Bestu sérfræðingar heims vinna að rannsókn flugslyssins Heimir Már Pétursson skrifar 25. mars 2015 19:15 Alltof snemmt er að segja til um tildrög þess að A320 Airbus þota GermanWings hrapaði í frönsku Ölpunum í gærmorgun. Nú þegar er þó margt vitað um þetta afdrifaríka flug frá Barselóna til Dusseldorf. Fyrstu flugvélinni í A320 fjölskyldunni, sem einnig nær til A318, 319 og 321, var flogið í febrúar árið 1987. Flugvélin sem fórst í gær var smíðuð árið 1988 og verið í þjónustu GermanWings frá 1992. Aldur flugvélarinnar segir ekki alla söguna því það er viðhaldið sem skiptir öllu máli og í þeim efnum eiga GermanWings og móðurfélagið Lufthansa góðan feril. Rúmlega 6.400 flugvélar af þessari gerð hafa verið seldar frá upphafi og er hún með vinsælustu flugvélum heims til flugs á styttri vegalengdum meðal annars hingað til lands og flugvélar WOW AIR eru þessarar tegundar. Þúsundir pantana liggja fyrir hjá framleiðanda. Þá eru Airbus A320 flugvélarnar almennt taldar mjög öruggar, en frá upphafi hafa ellefu slys eða óhöpp þar sem einn eða fleiri hafa farist átt sér stað í rúmlega 79 milljón flugferðum á þessum flugvélum. Enn er alltof snemmt að segja til um orsakir slyssins en það er góðs viti að flugriti með hljóðupptökum hefur fundist og líklegt má telja að tækniriti flugvélarinar finnist einnig. Carsten Spohr, aðalforstjóri Lufthansa móðurfélags Germanwings, segir félagið gera allt sem það geti til að aðstoða ættingja og vini þeirra sem fórust, bæði fjárhgslega og með öðrum hætti. Frönsk flugmálayfirvöld stýra rannsókninni. „Við höfum alla sérfræðinga á slysstaðnum, frá frönskum og þýskum flugmálayfirvöldum og frá framleiðandanum Airbus. Þá eru sérfræðingar Lufthansa einnig til staðar. Ég tel því að allir bestu sérfræðingar í heiminum vinni nú að því að komast að því hvað gerðist þannig að tryggja megi að slys sem þetta endurtaki sig aldrei aftur,“ segir Spohr. Ein hugsanleg skýring á slysinu er að loftþrýstingur hafi fallið í flugvélinni og flugmenn og farþegar misst meðvitund. En þegar slíkt gerist lækka flugmenn flugið flugið mun hraðar en þarna var gert. Við skyndilegt og óvænt fall á loftþrýstingi falla súrefnisgrímur niður í farþegarými, þar sem súrefnið dugar í 12 til 14 mínútur. Flugmenn verða hins vegar sjálfir að setja á sig súrefnisgrímur og súrefnisbirgðir þeirra duga lengur. Eftir að hafa sett á sig grímurnar segja reglur að flugmenn eigi að lækka flugið niður fyrir tíu þúsund fet eins hratt og mögulegt er. Önnur skýring gæti verið að flugmenn hafi stillt leiðsögutæki flugvélarinnar vitlaust eða bilun komið upp í tækjunum. Veður var hins vegar með ágætum og því undarlegt að flugmennirnir tilkynntu ekkert til flugstjórnar þegar flugvélin tók að lækka flugið og stefndi á Alpana, að því gefnu að flugmennirnir hafi séð hvað var að gerast í tíma. Það er hins vegar talið mjög ólíklegt að um einhvers konar hryðjuverk eða viljaverk hafi verið að ræða. Frakkland Fréttir af flugi Germanwings 4U9525 Þýskaland Mest lesið Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Innlent Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Innlent Hitabylgjan sú mesta í maímánuði svo vitað sé Veður Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Innlent Fleiri fréttir Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Sjá meira
Alltof snemmt er að segja til um tildrög þess að A320 Airbus þota GermanWings hrapaði í frönsku Ölpunum í gærmorgun. Nú þegar er þó margt vitað um þetta afdrifaríka flug frá Barselóna til Dusseldorf. Fyrstu flugvélinni í A320 fjölskyldunni, sem einnig nær til A318, 319 og 321, var flogið í febrúar árið 1987. Flugvélin sem fórst í gær var smíðuð árið 1988 og verið í þjónustu GermanWings frá 1992. Aldur flugvélarinnar segir ekki alla söguna því það er viðhaldið sem skiptir öllu máli og í þeim efnum eiga GermanWings og móðurfélagið Lufthansa góðan feril. Rúmlega 6.400 flugvélar af þessari gerð hafa verið seldar frá upphafi og er hún með vinsælustu flugvélum heims til flugs á styttri vegalengdum meðal annars hingað til lands og flugvélar WOW AIR eru þessarar tegundar. Þúsundir pantana liggja fyrir hjá framleiðanda. Þá eru Airbus A320 flugvélarnar almennt taldar mjög öruggar, en frá upphafi hafa ellefu slys eða óhöpp þar sem einn eða fleiri hafa farist átt sér stað í rúmlega 79 milljón flugferðum á þessum flugvélum. Enn er alltof snemmt að segja til um orsakir slyssins en það er góðs viti að flugriti með hljóðupptökum hefur fundist og líklegt má telja að tækniriti flugvélarinar finnist einnig. Carsten Spohr, aðalforstjóri Lufthansa móðurfélags Germanwings, segir félagið gera allt sem það geti til að aðstoða ættingja og vini þeirra sem fórust, bæði fjárhgslega og með öðrum hætti. Frönsk flugmálayfirvöld stýra rannsókninni. „Við höfum alla sérfræðinga á slysstaðnum, frá frönskum og þýskum flugmálayfirvöldum og frá framleiðandanum Airbus. Þá eru sérfræðingar Lufthansa einnig til staðar. Ég tel því að allir bestu sérfræðingar í heiminum vinni nú að því að komast að því hvað gerðist þannig að tryggja megi að slys sem þetta endurtaki sig aldrei aftur,“ segir Spohr. Ein hugsanleg skýring á slysinu er að loftþrýstingur hafi fallið í flugvélinni og flugmenn og farþegar misst meðvitund. En þegar slíkt gerist lækka flugmenn flugið flugið mun hraðar en þarna var gert. Við skyndilegt og óvænt fall á loftþrýstingi falla súrefnisgrímur niður í farþegarými, þar sem súrefnið dugar í 12 til 14 mínútur. Flugmenn verða hins vegar sjálfir að setja á sig súrefnisgrímur og súrefnisbirgðir þeirra duga lengur. Eftir að hafa sett á sig grímurnar segja reglur að flugmenn eigi að lækka flugið niður fyrir tíu þúsund fet eins hratt og mögulegt er. Önnur skýring gæti verið að flugmenn hafi stillt leiðsögutæki flugvélarinnar vitlaust eða bilun komið upp í tækjunum. Veður var hins vegar með ágætum og því undarlegt að flugmennirnir tilkynntu ekkert til flugstjórnar þegar flugvélin tók að lækka flugið og stefndi á Alpana, að því gefnu að flugmennirnir hafi séð hvað var að gerast í tíma. Það er hins vegar talið mjög ólíklegt að um einhvers konar hryðjuverk eða viljaverk hafi verið að ræða.
Frakkland Fréttir af flugi Germanwings 4U9525 Þýskaland Mest lesið Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Innlent Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Innlent Hitabylgjan sú mesta í maímánuði svo vitað sé Veður Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Innlent Fleiri fréttir Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Sjá meira