Guðmundur Kristjánsson er nýr fyrirliði norska úrvalsdeildarliðsins IK Start. Þetta kom fram á heimasíðu félagsins í dag.
Guðmundur hefur verið fyrirliði Start í leikjum á undirbúningstímabilinu og hefur nú tekið við fyrirliðabandinu til frambúðar.
Guðmundur hefur verið í herbúðum Start frá árinu 2012 en hann kom til liðsins uppeldisfélagi sínu Breiðabliki.
Guðmundur, sem er 26 ára, skrifaði undir þriggja ára samning við Start síðasta sumar en tveir aðrir Íslendingar eru í herbúðum liðsins; Matthías Vilhjálmsson og markvörðurinn Ingvar Jónsson.
Viðtal við Guðmund má sjá með því að smella hér.
Start sækir Lilleström heim í fyrsta leik sínum í norsku úrvalsdeildinni 7. apríl.
