Tilgangslausasti vegur heims Finnur Thorlacius skrifar 27. mars 2015 10:12 Í Sameinuðu arabísku furstadæmunum finnst 35,4 kílómetra vegur sem liggur til, ja eiginlega ekki nokkurs áfangastaðar. Vegurinn endar þó á Jebel Al Jais fjallinu, sem er hæsti staður furstadæmanna, í 1.930 metra hæð og þaðan þarf að aka veginn aftur til baka. Þessi vegur er eintaklega vandaður að gerð og sléttur og í raun draumur bílaáhugamannsins. Það nýttu þeir hjá Jaguar sér og gerðu þetta myndskeið til kynningar á tveimur bílgerðum sínum. Hvar annarsstaðar en í Sameinuðu arabísku furstadæmunum hafa yfirvöld efni á að leggja svo til tilgangslausan veg fyrir 11 milljarða króna? Það var upphæðin sem lagning vegarins kostaði. Mest lesið Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Innlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Konan er fundin Innlent Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum Innlent Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Innlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent María Heimisdóttir skipuð landlæknir Innlent
Í Sameinuðu arabísku furstadæmunum finnst 35,4 kílómetra vegur sem liggur til, ja eiginlega ekki nokkurs áfangastaðar. Vegurinn endar þó á Jebel Al Jais fjallinu, sem er hæsti staður furstadæmanna, í 1.930 metra hæð og þaðan þarf að aka veginn aftur til baka. Þessi vegur er eintaklega vandaður að gerð og sléttur og í raun draumur bílaáhugamannsins. Það nýttu þeir hjá Jaguar sér og gerðu þetta myndskeið til kynningar á tveimur bílgerðum sínum. Hvar annarsstaðar en í Sameinuðu arabísku furstadæmunum hafa yfirvöld efni á að leggja svo til tilgangslausan veg fyrir 11 milljarða króna? Það var upphæðin sem lagning vegarins kostaði.
Mest lesið Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Innlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Konan er fundin Innlent Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum Innlent Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Innlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent María Heimisdóttir skipuð landlæknir Innlent