Tækni

Fréttamynd

„Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hag­ræða“

„Hið opinbera er langt á eftir einkageiranum í tæknivæðingunni. Þó eru málin mismunandi langt komin hjá stofnunum, sem sumar hverjar eru búnar að sjálfvirknivæða heilmikið og sumar eru komar á þá vegferð. Of margar virðast það hins vegar ekki,“ segir Kristín Helga Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar 50skills.

Atvinnulíf
Fréttamynd

Ný Switch kynnt til leiks

Nintendo, japanska tölvuleikjafyrirtækið víðfræga, kynnti í dag nýja leikjatölvu til leiks. Hún kallast Nintendo Switch 2 og á að sjást í hillum verslana einhvern tímann á þessu ári. 

Leikjavísir
Fréttamynd

Elísa­bet Hanna til Bara tala

Elísabet Hanna Maríudóttir hefur tekið við sem samskiptastjóri Bara tala. Í tilkynningu frá Bara tala á Linkedin segir að Elísabet Hanna komi til liðs við þau með víðtæka reynslu úr fjölmiðlum og almannatengslum.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Heilsutækni; lykillinn að betra heil­brigðis­kerfi og sparnaði í ríkis­rekstri

Það er mikið fagnaðarefni að ný ríkisstjórn hafi kallað eftir liðsinni þjóðarinnar um tillögur að hagræðingu í rekstri ríkisins. Þekkingin á því hvar hægt er að gera betur er oft sértæk, ábatinn getur verið á stöðum sem ekki eru öllum sýnilegir en sömuleiðis er mikilvægt að til staðar sé sérþekking á því hver heildaráhrifin verða.

Skoðun
Fréttamynd

Hópuppsögn hjá Sidekick Health

Sidekick Health hefur tilkynnt um fækkun í starfsmannahópi félagsins um 55 stöðugildi, sem jafngildir um 20 prósent starfsmanna. Því er um hópuppsögn að ræða. Af þeim eru 22 stöðugildi hér á landi en önnur erlendis.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Saga til næsta bæjar

Fólk hegðar sér að miklu leyti út frá tilfinningum þó að hagfræðingar hafi lengst af skilgreint hinn hagræna mann sem rökhugsandi. Sögur vekja tilfinningar og það er þess vegna sem það er yfirleitt besta leiðin til þess að sannfæra fólk eða hafa áhrif á hegðun. Sögur eru stór hluti af því hvernig hanna má upplifun og þjónustu. Sögur selja líka vörur, hvort sem það eru sögur um viðskiptavini eða uppruna þeirra og þróun.

Umræðan
Fréttamynd

Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars

Forsvarsmenn Geimvísindastofnunar Bandaríkjanna (NASA) tilkynntu í gær að til standi að fara nýjar leiðir til að sækja jarðvegssýni til Mars. Vonast er til þess að þannig megi sækja sýnin fyrr og koma þeim til jarðar ódýrar en áður. Fyrirhugaður kostnaður við verkefnið hafði hækkað í ellefu milljarða dala.

Erlent
Fréttamynd

Gervi­greind: Ný tíma­mót í mann­legri sögu

Við lifum á tímum þar sem tækniframfarir hafa umbreytt heiminum á áður óhugsandi hátt. Gervigreind (e. artificial intelligence) er ekki lengur framtíðartækni; hún er hluti af daglegu lífi okkar og hefur áhrif á allt frá heilsugæslu til sköpunargáfu. En hvernig getum við tryggt að þessi tækni verði nýtt á sem farsælastan hátt?

Skoðun
Fréttamynd

Þróuðu vef­síðu sem segir til um um­ferð

Ungur forritari hvetur fólk til að nota nýja vefsíðu sem segir til um hve mikil umferð er á höfuðborgarsvæðinu. Vefsíðan geti komið sér vel, nú þegar fólk er í óða önn að undirbúa áramótin.

Innlent
Fréttamynd

Elma Sif til Stika Solutions

Elma Sif Einarsdóttir hefur hafið störf sem forstöðukona sjálfbærni og viðskiptaþróunar hjá tæknifyrirtækinu Stika Solutions. Elma Sif hefur reynslu á sviði umhverfis- og sjálfbærnimála en hún er rekstrarverkfræðingur frá Háskólanum í Reykjavík og umhverfisverkfræðingur frá DTU í Danmörku. Þetta kemur fram í tilkynningu.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone

Innan veggja Apple er unnið að umfangsmiklum breytingum á helstu vörum fyrirtækisins. Til stendur að gefa út þynnri og ódýrari síma og tvær týpur af samanbrjótanlegum tækjum og það mögulega á næsta ári. Markmiðið er að auka sölu tækja, sem þykir hafa vaxið hægt á undanförnum árum.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Helgi þarf að greiða starfs­mönnunum milljónirnar 67

Helgi Hermannsson, áður stærsti hluthafi og framkvæmdastjóri nýsköpunarfyrirtækisins Sling, hefur verið dæmdur til að greiða fyrrverandi starfsmönnum fyrirtækisins 67 milljónir króna í Landsrétti. Starfsmennirnir stefndu Helga sem þeir töldu hafa svikið sig um gerða samninga þegar Sling var selt fyrir fleiri milljarða króna. Fyrirtæki sem þeir höfðu tekið þátt í að byggja upp og átt kauprétt í.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur

„Við erum að blása lífi í allar þessar týndu sögur,“ segir Jón Orri Sigurðarson annar af tveimur stofnendum fyrirtækisins Guyde sem nú vinnur að því að þróa leiðsöguapp sem svo sannarlega gæti komið Íslendingum og öðrum til góða á ferðalögum um landið.

Atvinnulíf
Fréttamynd

Kapp kaupir banda­rískt fé­lag

Kapp ehf. hefur keypt meirihlutann í bandaríska félaginu Kami Tech Inc. í Seattle. Kami Tech framleiðir vélar og búnað úr ryðfrýju stáli og áli fyrir sjávarútvegsfyrirtæki og matvælafyrirtæki á svæðinu og þjónustar fyrirtæki á borð við American Seafoods, Trident Seafoods og Golden Alaska Seafoods sem eru allt sameiginlegir viðskiptavinir með Kapp.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Ætla að sam­þykkja til­boð JBT og vonast til að margir hlut­hafar haldi eftir bréfum

Tveir lífeyrissjóðir sem eru á meðal allra stærstu hluthafa Marel ætla að samþykkja yfirtökutilboðið frá bandaríska félaginu John Bean Technologies og framkvæmdastjóri Birtu segist binda vonir við að nægjanlega margir íslenskir fjárfestar haldi eftir bréfum í sameinuðu félagi þannig að tvískráningin muni heppnast vel. Hann telur jafnframt að með áframhaldandandi eignarhaldi Birtu geti sjóðurinn haft áhrif hvernig unnið verði með fyrirtækið eftir samruna.

Innherji
Fréttamynd

Sækja reynslubolta í viðskiptagreind til Cubus

Expectus hefur gengið frá kaupum á viðskiptageindarhluta Cubus. Bæði félög hafa unnið með lausnir á sviði viðskiptagreindar, áætlanagerðar, greininga og skýrslugerðar undanfarin ár. Með kaupunum er gert ráð fyrir að þrír starfsmenn Cubus á þessu sviði bætist við hóp Expectus. Einnig fylgja kaupunum hugbúnaðarlausnir sem Cubus hefur þróað eða verið endurseljandi að á Íslandi.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Halda jólin frítt með inn­eign í appinu

Samkaup er í fararbroddi íslenskra matvöruverslana þegar kemur að því að bjóða viðskiptavinum vildarkjör gegnum app. Yfir áttatíuþúsund manns eru skráð í Samkaupa-appið og hafa samtals safnað hátt í tveimur milljörðum í inneign frá því appið fór í gang. Hugi Halldórsson, markaðsstjóri hjá Kjörbúðum og Krambúðunum heldur utan um vildarkerfi Samkaupa.

Samstarf
Fréttamynd

Vilja þvinga Google til að selja Chrome

Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna hefur farið fram á að Google verði gert að selja reksturinn varðandi Chrome vafrann. Fyrr á þessu ári komst dómari að þeirri niðurstöðu að forsvarsmenn fyrirtækisins hafi brotið margvísleg samkeppnislög og misnotað markaðsráðandi stöðu þess.

Viðskipti erlent