Umfjöllun, viðtöl og myndir: HK - Akureyri 22-22 | HK enn á lífi Dagur Sveinn Dagbjartsson skrifar 15. mars 2015 15:15 Lárus bjargaði HK í dag. vísir/stefán HK og Akureyri skildu jöfn í hörku spennandi leik í dag, 22-22. Leikurinn var ekki mikið fyrir augað en þó var gaman að sjá baráttuna í heimamönnum, sem náðu að knýja fram jafntefli á æsilegri lokamínútu. Lárus Helgi Ólafsson varði þá vítakast á sama tíma og lokaflautan gall. Byrjun leiksins fer seint í sögubækurnar fyrir góðan handbolta. Báðum liðum gekk ævintýralega illa að skora og gerðu sig sek um ótal mistök. Staðan eftir 10 mínútur var 2-1 fyrir Akureyri og mikil deyfð yfir leiknum. Það lifnaði þó yfir þessu og Akureyri virtist ætla að stinga af, náðu mest fimm marka forystu, 10-5, þegar sjö mínútur lifðu af fyrri hálfleik. HK var þó ekki af baki dottið og náði að minka muninn. Staðan í hálfleik var 12-10 fyrir Akureyri og enn gat allt gerst. Það var allt annað að sjá heimamenn í síðari hálfleik. Þeir byrjuðu af miklum krafti og náðu forystu í fyrsta sinn í leiknum eftir 10 mínútur í síðari hálfleik, 17-16. HK tók Sigþór Heimisson úr umferð og við það riðlaðist sóknarleikur Akureyrarliðsins og gestirnir gerðu sig seka um klaufaleg mistök trekk í trekk. Leikurinn var jafn og spennandi allt til enda. Akureyri fékk gullið tækifæri til að tryggja sér sigur þegar dæmt var vítakast á HK á sama tíma og leiktíminn rann út. Kristján Orri Jóhannsson tók vítakastið en Lárus Helgi Ólafsson, besti leikmaður HK, gerði sér lítið fyrir og varði vítakastið. Lokatölur urðu 22-22. Markverðir beggja liða áttu ágætisleik í dag. Tomas Olason er öflugur markvörður og nýtur góðs af því að hafa Sverre og Ingimund fyrir framan sig. Með þessa tvo turna í miðri vörn og Tomas í stuðu fyrir aftan þá, geta öll lið lent í erfiðleikum. Sóknarleikur Akureyrarliðsins er hins vegar vandamálið. Í þessum leik var það helst Sigþór Heimisson sem bar sóknarleik Akureyrar uppi. Hann er klókur leikmaður en Akureyri þarf fleiri vopn í sóknarleikinn til að taka næsta skref. HK á ennþá tölfræðilega möguleika á að halda sæti sínu í deildinni. Með fjóra leiki eftir er liðið 8 stigum á eftir Stjörnunni sem situr í 8. sæti. Sú von er hins vegar veik en á meðan enn sést í ljós við enda gangnanna hljóta HK-ingar að leggja allt í sölurnar. Ég tek hattinn ofan fyrir HK að hafa barist eins og ljón í þeirri stöðu sem liðið er í og var komið í í þessum leik. Næsti leikurinn liðsins er gegn Aftureldingu í Mosfellsbæ á fimmtudaginn, en þar vann HK þriggja marka sigur í október, 25-22.Lárus Helgi Ólafsson: Hefði viljað að þessi varsla hefði tryggt sigur Lárus Helgi Ólafsson markvörður var besti leikmaður HK í leiknum og var ánægður með að hafa tryggt sínu liði eitt stig í dag. Hann varði vítakast Akureyrar um leið og lokaflautan gall. "Mér leist nú ekkert á þetta þarna í lokinn en allt er gott sem endar vel. Ég hefði viljað að þessi varsla hefði tryggt sigur en ég er mjög ánægður að við náðum allavega einu stigi. Við byrjuðum hægt en um miðjan seinni hálfleik komumst við yfir. En okkur tekst eitthvað voðalega illa upp einum fleiri í leikjum. En við fengum séns á að komast aftur inní leikinn og gripum það tækifæri," sagði Lárus Helgi í samtali við Vísi. "Við erum voðalega lítið að líta á töfluna. Við einbeitum okkur bara að því að hafa gaman og spila handbolta. Næsti leikur er gegn Aftureldingu í Mosó. Við unnum þá í október og það er held ég einn skemmtilegasti leikur sem við allir höfum spilað. Við hlökkum bara til að mæta aftur þangað," sagði Lárus Helgi að lokum, aðspurður um möguleika liðsins um að halda sæti sínu í deildinni.Bjarki Sigurðsson: Byrjunin feldi okkur "Bæði lið gerðu mörg mistök og þetta var hægur handbolti. Jafntefli er niðurstaðan og við erum ágætlega sáttir við það. Byrjunin fellir okkur smávegis. Við skorum eitt mark á fyrstu 12 mínútunum eða svo. Það er ekki boðlegt. En varnarlega vorum við flottir og Lalli var flottur í markinu. Sóknarleikur gekk ágætlega þegar við létum boltann ganga og vorum hreifanlegir," sagði Bjarki Sigurðsson, þjálfari HK, að leik loknum. "Við erum bara að reyna að njóta þess að spila handbolta og sjá hvað það skilar okkur mörgum stigum. Við erum farnir að horfa fram á við, fram á næsta ár og hvað við getum gert. Hvernig við ætlum að halda í hópinn. Við erum búnir að vera óheppnir með meiðsli í vetur. Og svo þegar við fáum allan hópinn saman fyrir tveimur vikum, þá sér maður strax bætingu hjá liðinu. Ég hefði viljað hafa það svoleiðis frá upphafi. En það er ekkert hægt að segja við því núna. Við sjáum hver niðurstaðan verður," sagði Bjarki.Sverre Jakobsson: Við héldum að þetta myndi bara koma, næsti maður myndi redda þessu fyrir okkur Sverre Jakobsson, leikmaður Akureyrar, var fremur daufur eftir leikinn og alls ekki sáttur við spilamennsku sinna manna. "Mér fannst við byrja illa og það var erfitt að finna taktinn. Svo fórum við í gang en aftur fórum við af sporinu. Og þeir gengu á lagið. Eftir það vorum við að strögla, gerðum of mikið af tæknifeilum, vorum andlausir og hreinlega ekki tilbúnir. Ég vil alls ekki taka neitt af HK-ingum, þeir börðust allan tímann og voru til fyrirmyndar. En mér fannst við eiga að geta tekið bæði stigin hér í dag," sagði Sverre. "Ég er mest svekktur með að mér fannst toppstykkið ekki vera í lagi hjá okkur sem lið í dag. Bar keim að því að við héldum að þetta myndi bara koma, næsti maður myndi redda þessu fyrir okkur. Það er leiðinlegt," sagði svekktur Sverre. "Við erum ekkert farnir að spá í úrslitakeppni. Fyrsta markmið er að tryggja það sæti, við erum ekki öruggir. Við getum ekki beðið eftir því að önnur lið geri það fyrir okkur. Ég vona bara að við sem lið höfum metnað til að klára þetta. Frammistaða eins og í dag mun ekki skila okkur mörgum stigum. Við höfum ekkert efni á því að gera annað en að horfa á næsta leik," sagði Sverre að lokum.vísir/stefán Olís-deild karla Mest lesið Dagskráin í dag: Arsenal mætir Man. Utd og úrslitakeppni NFL-heldur áfram Sport „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Körfubolti Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Enski boltinn Sá elsti til að vinna á ATP-mótaröðinni og sló met Federer Sport Milan áfram í miðjumoði eftir jafntefli Fótbolti Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Enski boltinn Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Enski boltinn Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Handbolti Kane tryggði Bayern fjögurra stiga forystu Fótbolti Þórir hefur ekki áhuga Handbolti Fleiri fréttir Haukar með tveggja marka forskot fyrir seinni leikinn Thea tryggði Val jafntefli með marki á lokasekúndunum Sigur hjá Díönu Dögg í Evrópudeildinni Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Aldís Ásta frábær í stórsigri Sjötta tapið í röð hjá Eyjakonum Þórir hefur ekki áhuga „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Sjá meira
HK og Akureyri skildu jöfn í hörku spennandi leik í dag, 22-22. Leikurinn var ekki mikið fyrir augað en þó var gaman að sjá baráttuna í heimamönnum, sem náðu að knýja fram jafntefli á æsilegri lokamínútu. Lárus Helgi Ólafsson varði þá vítakast á sama tíma og lokaflautan gall. Byrjun leiksins fer seint í sögubækurnar fyrir góðan handbolta. Báðum liðum gekk ævintýralega illa að skora og gerðu sig sek um ótal mistök. Staðan eftir 10 mínútur var 2-1 fyrir Akureyri og mikil deyfð yfir leiknum. Það lifnaði þó yfir þessu og Akureyri virtist ætla að stinga af, náðu mest fimm marka forystu, 10-5, þegar sjö mínútur lifðu af fyrri hálfleik. HK var þó ekki af baki dottið og náði að minka muninn. Staðan í hálfleik var 12-10 fyrir Akureyri og enn gat allt gerst. Það var allt annað að sjá heimamenn í síðari hálfleik. Þeir byrjuðu af miklum krafti og náðu forystu í fyrsta sinn í leiknum eftir 10 mínútur í síðari hálfleik, 17-16. HK tók Sigþór Heimisson úr umferð og við það riðlaðist sóknarleikur Akureyrarliðsins og gestirnir gerðu sig seka um klaufaleg mistök trekk í trekk. Leikurinn var jafn og spennandi allt til enda. Akureyri fékk gullið tækifæri til að tryggja sér sigur þegar dæmt var vítakast á HK á sama tíma og leiktíminn rann út. Kristján Orri Jóhannsson tók vítakastið en Lárus Helgi Ólafsson, besti leikmaður HK, gerði sér lítið fyrir og varði vítakastið. Lokatölur urðu 22-22. Markverðir beggja liða áttu ágætisleik í dag. Tomas Olason er öflugur markvörður og nýtur góðs af því að hafa Sverre og Ingimund fyrir framan sig. Með þessa tvo turna í miðri vörn og Tomas í stuðu fyrir aftan þá, geta öll lið lent í erfiðleikum. Sóknarleikur Akureyrarliðsins er hins vegar vandamálið. Í þessum leik var það helst Sigþór Heimisson sem bar sóknarleik Akureyrar uppi. Hann er klókur leikmaður en Akureyri þarf fleiri vopn í sóknarleikinn til að taka næsta skref. HK á ennþá tölfræðilega möguleika á að halda sæti sínu í deildinni. Með fjóra leiki eftir er liðið 8 stigum á eftir Stjörnunni sem situr í 8. sæti. Sú von er hins vegar veik en á meðan enn sést í ljós við enda gangnanna hljóta HK-ingar að leggja allt í sölurnar. Ég tek hattinn ofan fyrir HK að hafa barist eins og ljón í þeirri stöðu sem liðið er í og var komið í í þessum leik. Næsti leikurinn liðsins er gegn Aftureldingu í Mosfellsbæ á fimmtudaginn, en þar vann HK þriggja marka sigur í október, 25-22.Lárus Helgi Ólafsson: Hefði viljað að þessi varsla hefði tryggt sigur Lárus Helgi Ólafsson markvörður var besti leikmaður HK í leiknum og var ánægður með að hafa tryggt sínu liði eitt stig í dag. Hann varði vítakast Akureyrar um leið og lokaflautan gall. "Mér leist nú ekkert á þetta þarna í lokinn en allt er gott sem endar vel. Ég hefði viljað að þessi varsla hefði tryggt sigur en ég er mjög ánægður að við náðum allavega einu stigi. Við byrjuðum hægt en um miðjan seinni hálfleik komumst við yfir. En okkur tekst eitthvað voðalega illa upp einum fleiri í leikjum. En við fengum séns á að komast aftur inní leikinn og gripum það tækifæri," sagði Lárus Helgi í samtali við Vísi. "Við erum voðalega lítið að líta á töfluna. Við einbeitum okkur bara að því að hafa gaman og spila handbolta. Næsti leikur er gegn Aftureldingu í Mosó. Við unnum þá í október og það er held ég einn skemmtilegasti leikur sem við allir höfum spilað. Við hlökkum bara til að mæta aftur þangað," sagði Lárus Helgi að lokum, aðspurður um möguleika liðsins um að halda sæti sínu í deildinni.Bjarki Sigurðsson: Byrjunin feldi okkur "Bæði lið gerðu mörg mistök og þetta var hægur handbolti. Jafntefli er niðurstaðan og við erum ágætlega sáttir við það. Byrjunin fellir okkur smávegis. Við skorum eitt mark á fyrstu 12 mínútunum eða svo. Það er ekki boðlegt. En varnarlega vorum við flottir og Lalli var flottur í markinu. Sóknarleikur gekk ágætlega þegar við létum boltann ganga og vorum hreifanlegir," sagði Bjarki Sigurðsson, þjálfari HK, að leik loknum. "Við erum bara að reyna að njóta þess að spila handbolta og sjá hvað það skilar okkur mörgum stigum. Við erum farnir að horfa fram á við, fram á næsta ár og hvað við getum gert. Hvernig við ætlum að halda í hópinn. Við erum búnir að vera óheppnir með meiðsli í vetur. Og svo þegar við fáum allan hópinn saman fyrir tveimur vikum, þá sér maður strax bætingu hjá liðinu. Ég hefði viljað hafa það svoleiðis frá upphafi. En það er ekkert hægt að segja við því núna. Við sjáum hver niðurstaðan verður," sagði Bjarki.Sverre Jakobsson: Við héldum að þetta myndi bara koma, næsti maður myndi redda þessu fyrir okkur Sverre Jakobsson, leikmaður Akureyrar, var fremur daufur eftir leikinn og alls ekki sáttur við spilamennsku sinna manna. "Mér fannst við byrja illa og það var erfitt að finna taktinn. Svo fórum við í gang en aftur fórum við af sporinu. Og þeir gengu á lagið. Eftir það vorum við að strögla, gerðum of mikið af tæknifeilum, vorum andlausir og hreinlega ekki tilbúnir. Ég vil alls ekki taka neitt af HK-ingum, þeir börðust allan tímann og voru til fyrirmyndar. En mér fannst við eiga að geta tekið bæði stigin hér í dag," sagði Sverre. "Ég er mest svekktur með að mér fannst toppstykkið ekki vera í lagi hjá okkur sem lið í dag. Bar keim að því að við héldum að þetta myndi bara koma, næsti maður myndi redda þessu fyrir okkur. Það er leiðinlegt," sagði svekktur Sverre. "Við erum ekkert farnir að spá í úrslitakeppni. Fyrsta markmið er að tryggja það sæti, við erum ekki öruggir. Við getum ekki beðið eftir því að önnur lið geri það fyrir okkur. Ég vona bara að við sem lið höfum metnað til að klára þetta. Frammistaða eins og í dag mun ekki skila okkur mörgum stigum. Við höfum ekkert efni á því að gera annað en að horfa á næsta leik," sagði Sverre að lokum.vísir/stefán
Olís-deild karla Mest lesið Dagskráin í dag: Arsenal mætir Man. Utd og úrslitakeppni NFL-heldur áfram Sport „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Körfubolti Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Enski boltinn Sá elsti til að vinna á ATP-mótaröðinni og sló met Federer Sport Milan áfram í miðjumoði eftir jafntefli Fótbolti Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Enski boltinn Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Enski boltinn Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Handbolti Kane tryggði Bayern fjögurra stiga forystu Fótbolti Þórir hefur ekki áhuga Handbolti Fleiri fréttir Haukar með tveggja marka forskot fyrir seinni leikinn Thea tryggði Val jafntefli með marki á lokasekúndunum Sigur hjá Díönu Dögg í Evrópudeildinni Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Aldís Ásta frábær í stórsigri Sjötta tapið í röð hjá Eyjakonum Þórir hefur ekki áhuga „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Sjá meira