Félag sálfræðinga í Bretlandi varar fólk við því að dæma alla þá sem þunglyndir eru vegna umræðunnar um geðheilsu flugmannsins Andreas Lubitz. Þeir segja að komi í ljós að hann hafi verið þunglyndur verði að taka tillit til þess að milljónir manna glími við þunglyndi.
Þeir segja að stærsta hindrun þunglyndra við að leita sér hjálpar séu fordómar og skömm. Umræðan eigi ekki að leiða til þess að þunglyndir þurfi að mæta frekari fordómum í lífi sínu. Það hjálpi þeim ekki, né farþegum Germanwings-vélarinnar og fjölskyldum þeirra.
Hjálparsamtökin Mind slá á svipaða strengi og segja að þegar sé ljóst að fjölmargir flugmenn hafi glímt við þunglyndi áður en flugvélin brotlenti. Þau segja að nauðsynlegt sé að ræða málið á ígrundaðan hátt og án fordóma. Bæði félögin segja að mögulegt sé að takast á við þunglyndi en fyrst þurfi fólk oft á tíðum að leita sér hjálpar.
![](https://www.visir.is/vaktin/content/flags/2017-09-07T144452.760Z-haukar.png)
![](https://www.visir.is/vaktin/content/flags/2025-02-14T125946.545Z-2021-10-15T150140.503Z-Jeruzalem_Ormoz.png)