Er Samsung hæfara til smíði rafbíls en Apple? Finnur Thorlacius skrifar 12. mars 2015 14:22 Skildu þessir tveir raftækjaframleiðendur halla sér brátt að smíði bíla? Nú þegar sögur fara af hugsanlegri smíði Apple á rafmagnsbíl hefur verið bent á að ef skoðuð eru einkaleyfi sem tengjast tækni í bíla þá hefur Samsung skráð mun fleiri slík en Apple. Apple er skráð fyrir 275 einkaleyfum er tengjast bílum en Samsung 3.094. Mörg þessara leyfa Samsung tengjast rafhlöðum, sem bæði geta nýst við smíði síma, annarra raftækja og rafmagnsbíla. Apple hefur skráð afar fá leyfi er tengjast rafhlöðum og því er ef til vill ekkert skrítið að Apple hafi nálgast Tesla varðandi rafhlöður. Einnig hefur heyrst af hugsanlegum kaupum Apple á Tesla, en engar slíkar fréttir hafa verið staðfestar. Þegar skoðuð voru 5.036 einkaleyfi sem fyrirtækin Samsung, Apple, Google, Tesla og Uber hafa skráð og tengjast bílum sést að Samsung á 61% þeirra, eða 3.094. Því ætti Samsung að standa betur að vígi en Apple ef áhugi væri fyrir því að smíða bíla, og þá helst rafmagnsbíla. Tækni Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent
Nú þegar sögur fara af hugsanlegri smíði Apple á rafmagnsbíl hefur verið bent á að ef skoðuð eru einkaleyfi sem tengjast tækni í bíla þá hefur Samsung skráð mun fleiri slík en Apple. Apple er skráð fyrir 275 einkaleyfum er tengjast bílum en Samsung 3.094. Mörg þessara leyfa Samsung tengjast rafhlöðum, sem bæði geta nýst við smíði síma, annarra raftækja og rafmagnsbíla. Apple hefur skráð afar fá leyfi er tengjast rafhlöðum og því er ef til vill ekkert skrítið að Apple hafi nálgast Tesla varðandi rafhlöður. Einnig hefur heyrst af hugsanlegum kaupum Apple á Tesla, en engar slíkar fréttir hafa verið staðfestar. Þegar skoðuð voru 5.036 einkaleyfi sem fyrirtækin Samsung, Apple, Google, Tesla og Uber hafa skráð og tengjast bílum sést að Samsung á 61% þeirra, eða 3.094. Því ætti Samsung að standa betur að vígi en Apple ef áhugi væri fyrir því að smíða bíla, og þá helst rafmagnsbíla.
Tækni Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent