Utanríkisráðherra segir aðildarferlinu að ESB lokið Heimir Már Pétursson skrifar 14. mars 2015 19:45 Utanríkisráðherra segir að með bréfi hans til Evrópusambandsins sé aðildarferli Íslands að Evrópusambandinu lokið. Ný ríkisstjórn sem hyggðist sækja um aðild að sambandinu þyrfti að sækja umboð sitt til þess frá Alþingi. Ráðherrann talar um valdarán þegar talið berst að bréfi stjórnarandstöðunnar til Evrópusambandsins. Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra afhenti utanríkisráðherra Lettlands, sem fer með formennsku í leiðtogaráði Evrópusambandsins, bréf á fimmtudag um að íslensk stjórnvöld litu svo á að aðildarferli Íslands væri lokið með þeirri ósk að Ísland yrði ekki lengur talið til umsóknarríkja sambandsins.Hvers vegna fórstu þessa leiða að senda bréf, í stað þess að leggja fram nýja tillögu eins og menn höfðu búist við? „Eins og þú manst eftir fórum við með tillögu fyrir ári inn í þingið. Sú tillaga var tekin í gíslingu í þinginu og beitt málþófi og hún náði á endanum ekki fram að ganga,“ segir Gunnar. Síðan hafi margt breyst meðal annars varðandi stefnu framkvæmdastjórnarinnar um frekari stækkun sambandsins. Eftir viðræður við fulltrúa sambandsins hafi verið ákveðið í ríkisstjórn á þriðjudag að senda þetta bréf til að ítreka stefnu ríkisstjórnarinnar. Það var afhent síðdegis sama dag og utanríkismálanefnd Alþingis átti morgunfund. Margir þingmenn og fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins, Jón Sigurðsson, hafa gert alvarlegar athugasemdir við að utanríkisráðherra hafi ekki kynnt bréf sitt í utanríkismálanefnd áður en hann afhenti það Evrópusambandinu. Hann bendir hins vegar á fordæmi frá tíð fyrri ríkisstjórnar. Utanríkisráðherra segir alltaf matskennd hvort kynna þurfi mál fyrir utanríkismálanefnd. Samkvæmt þingsköpum skuli hafa samráð við utanríkismálanefnd um meiriháttar utanríkismál. Þetta mál hafi verið til umræðu á þing, í utanríkismálanefnd og fjölmiðlum í langan tíma og stefna stjórnvalda sé skýr. „Það eru vitanlega líka önnur dæmi um mál þar sem ráðherrar hafa tekið ákvarðanir. Talið sig vera búna að vera í samráði við utanríkismálanefnd og þingið. Eitt dæmi um það er þegar Ísland stóð með því að NATO gerðist aðili að stríðinu Líbíu. Réðst þar inn. Það var gert án þess að tala við utanríkismálanefnd af forvera mínum Össuri Skarphéðinssyni,“ segir Gunnar Bragi. Ríkisstjórnin hafi talið sig hafa verið í samráði um þessi mál. Stjórnarandstaðan hefur gagnrýnt vinnubrögð utanríkisráðherra harðlega og ítrekað ásamt þingflokksformanni Sjálfstæðisflokksins að þingsályktunartillagan frá 2009 um aðildarumsóknina sé enn í gildi.Eru Íslendingar í raun þá núna að þínu mati, búnir að slíta aðildarviðræðunum sem hófust á grundvelli þingsályktunartillögunnar frá árinu 2009? „Við vitum það að frá því hlé var gert á viðræðunum árið 2013 af fyrri ríkisstjórn, vitanlega án þess að spyrja utanríkismálanefnd eða nokkurn að því á þeim tíma, hefur ekkert gerst. Það eru engar viðræður í gangi,“ segir utanríkisráðherra. Að auki hafi samningahópar verið leystir upp og það úrskurðað löglegt af sérfræðingum. Núverandi ríkisstjórn sé ekki bundin af þingsályktunartillögunni frá 2009 og ef ný ríkisstjórn vilji hefja aðildarviðræður á nýjan leik þurfi hún að sækja umboð til þess til Alþingis.Þá gefur hann lítið fyrir bréf stjórnarandstöðunnar til Evrópusambandsins. „Ég hef heyrt orðið „valdarán“ nefnt einhversstaðar og ef þetta er ekki valdarán að minnihluti þingsins skuli senda Evrópusambandinu bréf og við skulum orða það; rangtúlka eða gera lítið úr þeim heimildum hreinlega sem lýðræðislega kjörinn meirihluti hefur, - það er að mínu viti mjög undarlegt. Og þær fullyrðingar sem vísað er í í þessu bréfi m.a. lagalegar, þær byggja á einhverjum mjög veikum lagalegum grunni sem ég held að engir af okkar bestu lögmönnum munu skrifa upp á,“ segir Gunnar Bragi Sveinsson.Hér má sjá viðtalið Gunnar Braga í heild sinni. Alþingi ESB-málið Mest lesið Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Innlent Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris Innlent Fleiri fréttir „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið Sjá meira
Utanríkisráðherra segir að með bréfi hans til Evrópusambandsins sé aðildarferli Íslands að Evrópusambandinu lokið. Ný ríkisstjórn sem hyggðist sækja um aðild að sambandinu þyrfti að sækja umboð sitt til þess frá Alþingi. Ráðherrann talar um valdarán þegar talið berst að bréfi stjórnarandstöðunnar til Evrópusambandsins. Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra afhenti utanríkisráðherra Lettlands, sem fer með formennsku í leiðtogaráði Evrópusambandsins, bréf á fimmtudag um að íslensk stjórnvöld litu svo á að aðildarferli Íslands væri lokið með þeirri ósk að Ísland yrði ekki lengur talið til umsóknarríkja sambandsins.Hvers vegna fórstu þessa leiða að senda bréf, í stað þess að leggja fram nýja tillögu eins og menn höfðu búist við? „Eins og þú manst eftir fórum við með tillögu fyrir ári inn í þingið. Sú tillaga var tekin í gíslingu í þinginu og beitt málþófi og hún náði á endanum ekki fram að ganga,“ segir Gunnar. Síðan hafi margt breyst meðal annars varðandi stefnu framkvæmdastjórnarinnar um frekari stækkun sambandsins. Eftir viðræður við fulltrúa sambandsins hafi verið ákveðið í ríkisstjórn á þriðjudag að senda þetta bréf til að ítreka stefnu ríkisstjórnarinnar. Það var afhent síðdegis sama dag og utanríkismálanefnd Alþingis átti morgunfund. Margir þingmenn og fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins, Jón Sigurðsson, hafa gert alvarlegar athugasemdir við að utanríkisráðherra hafi ekki kynnt bréf sitt í utanríkismálanefnd áður en hann afhenti það Evrópusambandinu. Hann bendir hins vegar á fordæmi frá tíð fyrri ríkisstjórnar. Utanríkisráðherra segir alltaf matskennd hvort kynna þurfi mál fyrir utanríkismálanefnd. Samkvæmt þingsköpum skuli hafa samráð við utanríkismálanefnd um meiriháttar utanríkismál. Þetta mál hafi verið til umræðu á þing, í utanríkismálanefnd og fjölmiðlum í langan tíma og stefna stjórnvalda sé skýr. „Það eru vitanlega líka önnur dæmi um mál þar sem ráðherrar hafa tekið ákvarðanir. Talið sig vera búna að vera í samráði við utanríkismálanefnd og þingið. Eitt dæmi um það er þegar Ísland stóð með því að NATO gerðist aðili að stríðinu Líbíu. Réðst þar inn. Það var gert án þess að tala við utanríkismálanefnd af forvera mínum Össuri Skarphéðinssyni,“ segir Gunnar Bragi. Ríkisstjórnin hafi talið sig hafa verið í samráði um þessi mál. Stjórnarandstaðan hefur gagnrýnt vinnubrögð utanríkisráðherra harðlega og ítrekað ásamt þingflokksformanni Sjálfstæðisflokksins að þingsályktunartillagan frá 2009 um aðildarumsóknina sé enn í gildi.Eru Íslendingar í raun þá núna að þínu mati, búnir að slíta aðildarviðræðunum sem hófust á grundvelli þingsályktunartillögunnar frá árinu 2009? „Við vitum það að frá því hlé var gert á viðræðunum árið 2013 af fyrri ríkisstjórn, vitanlega án þess að spyrja utanríkismálanefnd eða nokkurn að því á þeim tíma, hefur ekkert gerst. Það eru engar viðræður í gangi,“ segir utanríkisráðherra. Að auki hafi samningahópar verið leystir upp og það úrskurðað löglegt af sérfræðingum. Núverandi ríkisstjórn sé ekki bundin af þingsályktunartillögunni frá 2009 og ef ný ríkisstjórn vilji hefja aðildarviðræður á nýjan leik þurfi hún að sækja umboð til þess til Alþingis.Þá gefur hann lítið fyrir bréf stjórnarandstöðunnar til Evrópusambandsins. „Ég hef heyrt orðið „valdarán“ nefnt einhversstaðar og ef þetta er ekki valdarán að minnihluti þingsins skuli senda Evrópusambandinu bréf og við skulum orða það; rangtúlka eða gera lítið úr þeim heimildum hreinlega sem lýðræðislega kjörinn meirihluti hefur, - það er að mínu viti mjög undarlegt. Og þær fullyrðingar sem vísað er í í þessu bréfi m.a. lagalegar, þær byggja á einhverjum mjög veikum lagalegum grunni sem ég held að engir af okkar bestu lögmönnum munu skrifa upp á,“ segir Gunnar Bragi Sveinsson.Hér má sjá viðtalið Gunnar Braga í heild sinni.
Alþingi ESB-málið Mest lesið Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Innlent Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris Innlent Fleiri fréttir „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið Sjá meira