Helmingur sölu Toyota bíla í Japan tvinnbílar Finnur Thorlacius skrifar 27. mars 2015 13:07 Frá samsetningarverksmiðju Toyota í Japan. Á næsta ári stefnir Toyota að því að um helmingur þeirra bíla sem fyrirtækið selur í Japan verði tvinnbílar, þ.e. Hybrid eða Plug-In-Hybrid bílar. Toyota gerir ráð fyrir að selja 760.000 slíka bíla í heimalandinu á næsta ári en þeir voru 684.000 í fyrra. Í heildina stefnir Toyota að því að framleiða 1,32 milljón tvinnbíla á næsta ári, ekki alla þeirra í Japan þó. Það yrði 30% meira en Toyota framleiddi í fyrra. Helsta ástæða fyrir þessari áherslu Toyota eru enn strangari reglur yfirvalda í Japan hvað skatta varðar á bíla vegna mengunar þeirra. Í dag er um helmingur framleiðslu Toyota undanþegið þessum skatti en Toyota ætlar að um 80% framleiðslu þeirra á næsta ári komist hjá þeim. Mest lesið Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Innlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Konan er fundin Innlent Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum Innlent Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Innlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent María Heimisdóttir skipuð landlæknir Innlent
Á næsta ári stefnir Toyota að því að um helmingur þeirra bíla sem fyrirtækið selur í Japan verði tvinnbílar, þ.e. Hybrid eða Plug-In-Hybrid bílar. Toyota gerir ráð fyrir að selja 760.000 slíka bíla í heimalandinu á næsta ári en þeir voru 684.000 í fyrra. Í heildina stefnir Toyota að því að framleiða 1,32 milljón tvinnbíla á næsta ári, ekki alla þeirra í Japan þó. Það yrði 30% meira en Toyota framleiddi í fyrra. Helsta ástæða fyrir þessari áherslu Toyota eru enn strangari reglur yfirvalda í Japan hvað skatta varðar á bíla vegna mengunar þeirra. Í dag er um helmingur framleiðslu Toyota undanþegið þessum skatti en Toyota ætlar að um 80% framleiðslu þeirra á næsta ári komist hjá þeim.
Mest lesið Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Innlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Konan er fundin Innlent Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum Innlent Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Innlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent María Heimisdóttir skipuð landlæknir Innlent