Kvenréttindafélag Íslands: #Freethenipple skref í átt að auknu kynfrelsi Atli ÍSleifsson skrifar 27. mars 2015 22:28 Fjöldi kvenna mætti berbrjósta í Laugardalslaugina á fimmtudagskvöld. Vísir/Vilhelm „Sú bylting sem #freethenipple konurnar standa á bak við er skref í átt að auknu kynfrelsi, skref í átt þess að við konur tökum yfirráðarétt yfir okkar eigin líkömum og neitum þeim sem vilja eigna sér þá, neitum því að í nekt kvenna sé falin skömm.“ Þetta segir í ályktun Kvenréttindafélags Íslands sem samþykkt var fyrr í dag. „Það er ekki hægt að panta byltingu, hvorki hvenær hún gerist né hvernig. Byltingar eru í eðli sínu sjálfsprottnar, á bak við þær fólk sem tekur höndum saman og krefst þess að samfélagið breytist. Kvenréttindafélag Íslands er sprottið upp úr einni þvílíkri byltingu, þegar konur risu á fætur og kröfðust þess að fá fullt aðgengi að stofnunum samfélagsins, að fá sjálfan kosningaréttinn. Og nú, rúmlega 100 árum síðar, sitjum við á kantinum og blásum eins fast og við getum í hvatningalúðrana, og hvetjum áfram byltingahetjurnar, feminískar konur í menntaskólum, háskólum og jafnvel grunnskólum landsins. Þessar konur lifa og hrærast í heimi sem formæður þeirra ættu erfitt með að ímynda sér, í stafrænum heimi veraldarvefsins. En ógnirnar sem þær takast á við eru þó gamalkunnugar og rótgrónar. Konur á veraldarvefnum þurfa að takast á við áreitni, við hótanir, við ofsóknir, við kynferðislegt ofbeldi. Ein birtingarmynd þessa ofbeldis er svokallað hrelliklám, þegar ljósmyndum sem sýna einstaklinga nakta og/eða á kynferðislegan máta er dreift án samþykkis þess sem á myndinni er. Í samfélaginu í dag, líkt og fyrir hundrað árum, ganga líkamar kvenna kaupum og sölum. Við búum enn í samfélagi þar sem konur eru markaðsvörur. Sú bylting sem #freethenipple konurnar standa á bak við er skref í átt að auknu kynfrelsi, skref í átt þess að við konur tökum yfirráðarétt yfir okkar eigin líkömum og neitum þeim sem vilja eigna sér þá, neitum því að í nekt kvenna sé falin skömm. Samtakamáttur íslenskra kvenna hefur gjörbreytt íslensku samfélagi síðustu hundrað árin, og skapað okkur betri heim. Enn og aftur standa konur saman, nú á veraldarvefnum, og krefjast þess að samfélagið virði yfirráðarétt kvenna yfir eigin lífi og líkama, að skömmin sem konur hafa dröslast með í gegnum aldirnar séu færðar á sinn rétta stað, í faðm þeirra sem vilja eigna sér og misnota líkama annarra. Þær konur sem hafa hafa tekið þátt í #freethenipple hreyfingunni munu finna fyrir ógnarkrafti feðraveldisins sem þær berjast á móti. Við því vill stjórn Kvenréttindafélagsins segja: Ef þið finnið fyrir mótlætinu, þá getið verið fullvissar um að þið séuð að gera eitthvað rétt. Við berum í (kappklæddum) brjóstum okkar fullan stuðning við aðgerðir ykkar og hlökkum til að takast á við feðraveldið í nýrri mynd,“ segir í ályktuninni. #FreeTheNipple Mest lesið Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Fleiri fréttir Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Sjá meira
„Sú bylting sem #freethenipple konurnar standa á bak við er skref í átt að auknu kynfrelsi, skref í átt þess að við konur tökum yfirráðarétt yfir okkar eigin líkömum og neitum þeim sem vilja eigna sér þá, neitum því að í nekt kvenna sé falin skömm.“ Þetta segir í ályktun Kvenréttindafélags Íslands sem samþykkt var fyrr í dag. „Það er ekki hægt að panta byltingu, hvorki hvenær hún gerist né hvernig. Byltingar eru í eðli sínu sjálfsprottnar, á bak við þær fólk sem tekur höndum saman og krefst þess að samfélagið breytist. Kvenréttindafélag Íslands er sprottið upp úr einni þvílíkri byltingu, þegar konur risu á fætur og kröfðust þess að fá fullt aðgengi að stofnunum samfélagsins, að fá sjálfan kosningaréttinn. Og nú, rúmlega 100 árum síðar, sitjum við á kantinum og blásum eins fast og við getum í hvatningalúðrana, og hvetjum áfram byltingahetjurnar, feminískar konur í menntaskólum, háskólum og jafnvel grunnskólum landsins. Þessar konur lifa og hrærast í heimi sem formæður þeirra ættu erfitt með að ímynda sér, í stafrænum heimi veraldarvefsins. En ógnirnar sem þær takast á við eru þó gamalkunnugar og rótgrónar. Konur á veraldarvefnum þurfa að takast á við áreitni, við hótanir, við ofsóknir, við kynferðislegt ofbeldi. Ein birtingarmynd þessa ofbeldis er svokallað hrelliklám, þegar ljósmyndum sem sýna einstaklinga nakta og/eða á kynferðislegan máta er dreift án samþykkis þess sem á myndinni er. Í samfélaginu í dag, líkt og fyrir hundrað árum, ganga líkamar kvenna kaupum og sölum. Við búum enn í samfélagi þar sem konur eru markaðsvörur. Sú bylting sem #freethenipple konurnar standa á bak við er skref í átt að auknu kynfrelsi, skref í átt þess að við konur tökum yfirráðarétt yfir okkar eigin líkömum og neitum þeim sem vilja eigna sér þá, neitum því að í nekt kvenna sé falin skömm. Samtakamáttur íslenskra kvenna hefur gjörbreytt íslensku samfélagi síðustu hundrað árin, og skapað okkur betri heim. Enn og aftur standa konur saman, nú á veraldarvefnum, og krefjast þess að samfélagið virði yfirráðarétt kvenna yfir eigin lífi og líkama, að skömmin sem konur hafa dröslast með í gegnum aldirnar séu færðar á sinn rétta stað, í faðm þeirra sem vilja eigna sér og misnota líkama annarra. Þær konur sem hafa hafa tekið þátt í #freethenipple hreyfingunni munu finna fyrir ógnarkrafti feðraveldisins sem þær berjast á móti. Við því vill stjórn Kvenréttindafélagsins segja: Ef þið finnið fyrir mótlætinu, þá getið verið fullvissar um að þið séuð að gera eitthvað rétt. Við berum í (kappklæddum) brjóstum okkar fullan stuðning við aðgerðir ykkar og hlökkum til að takast á við feðraveldið í nýrri mynd,“ segir í ályktuninni.
#FreeTheNipple Mest lesið Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Fleiri fréttir Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Sjá meira