Audi býður kaffivél fyrir bíla Finnur Thorlacius skrifar 25. mars 2015 16:17 Ári handhæg þessi. Hver getur hugsað sér bílferð án kaffi? Að minnsta kosti ekki Audi. Audi hefur nú í boði kaffivél sem hellir uppá espresso kaffibolla úr örsmárri kaffikönnu sem sérstaklega er gerð fyrir bílferðir. Það tekur kaffikönnuna 2 mínútur að hella uppá eftir að hún er tengd við 12 volta tengi í bílnum. Ökumenn þurfa aðeins að muna eftir að hella vatni í vélina fyrir bílferðina og setja í hana þar til gerðar kaffifyllingar frá Illy kaffiframleiðandanum. Þessi forláta kaffivél kostar 199 evrur, eða um 30.000 krónur og telst því alls ekki ódýr. Með henni fylgja þó tveir kaffibollar, 18 kaffifyllingar, handklæði (til hvers er ekki ljóst) og taska utan um vélina. Audi kallar þessa kaffivél Espresso Mobil. Audi er reyndar ekki fyrsti bílaframleiðandinn sem selur svona kaffivélar en Fiat hóf sölu á ekki ósvipuðum grip fyrir nokkrum árum og var kaffið í þær frá Lavazza. Sú var enn dýrari en vélin frá Audi og kostaði 250 evrur. Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent
Hver getur hugsað sér bílferð án kaffi? Að minnsta kosti ekki Audi. Audi hefur nú í boði kaffivél sem hellir uppá espresso kaffibolla úr örsmárri kaffikönnu sem sérstaklega er gerð fyrir bílferðir. Það tekur kaffikönnuna 2 mínútur að hella uppá eftir að hún er tengd við 12 volta tengi í bílnum. Ökumenn þurfa aðeins að muna eftir að hella vatni í vélina fyrir bílferðina og setja í hana þar til gerðar kaffifyllingar frá Illy kaffiframleiðandanum. Þessi forláta kaffivél kostar 199 evrur, eða um 30.000 krónur og telst því alls ekki ódýr. Með henni fylgja þó tveir kaffibollar, 18 kaffifyllingar, handklæði (til hvers er ekki ljóst) og taska utan um vélina. Audi kallar þessa kaffivél Espresso Mobil. Audi er reyndar ekki fyrsti bílaframleiðandinn sem selur svona kaffivélar en Fiat hóf sölu á ekki ósvipuðum grip fyrir nokkrum árum og var kaffið í þær frá Lavazza. Sú var enn dýrari en vélin frá Audi og kostaði 250 evrur.
Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent