Engin ótvíræð vísbending um dularfulla torfbæinn Kristján Már Unnarsson skrifar 26. mars 2015 19:00 Ráðgátan um torfbæinn dularfulla er enn óleyst. Þrátt fyrir að yfir hundrað ára gömul ljósmynd af honum sýni áberandi kennileiti, hefur engin ótvíræð vísbending borist um hvar bærinn var á landinu. Fréttastofan kallar eftir aðstoð áhorfenda við að leysa málið. Af hartnær fimmhundrað ljósmyndum á torfbæjarsetrinu við Selfoss er þetta sú sem Hannesi Lárussyni gengur verst að staðsetja. Myndin er frá Ljósmyndasafni Reykjavíkur, þar giska menn á að hún sé tekin á árunum 1900 til 1915, en gæti jafnvel verið eldri. Eftir að við vöktum athygli á óþekkta torfbænum í þættinum „Um land allt“ í síðustu viku og á Vísi í byrjun vikunnar hefur fjöldi ábendinga borist. Menn hafa giskað á bæi við Flúðir, eins og Högnastaði og Grafarbakka, Höfða við Tungufljót, Böðmóðsstaði við Brúará, Egilsstaði í Ölfusi og einn nefndi Leirvogsá í Mosfellsbæ. Nokkrir hafa nefnt staði í Norðurárdal og Þverárhlíð í Borgarfirði, eins og Norðtungu. Á Vestfjörðum hefur verið giskað á Sauðlauksdal við Patreksfjörð og Tjaldanes í Arnarfirði. Norðanlands hafa Glaðheimar við Blöndu verið nefndir og Reynistaður í Skagafirði, á Austurlandi hafa menn nefnt neðanverðan Jökuldal, staði við Breiðdalsá og við ána Kolgrímu á Suðausturlandi.Staðir sem lesendur hafa bent á eru í öllum landsfjórðungum.Engin þessara ábendinga er ótvíræð en þegar myndin er skoðuð sést ýmislegt sem ætti að hjálpa til við að ráða gátuna, eins og árbakkinn hái sem bærinn stendur á. Áin virðist þokkalega vatnsmikil, skuggarnir af hestunum segja okkur hvaðan sólin skín og ármölin virðist ljós og gróf. Svo sést móta fyrir fjalli og einhverjum hæðum og kannski gæti þoka hulið stærra fjall bakvið. Þá gæti hugsast að myndin sé spegluð.Ljósmyndin er talin tekin á árunum 1900-1915 en gæti verið eldri, að mati Ljósmyndasafns Reykjavíkur. Höfundur er óþekktur.Ljósmyndari/Óþekktur.Veit einhver lesandi hvar þessi staður er og gæti sent okkur mynd sem sýnir okkur hvernig hann lítur út í dag? Ábendingar má senda á netfangið frettir@stod2.is en einnig koma þeim á framfæri í athugasemdadálki fréttarinnar. Um land allt Tengdar fréttir Hvar á landinu var þessi bær? Þetta er sú ráðgáta sem Hannesi Lárussyni á torfbæjarsetrinu við Selfoss gengur hvað erfiðast að fá svarað. 23. mars 2015 17:15 Er þetta konungur íslenskra torfbæja? Bustarfell í Vopnafirði var sá sem Hannes Lárusson myndlistarmaður nefndi þegar hann var spurður hvort hann teldi að einhver torfbæja Íslands bæri af eða væri öðrum merkari. 21. mars 2015 14:54 Torfbæirnir íslensku eru merkur byggingararfur Torfbærinn er eitt merkasta framlag Íslendinga til heimsmenningarinnar, að mati Hannesar Lárussonar myndlistarmanns, sem opnað hefur menningarsetur helgað torfbænum. 17. mars 2015 20:45 Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Ráðgátan um torfbæinn dularfulla er enn óleyst. Þrátt fyrir að yfir hundrað ára gömul ljósmynd af honum sýni áberandi kennileiti, hefur engin ótvíræð vísbending borist um hvar bærinn var á landinu. Fréttastofan kallar eftir aðstoð áhorfenda við að leysa málið. Af hartnær fimmhundrað ljósmyndum á torfbæjarsetrinu við Selfoss er þetta sú sem Hannesi Lárussyni gengur verst að staðsetja. Myndin er frá Ljósmyndasafni Reykjavíkur, þar giska menn á að hún sé tekin á árunum 1900 til 1915, en gæti jafnvel verið eldri. Eftir að við vöktum athygli á óþekkta torfbænum í þættinum „Um land allt“ í síðustu viku og á Vísi í byrjun vikunnar hefur fjöldi ábendinga borist. Menn hafa giskað á bæi við Flúðir, eins og Högnastaði og Grafarbakka, Höfða við Tungufljót, Böðmóðsstaði við Brúará, Egilsstaði í Ölfusi og einn nefndi Leirvogsá í Mosfellsbæ. Nokkrir hafa nefnt staði í Norðurárdal og Þverárhlíð í Borgarfirði, eins og Norðtungu. Á Vestfjörðum hefur verið giskað á Sauðlauksdal við Patreksfjörð og Tjaldanes í Arnarfirði. Norðanlands hafa Glaðheimar við Blöndu verið nefndir og Reynistaður í Skagafirði, á Austurlandi hafa menn nefnt neðanverðan Jökuldal, staði við Breiðdalsá og við ána Kolgrímu á Suðausturlandi.Staðir sem lesendur hafa bent á eru í öllum landsfjórðungum.Engin þessara ábendinga er ótvíræð en þegar myndin er skoðuð sést ýmislegt sem ætti að hjálpa til við að ráða gátuna, eins og árbakkinn hái sem bærinn stendur á. Áin virðist þokkalega vatnsmikil, skuggarnir af hestunum segja okkur hvaðan sólin skín og ármölin virðist ljós og gróf. Svo sést móta fyrir fjalli og einhverjum hæðum og kannski gæti þoka hulið stærra fjall bakvið. Þá gæti hugsast að myndin sé spegluð.Ljósmyndin er talin tekin á árunum 1900-1915 en gæti verið eldri, að mati Ljósmyndasafns Reykjavíkur. Höfundur er óþekktur.Ljósmyndari/Óþekktur.Veit einhver lesandi hvar þessi staður er og gæti sent okkur mynd sem sýnir okkur hvernig hann lítur út í dag? Ábendingar má senda á netfangið frettir@stod2.is en einnig koma þeim á framfæri í athugasemdadálki fréttarinnar.
Um land allt Tengdar fréttir Hvar á landinu var þessi bær? Þetta er sú ráðgáta sem Hannesi Lárussyni á torfbæjarsetrinu við Selfoss gengur hvað erfiðast að fá svarað. 23. mars 2015 17:15 Er þetta konungur íslenskra torfbæja? Bustarfell í Vopnafirði var sá sem Hannes Lárusson myndlistarmaður nefndi þegar hann var spurður hvort hann teldi að einhver torfbæja Íslands bæri af eða væri öðrum merkari. 21. mars 2015 14:54 Torfbæirnir íslensku eru merkur byggingararfur Torfbærinn er eitt merkasta framlag Íslendinga til heimsmenningarinnar, að mati Hannesar Lárussonar myndlistarmanns, sem opnað hefur menningarsetur helgað torfbænum. 17. mars 2015 20:45 Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Hvar á landinu var þessi bær? Þetta er sú ráðgáta sem Hannesi Lárussyni á torfbæjarsetrinu við Selfoss gengur hvað erfiðast að fá svarað. 23. mars 2015 17:15
Er þetta konungur íslenskra torfbæja? Bustarfell í Vopnafirði var sá sem Hannes Lárusson myndlistarmaður nefndi þegar hann var spurður hvort hann teldi að einhver torfbæja Íslands bæri af eða væri öðrum merkari. 21. mars 2015 14:54
Torfbæirnir íslensku eru merkur byggingararfur Torfbærinn er eitt merkasta framlag Íslendinga til heimsmenningarinnar, að mati Hannesar Lárussonar myndlistarmanns, sem opnað hefur menningarsetur helgað torfbænum. 17. mars 2015 20:45