnin hefði útvistað utanríkismálunum til leikskólans á Grænuborg,” sagði Þorsteinn.Ekki til Bessastaða? „Það má vel vera. Svo er spurningin hver er munurinn þar á milli,” segir Þorsteinn. Vísaði Þorsteinn til misvísandi túlkana utanríkisráðherra, formanns utanríkismálanefndar, Morgunblaðsins og fleiri á bréfi utanríkisráðherra til Evrópusambandsins. Forsætisráðherra hafi fullyrt að samráð hafi verið haft við Evrópusambandið um efni bréfsins. „En sniðganga á sama tíma lögbundið samráð við Alþingi Íslendinga. Þá eru einhverjar siðferðilegar stoðir brostnar,” segir Þorsteinn. Þetta sé mjög alvarlegt og það þurfi t.d. að upplýsa hvort þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafi vitað af þessu. Það sé engin tilviljun að fylgi flokksins hafi hrunið eftir síðasta landsfund flokksins þar sem stefnan í Evrópumálum var samþykkt, hjá flokki sem áður hafi í áratugi hafi verið í forystu um utanríkismál þjóðarinnar. „Og ég sakna þess að flokkurinn hafi gefið það hlutverk eftir. Afleiðingin er sú að utanríkismálin eru eins og einhver skrípaleikur,” sagði Þorsteinn Pálsson á Sprengisandi í morgun.
Alþingi ESB-málið Mest lesið Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Fleiri fréttir Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Sjá meira