Hryðjuverkasamtökin ISIS hafa birt nýtt myndband sem sýnir aftöku á ísraelskum araba.
Í myndbandinu greinir gíslinn frá því hvernig hann hafi starfað fyrir ísraelsku leyniþjónustuna og gengið til liðs við ISIS til að njósna um samtökin í Sýrlandi.
Að sögn fréttastofunnar AFP birtist síðan piltur sem virðist ekki mikið eldri en tólf ára gamall. Gengur hann upp að gíslinum og skýtur hann í ennið með skammbyssu.
Enn á eftir að staðfesta hvort að myndbandið sé ekta.
Ungur piltur drepur gísl í nýju ISIS-myndbandi
Atli Ísleifsson skrifar
