Syndir mæðranna Hildur Björnsdóttir skrifar 11. mars 2015 11:30 Hún spurði hvort ég væri ekki sakbitin. Hvort krossinn væri ekki þungur að bera. Fyrirfram ákveðin hugmynd spyrjanda um svar mitt var augljós. Ég hafði fengið spurninguna oft áður, mun sennilega fá hana oft aftur og veit að ógrynni kvenna fær hana daglega. Í hvert sinn sem spurningin er borin upp finnst mér ég hafa verið svikin. Ég gerði allt sem þau sögðu. Allt sem ætlast var til af mér. Samt spyrja þau um svíðandi samviskubitið. Líkt og ég hafi gert eitthvað rangt. Líkt og ég hafi syndgað. Í uppeldi mínu var femínismi aldrei til umræðu. Ég veit í sjálfu sér ekki hver ástæðan var eða hvort það hafi verið ástæða yfir höfuð. Misrétti kynjanna var fjarskyldur frændi og þörf fyrir kvennabaráttu fullkomlega framandi. Allt í gegnum barnæsku mína, menntaskólaárin og háskólaárin gat ég ekki séð að kyn mitt hefði nokkra þýðingu aðra en líffræðilega. Aldrei fann ég til vanmáttarkenndar gagnvart gagnstæða kyninu og aldrei upplifði ég skerta möguleika vegna kyns. Aldrei. Ekki einu sinni. Snemma í barnæsku innrætum við stúlkum stóra drauma og háleitar hugmyndir. Framtíðin ógnarstór hvítur strigi. Möguleikarnir margvíslegir og tækifærin endalaus – þenjast út með alheiminum og eiga sér engin takmörk. Við hvetjum þær til að ganga menntaveginn, hafa metnað og stefna hátt. Við segjum samfélagið betra með fleiri konum við stjórnvölinn. Með fleiri konum í ábyrgðarstöðum. Með fleiri konum í efstu þrepunum. Þetta eru skilaboðin sem við sendum. Þetta eru skilaboðin sem þær fá. Hafandi móttekið þessi skilaboð frá blautu barnsbeini var það ákveðið áfall - raunar reiðarslag - þegar hulunni var svipt af raunveruleikanum og samfélagið tók niður grímuna. Þegar viðhorfin breyttust. Þegar ég varð móðir. Síðustu ár hef ég staðið frammi fyrir spurningum. Óteljandi spurningum sem draga heimsmynd mína í efa. Fólk virðist hafa af því djúpstæðar áhyggjur að móðir vinni fulla vinnu. Því virðist finnast sjálfsagt að konur klári nokkrar háskólagráður en læsi þær svo á myrkum stað þegar móðurhlutverkið knýr dyra. Því virðist finnast ég - og aðrar útivinnandi mæður - eiga eitthvað vantalað við samvisku okkar. Að ógleymdri sjálfselskunni. Annað sem ég hef heyrt áður. Þó Ísland standi framarlega á sviði kynjajafnréttis heyrist enn hringla í hlekkjunum sem takmarka svigrúm kvenna utan heimilisins. Sú takmörkun er ekki fólgin í skertum möguleikum á menntun og tækifærum. Öllu heldur viðhorfum. Viðhorfum til kvenna og kynjahlutverka. Viðhorfum sem virðast svo brennimerkt í þjóðarsálina að hvorki pendúlar né jónað vatn gætu sært úr þeim rotvarnarefnin. Ef við viljum sjá fleiri konur í fremstu víglínu - eða bara einhverri víglínu - þarf að breyta þessum viðhorfum. Viðhorfum sem sífellt setja konur í tapsætið. Viðhorfum sem skipa þeim að velja. Fjölskyldu eða frama. Ómögulegt sé að gera bæði án þess að bregðast á einhverri vígstöð. Það er kominn tími til að setja punkt aftan við vitleysuna. Á meðan maðurinn minn hefur ekki samviskubit hef ég ekki samviskubit. Á meðan maðurinn minn fær ekki spurninguna vil ég ekki spurninguna. Hættið að senda okkur þessi skilaboð. Hættið að spyrja. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hildur Björnsdóttir Tengdar fréttir Úlfar í trúargæru Þegar ég gekk heim úr vinnu í vikunni sem leið mætti ég nágrannakonu minni. Hún býr í næsta húsi og börnum okkar er vel til vina. 19. janúar 2015 11:36 Af hræsni og mittismálum Hefur lyktarskynið brugðist mér þegar ég finn þef af hræsni? 27. október 2014 11:06 Mest lesið Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Sjá meira
Hún spurði hvort ég væri ekki sakbitin. Hvort krossinn væri ekki þungur að bera. Fyrirfram ákveðin hugmynd spyrjanda um svar mitt var augljós. Ég hafði fengið spurninguna oft áður, mun sennilega fá hana oft aftur og veit að ógrynni kvenna fær hana daglega. Í hvert sinn sem spurningin er borin upp finnst mér ég hafa verið svikin. Ég gerði allt sem þau sögðu. Allt sem ætlast var til af mér. Samt spyrja þau um svíðandi samviskubitið. Líkt og ég hafi gert eitthvað rangt. Líkt og ég hafi syndgað. Í uppeldi mínu var femínismi aldrei til umræðu. Ég veit í sjálfu sér ekki hver ástæðan var eða hvort það hafi verið ástæða yfir höfuð. Misrétti kynjanna var fjarskyldur frændi og þörf fyrir kvennabaráttu fullkomlega framandi. Allt í gegnum barnæsku mína, menntaskólaárin og háskólaárin gat ég ekki séð að kyn mitt hefði nokkra þýðingu aðra en líffræðilega. Aldrei fann ég til vanmáttarkenndar gagnvart gagnstæða kyninu og aldrei upplifði ég skerta möguleika vegna kyns. Aldrei. Ekki einu sinni. Snemma í barnæsku innrætum við stúlkum stóra drauma og háleitar hugmyndir. Framtíðin ógnarstór hvítur strigi. Möguleikarnir margvíslegir og tækifærin endalaus – þenjast út með alheiminum og eiga sér engin takmörk. Við hvetjum þær til að ganga menntaveginn, hafa metnað og stefna hátt. Við segjum samfélagið betra með fleiri konum við stjórnvölinn. Með fleiri konum í ábyrgðarstöðum. Með fleiri konum í efstu þrepunum. Þetta eru skilaboðin sem við sendum. Þetta eru skilaboðin sem þær fá. Hafandi móttekið þessi skilaboð frá blautu barnsbeini var það ákveðið áfall - raunar reiðarslag - þegar hulunni var svipt af raunveruleikanum og samfélagið tók niður grímuna. Þegar viðhorfin breyttust. Þegar ég varð móðir. Síðustu ár hef ég staðið frammi fyrir spurningum. Óteljandi spurningum sem draga heimsmynd mína í efa. Fólk virðist hafa af því djúpstæðar áhyggjur að móðir vinni fulla vinnu. Því virðist finnast sjálfsagt að konur klári nokkrar háskólagráður en læsi þær svo á myrkum stað þegar móðurhlutverkið knýr dyra. Því virðist finnast ég - og aðrar útivinnandi mæður - eiga eitthvað vantalað við samvisku okkar. Að ógleymdri sjálfselskunni. Annað sem ég hef heyrt áður. Þó Ísland standi framarlega á sviði kynjajafnréttis heyrist enn hringla í hlekkjunum sem takmarka svigrúm kvenna utan heimilisins. Sú takmörkun er ekki fólgin í skertum möguleikum á menntun og tækifærum. Öllu heldur viðhorfum. Viðhorfum til kvenna og kynjahlutverka. Viðhorfum sem virðast svo brennimerkt í þjóðarsálina að hvorki pendúlar né jónað vatn gætu sært úr þeim rotvarnarefnin. Ef við viljum sjá fleiri konur í fremstu víglínu - eða bara einhverri víglínu - þarf að breyta þessum viðhorfum. Viðhorfum sem sífellt setja konur í tapsætið. Viðhorfum sem skipa þeim að velja. Fjölskyldu eða frama. Ómögulegt sé að gera bæði án þess að bregðast á einhverri vígstöð. Það er kominn tími til að setja punkt aftan við vitleysuna. Á meðan maðurinn minn hefur ekki samviskubit hef ég ekki samviskubit. Á meðan maðurinn minn fær ekki spurninguna vil ég ekki spurninguna. Hættið að senda okkur þessi skilaboð. Hættið að spyrja.
Úlfar í trúargæru Þegar ég gekk heim úr vinnu í vikunni sem leið mætti ég nágrannakonu minni. Hún býr í næsta húsi og börnum okkar er vel til vina. 19. janúar 2015 11:36
Af hræsni og mittismálum Hefur lyktarskynið brugðist mér þegar ég finn þef af hræsni? 27. október 2014 11:06
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun