Umfjöllun og viðtöl: ÍR - Stjarnan 29-29 | Bjarni tryggði ÍR stig Ingvi Þór Sæmundsson í Austurbergi skrifar 13. mars 2015 14:11 Vísir/Andri Marinó Bjarni Fritzson, spilandi þjálfari ÍR, tryggði Breiðhyltingum stig gegn Stjörnunni í Olís-deild karla með marki úr hægra horninu, nokkrum sekúndum fyrir leikslok. Lokatölur 29-29 í miklum spennuleik. Þetta var þriðji leikur liðanna í vetur en Stjarnan hafði unnið tvo fyrstu leikina. Fimm af 13 stigum sem Stjörnumenn hafa halað inn í vetur hafa því komið gegn ÍR. Egill Magnússon sneri aftur í lið Stjörnunnar í kvöld, eftir að hafa misst af leiknum gegn Haukum vegna meiðsla, og það var allt annað að sjá sóknarleik Garðbæinga en í síðustu leikjum. Það hjálpaði reyndar til að framliggjandi vörn ÍR var mjög holótt í byrjun leiks og Stjörnumenn sköpuðu sér gott færi, nánast í hverri sókn. En í stöðunni 7-9, þegar 11 mínútur voru eftir af fyrri hálfleik, tóku ÍR-ingar leikhlé og þar hefur eitthvað verið sagt af viti því það var allt annað að sjá varnarleik Breiðhyltinga eftir leikhléið. Þeir breyttu aðeins áherslunum í vörninni - tóku vinstri skyttu Stjörnunnar úr umferð - og þá hrökk Arnór Freyr Stefánsson í gang í markinu en hann var með 58% markvörslu í fyrri hálfleik. ÍR breytti stöðunni úr 7-9 og í 13-11 sem voru hálfleikstölur. Breiðhyltingar héldu áfram þar sem frá var horfið í byrjun seinni hálfleiks og komust mest sex mörkum yfir, 19-13. Útlitið var svart fyrir Garðbæinga en þeir fá plús í kladdann fyrir að gefast ekki upp. Hægt og bítandi minnkuðu þeir muninn og náðu loks að jafna í 24-24 eftir að hafa skorað þrjú hraðaupphlaupsmörk á einni mínútu. Starri Friðriksson skoraði tvö þessara marka og Andri Hjartar Grétarsson eitt en þeir félagar voru mjög öflugir í sitt hvoru horninu í kvöld. Andri var markahæstur í liði Stjörnunnar með sjö mörk en Starri kom næst þar á eftir með sex. Vörn ÍR var slök á þessum kafla og ef ekki hefði verið fyrir frábært framlag Daníels Inga Guðmundssonar í sókninni er hætt við að verr hefði farið. Daníel kom inn á í seinni hálfleik og skoraði fjögur mikilvæg mörk. Liðin skiptust á að hafa forystuna á lokamínútunum en Stjörnumenn virtust vera komnir með sigurinn í hendi sér þegar Andri Hjartar kom þeim í 28-29 þegar um 20 sekúndur voru. ÍR-ingar tóku umsvifalaust leikhlé og tókst svo að opna hornið fyrir Bjarna sem skilaði boltanum í markið og tryggði Breiðhyltingum annað stigið.Einar: Vorum með leikinn í okkar höndum Einar Hólmgeirsson, annar þjálfara ÍR, var ekki sáttur með að fá aðeins eitt stig úr leiknum gegn Stjörnunni í kvöld. "Þetta eru hálfgerð vonbrigði því við vorum með leikinn í okkar höndum í seinni hálfleik. Við vorum 5-6 mörkum yfir og þeir áttu fá svör við okkar leik. "En svo fer að slitna á milli okkar í vörninni og þeir fengu auðveld mörk. Sjálfstraustið jókst hjá Stjörnumönnum og þeir gengu á lagið," sagði Einar sem var þó sáttur með eitt og annað í leik sinna manna. "Það var gott að koma til baka og ná að jafna undir lokin. Óreyndir menn komu inn í liðið og stóðu sig vel, og þá var markvarslan fín. En einhvern veginn náðum við þó ekki saman í vörninni stóran hluta leiksins." Daníel Ingi Guðmundsson átti frábæra innkomu í lið ÍR í seinni hálfleik þar sem hann skoraði fjögur mörk. Einar var að vonum sáttur með hans framlag. "Hann missti af Eyjaleiknum en kom mjög sterkur inn núna og stóð sig vel. Hann er búinn að vera meiddur og það vantar upp á leikformið. En hann var óragur í kvöld og ég var mjög ánægður með hann," sagði Einar að lokum.Þórir: Unnið stig fyrir okkur Þórir Ólafsson var ánægður með breytinguna á spilamennsku Stjörnunnar frá síðustu leikjum. "Við erum gríðarlega sáttir. Þetta er unnið stig fyrir okkur, við vorum komnir 5-6 mörkum undir á tímabili, en sýndum yfirvegun og ró og einbeittum okkur að hverri vörn og hverju marki í einu. "Það hafðist og við komumst yfir en það var svekkjandi að fá á sig jöfnunarmark á lokasekúndunum. "Þetta er samt mikilvægt stig fyrir okkur í baráttunni og við tökum því fagnandi," sagði Þórir en Stjarnan er enn í 9. og næstneðsta sæti deildarinnar og á í mikilli baráttu við Fram um 8. og síðasta lausa sætið í úrslitakeppninni. "Það eru fimm leikir eftir hjá okkur og við þurfum að safna fleiri stigum. Þetta var fyrsta skrefið af mörgum. "Við þurfum að klára okkar leiki og sjá svo hvað Fram gerir. Þetta verður mikil barátta. Mig minnir að síðasti leikurinn sé á móti Fram og það verður örugglega hnífjafn leikur," sagði Þórir að lokum. Olís-deild karla Mest lesið Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Enski boltinn Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Sport Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Fótbolti Ætla að auka framlög til afreksstarfs um 650 milljónir Sport Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Fleiri fréttir FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Sjá meira
Bjarni Fritzson, spilandi þjálfari ÍR, tryggði Breiðhyltingum stig gegn Stjörnunni í Olís-deild karla með marki úr hægra horninu, nokkrum sekúndum fyrir leikslok. Lokatölur 29-29 í miklum spennuleik. Þetta var þriðji leikur liðanna í vetur en Stjarnan hafði unnið tvo fyrstu leikina. Fimm af 13 stigum sem Stjörnumenn hafa halað inn í vetur hafa því komið gegn ÍR. Egill Magnússon sneri aftur í lið Stjörnunnar í kvöld, eftir að hafa misst af leiknum gegn Haukum vegna meiðsla, og það var allt annað að sjá sóknarleik Garðbæinga en í síðustu leikjum. Það hjálpaði reyndar til að framliggjandi vörn ÍR var mjög holótt í byrjun leiks og Stjörnumenn sköpuðu sér gott færi, nánast í hverri sókn. En í stöðunni 7-9, þegar 11 mínútur voru eftir af fyrri hálfleik, tóku ÍR-ingar leikhlé og þar hefur eitthvað verið sagt af viti því það var allt annað að sjá varnarleik Breiðhyltinga eftir leikhléið. Þeir breyttu aðeins áherslunum í vörninni - tóku vinstri skyttu Stjörnunnar úr umferð - og þá hrökk Arnór Freyr Stefánsson í gang í markinu en hann var með 58% markvörslu í fyrri hálfleik. ÍR breytti stöðunni úr 7-9 og í 13-11 sem voru hálfleikstölur. Breiðhyltingar héldu áfram þar sem frá var horfið í byrjun seinni hálfleiks og komust mest sex mörkum yfir, 19-13. Útlitið var svart fyrir Garðbæinga en þeir fá plús í kladdann fyrir að gefast ekki upp. Hægt og bítandi minnkuðu þeir muninn og náðu loks að jafna í 24-24 eftir að hafa skorað þrjú hraðaupphlaupsmörk á einni mínútu. Starri Friðriksson skoraði tvö þessara marka og Andri Hjartar Grétarsson eitt en þeir félagar voru mjög öflugir í sitt hvoru horninu í kvöld. Andri var markahæstur í liði Stjörnunnar með sjö mörk en Starri kom næst þar á eftir með sex. Vörn ÍR var slök á þessum kafla og ef ekki hefði verið fyrir frábært framlag Daníels Inga Guðmundssonar í sókninni er hætt við að verr hefði farið. Daníel kom inn á í seinni hálfleik og skoraði fjögur mikilvæg mörk. Liðin skiptust á að hafa forystuna á lokamínútunum en Stjörnumenn virtust vera komnir með sigurinn í hendi sér þegar Andri Hjartar kom þeim í 28-29 þegar um 20 sekúndur voru. ÍR-ingar tóku umsvifalaust leikhlé og tókst svo að opna hornið fyrir Bjarna sem skilaði boltanum í markið og tryggði Breiðhyltingum annað stigið.Einar: Vorum með leikinn í okkar höndum Einar Hólmgeirsson, annar þjálfara ÍR, var ekki sáttur með að fá aðeins eitt stig úr leiknum gegn Stjörnunni í kvöld. "Þetta eru hálfgerð vonbrigði því við vorum með leikinn í okkar höndum í seinni hálfleik. Við vorum 5-6 mörkum yfir og þeir áttu fá svör við okkar leik. "En svo fer að slitna á milli okkar í vörninni og þeir fengu auðveld mörk. Sjálfstraustið jókst hjá Stjörnumönnum og þeir gengu á lagið," sagði Einar sem var þó sáttur með eitt og annað í leik sinna manna. "Það var gott að koma til baka og ná að jafna undir lokin. Óreyndir menn komu inn í liðið og stóðu sig vel, og þá var markvarslan fín. En einhvern veginn náðum við þó ekki saman í vörninni stóran hluta leiksins." Daníel Ingi Guðmundsson átti frábæra innkomu í lið ÍR í seinni hálfleik þar sem hann skoraði fjögur mörk. Einar var að vonum sáttur með hans framlag. "Hann missti af Eyjaleiknum en kom mjög sterkur inn núna og stóð sig vel. Hann er búinn að vera meiddur og það vantar upp á leikformið. En hann var óragur í kvöld og ég var mjög ánægður með hann," sagði Einar að lokum.Þórir: Unnið stig fyrir okkur Þórir Ólafsson var ánægður með breytinguna á spilamennsku Stjörnunnar frá síðustu leikjum. "Við erum gríðarlega sáttir. Þetta er unnið stig fyrir okkur, við vorum komnir 5-6 mörkum undir á tímabili, en sýndum yfirvegun og ró og einbeittum okkur að hverri vörn og hverju marki í einu. "Það hafðist og við komumst yfir en það var svekkjandi að fá á sig jöfnunarmark á lokasekúndunum. "Þetta er samt mikilvægt stig fyrir okkur í baráttunni og við tökum því fagnandi," sagði Þórir en Stjarnan er enn í 9. og næstneðsta sæti deildarinnar og á í mikilli baráttu við Fram um 8. og síðasta lausa sætið í úrslitakeppninni. "Það eru fimm leikir eftir hjá okkur og við þurfum að safna fleiri stigum. Þetta var fyrsta skrefið af mörgum. "Við þurfum að klára okkar leiki og sjá svo hvað Fram gerir. Þetta verður mikil barátta. Mig minnir að síðasti leikurinn sé á móti Fram og það verður örugglega hnífjafn leikur," sagði Þórir að lokum.
Olís-deild karla Mest lesið Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Enski boltinn Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Sport Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Fótbolti Ætla að auka framlög til afreksstarfs um 650 milljónir Sport Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Fleiri fréttir FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Sjá meira