Kvenréttindafélag Íslands: #Freethenipple skref í átt að auknu kynfrelsi Atli ÍSleifsson skrifar 27. mars 2015 22:28 Fjöldi kvenna mætti berbrjósta í Laugardalslaugina á fimmtudagskvöld. Vísir/Vilhelm „Sú bylting sem #freethenipple konurnar standa á bak við er skref í átt að auknu kynfrelsi, skref í átt þess að við konur tökum yfirráðarétt yfir okkar eigin líkömum og neitum þeim sem vilja eigna sér þá, neitum því að í nekt kvenna sé falin skömm.“ Þetta segir í ályktun Kvenréttindafélags Íslands sem samþykkt var fyrr í dag. „Það er ekki hægt að panta byltingu, hvorki hvenær hún gerist né hvernig. Byltingar eru í eðli sínu sjálfsprottnar, á bak við þær fólk sem tekur höndum saman og krefst þess að samfélagið breytist. Kvenréttindafélag Íslands er sprottið upp úr einni þvílíkri byltingu, þegar konur risu á fætur og kröfðust þess að fá fullt aðgengi að stofnunum samfélagsins, að fá sjálfan kosningaréttinn. Og nú, rúmlega 100 árum síðar, sitjum við á kantinum og blásum eins fast og við getum í hvatningalúðrana, og hvetjum áfram byltingahetjurnar, feminískar konur í menntaskólum, háskólum og jafnvel grunnskólum landsins. Þessar konur lifa og hrærast í heimi sem formæður þeirra ættu erfitt með að ímynda sér, í stafrænum heimi veraldarvefsins. En ógnirnar sem þær takast á við eru þó gamalkunnugar og rótgrónar. Konur á veraldarvefnum þurfa að takast á við áreitni, við hótanir, við ofsóknir, við kynferðislegt ofbeldi. Ein birtingarmynd þessa ofbeldis er svokallað hrelliklám, þegar ljósmyndum sem sýna einstaklinga nakta og/eða á kynferðislegan máta er dreift án samþykkis þess sem á myndinni er. Í samfélaginu í dag, líkt og fyrir hundrað árum, ganga líkamar kvenna kaupum og sölum. Við búum enn í samfélagi þar sem konur eru markaðsvörur. Sú bylting sem #freethenipple konurnar standa á bak við er skref í átt að auknu kynfrelsi, skref í átt þess að við konur tökum yfirráðarétt yfir okkar eigin líkömum og neitum þeim sem vilja eigna sér þá, neitum því að í nekt kvenna sé falin skömm. Samtakamáttur íslenskra kvenna hefur gjörbreytt íslensku samfélagi síðustu hundrað árin, og skapað okkur betri heim. Enn og aftur standa konur saman, nú á veraldarvefnum, og krefjast þess að samfélagið virði yfirráðarétt kvenna yfir eigin lífi og líkama, að skömmin sem konur hafa dröslast með í gegnum aldirnar séu færðar á sinn rétta stað, í faðm þeirra sem vilja eigna sér og misnota líkama annarra. Þær konur sem hafa hafa tekið þátt í #freethenipple hreyfingunni munu finna fyrir ógnarkrafti feðraveldisins sem þær berjast á móti. Við því vill stjórn Kvenréttindafélagsins segja: Ef þið finnið fyrir mótlætinu, þá getið verið fullvissar um að þið séuð að gera eitthvað rétt. Við berum í (kappklæddum) brjóstum okkar fullan stuðning við aðgerðir ykkar og hlökkum til að takast á við feðraveldið í nýrri mynd,“ segir í ályktuninni. #FreeTheNipple Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Erlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Fleiri fréttir Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Sjá meira
„Sú bylting sem #freethenipple konurnar standa á bak við er skref í átt að auknu kynfrelsi, skref í átt þess að við konur tökum yfirráðarétt yfir okkar eigin líkömum og neitum þeim sem vilja eigna sér þá, neitum því að í nekt kvenna sé falin skömm.“ Þetta segir í ályktun Kvenréttindafélags Íslands sem samþykkt var fyrr í dag. „Það er ekki hægt að panta byltingu, hvorki hvenær hún gerist né hvernig. Byltingar eru í eðli sínu sjálfsprottnar, á bak við þær fólk sem tekur höndum saman og krefst þess að samfélagið breytist. Kvenréttindafélag Íslands er sprottið upp úr einni þvílíkri byltingu, þegar konur risu á fætur og kröfðust þess að fá fullt aðgengi að stofnunum samfélagsins, að fá sjálfan kosningaréttinn. Og nú, rúmlega 100 árum síðar, sitjum við á kantinum og blásum eins fast og við getum í hvatningalúðrana, og hvetjum áfram byltingahetjurnar, feminískar konur í menntaskólum, háskólum og jafnvel grunnskólum landsins. Þessar konur lifa og hrærast í heimi sem formæður þeirra ættu erfitt með að ímynda sér, í stafrænum heimi veraldarvefsins. En ógnirnar sem þær takast á við eru þó gamalkunnugar og rótgrónar. Konur á veraldarvefnum þurfa að takast á við áreitni, við hótanir, við ofsóknir, við kynferðislegt ofbeldi. Ein birtingarmynd þessa ofbeldis er svokallað hrelliklám, þegar ljósmyndum sem sýna einstaklinga nakta og/eða á kynferðislegan máta er dreift án samþykkis þess sem á myndinni er. Í samfélaginu í dag, líkt og fyrir hundrað árum, ganga líkamar kvenna kaupum og sölum. Við búum enn í samfélagi þar sem konur eru markaðsvörur. Sú bylting sem #freethenipple konurnar standa á bak við er skref í átt að auknu kynfrelsi, skref í átt þess að við konur tökum yfirráðarétt yfir okkar eigin líkömum og neitum þeim sem vilja eigna sér þá, neitum því að í nekt kvenna sé falin skömm. Samtakamáttur íslenskra kvenna hefur gjörbreytt íslensku samfélagi síðustu hundrað árin, og skapað okkur betri heim. Enn og aftur standa konur saman, nú á veraldarvefnum, og krefjast þess að samfélagið virði yfirráðarétt kvenna yfir eigin lífi og líkama, að skömmin sem konur hafa dröslast með í gegnum aldirnar séu færðar á sinn rétta stað, í faðm þeirra sem vilja eigna sér og misnota líkama annarra. Þær konur sem hafa hafa tekið þátt í #freethenipple hreyfingunni munu finna fyrir ógnarkrafti feðraveldisins sem þær berjast á móti. Við því vill stjórn Kvenréttindafélagsins segja: Ef þið finnið fyrir mótlætinu, þá getið verið fullvissar um að þið séuð að gera eitthvað rétt. Við berum í (kappklæddum) brjóstum okkar fullan stuðning við aðgerðir ykkar og hlökkum til að takast á við feðraveldið í nýrri mynd,“ segir í ályktuninni.
#FreeTheNipple Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Erlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Fleiri fréttir Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Sjá meira
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent