Páll Óskar í Eurovision 2016? sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 25. mars 2015 11:30 Páll Óskar Hjálmtýsson söngvari segist vel geta hugsað sér að taka aftur þátt í Eurovision, jafnvel að ári liðnu. Hann ætlar þó ekki að senda lag í undankeppnina fyrr en hann fær rétta lagið, sigurlagið eins og hann orðaði það, í hendurnar. Þetta kom fram í máli hans í nýja hlaðvarpsþættinum Eurovísir sem birtur er í dag. Páll Óskar var gestur í þættinum ásamt Jakobi Frímanni Magnússyni, tónlistarmanni og miðborgarstjóra. Líkt og alþjóð veit tók Páll Óskar þátt í söngvakeppninni fyrir Íslands hönd árið 1997. Hann vakti mikla athygli og jafnvel hægt að segja að hann hafi verið örlítið á undan sinni samtíð og breytt ásýnd keppninnar á vissan hátt með einstöku atriði sínu. Hann var klæddur í latex-buxur, skreyttur semelíusteinum, með augnskugga og tíu hringi á fingum sínum. Hann var ekki með neina hljóðfæraleikara né bakraddir heldur fjórar fáklæddar dansmeyjar og hvítan sófa sér til halds og trausts. Þrátt fyrir frábæra frammistöðu hafnaði hann í 20. sæti af 25 mögulegum með átján stig „Ég vissi allan tímann að þetta væri ekki sigurlag. Þetta er ekki lag sem fær þig til að rísa úr sætinu og klappa en ef ég myndi fara út í dag myndi ég fara út með „winner, ekki filler“. Þá væri ég að fara út til að bursta þessa keppni og þá yrði ég að fara út með lag sem myndi sigra mig strax frá fyrstu mínútu, fyrsta demói,“ sagði Páll Óskar í þættinum. Jakob Frímann sagðist sjálfur stefna á að verða fulltrúi Íslands á næstu árum, þó líklega í meira gríni en alvöru. Jakob hins vegar þekkir ýmsar hliðar keppninnar en hann hefur fjórum sinnum farið út sem kynnir. Hann fór út með Páli Óskari árið 1997 en Páll tók við kynna-kyndlinum að ári liðnu. Viðtalið við Eurovision-farana fyrrverandi má heyra í heild í spilaranum hér fyrir ofan. Í lok viðtalsins tekur Páll Óskar lagið sitt og Trausta Haraldssonar, Minn hinsti dans, á eftirminnilegan hátt. Ásgeir Ásgeirsson leikur undir.Eurovísir er nýtt vikulegt hlaðvarp á Vísi þar sem hitað verður upp fyrir Eurovision sem fram fer í Vínarborg í maí. Umsjónarmenn þáttarins eru Aðalsteinn Kjartansson og Sunna Karen Sigurþórsdóttir. Eurovision Eurovísir Mest lesið Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Snorri og Nadine eignuðust son Lífið Ástfangnar í fjörutíu ár Lífið Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Menning Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Lífið Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Lífið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Lífið Fleiri fréttir Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sjá meira
Páll Óskar Hjálmtýsson söngvari segist vel geta hugsað sér að taka aftur þátt í Eurovision, jafnvel að ári liðnu. Hann ætlar þó ekki að senda lag í undankeppnina fyrr en hann fær rétta lagið, sigurlagið eins og hann orðaði það, í hendurnar. Þetta kom fram í máli hans í nýja hlaðvarpsþættinum Eurovísir sem birtur er í dag. Páll Óskar var gestur í þættinum ásamt Jakobi Frímanni Magnússyni, tónlistarmanni og miðborgarstjóra. Líkt og alþjóð veit tók Páll Óskar þátt í söngvakeppninni fyrir Íslands hönd árið 1997. Hann vakti mikla athygli og jafnvel hægt að segja að hann hafi verið örlítið á undan sinni samtíð og breytt ásýnd keppninnar á vissan hátt með einstöku atriði sínu. Hann var klæddur í latex-buxur, skreyttur semelíusteinum, með augnskugga og tíu hringi á fingum sínum. Hann var ekki með neina hljóðfæraleikara né bakraddir heldur fjórar fáklæddar dansmeyjar og hvítan sófa sér til halds og trausts. Þrátt fyrir frábæra frammistöðu hafnaði hann í 20. sæti af 25 mögulegum með átján stig „Ég vissi allan tímann að þetta væri ekki sigurlag. Þetta er ekki lag sem fær þig til að rísa úr sætinu og klappa en ef ég myndi fara út í dag myndi ég fara út með „winner, ekki filler“. Þá væri ég að fara út til að bursta þessa keppni og þá yrði ég að fara út með lag sem myndi sigra mig strax frá fyrstu mínútu, fyrsta demói,“ sagði Páll Óskar í þættinum. Jakob Frímann sagðist sjálfur stefna á að verða fulltrúi Íslands á næstu árum, þó líklega í meira gríni en alvöru. Jakob hins vegar þekkir ýmsar hliðar keppninnar en hann hefur fjórum sinnum farið út sem kynnir. Hann fór út með Páli Óskari árið 1997 en Páll tók við kynna-kyndlinum að ári liðnu. Viðtalið við Eurovision-farana fyrrverandi má heyra í heild í spilaranum hér fyrir ofan. Í lok viðtalsins tekur Páll Óskar lagið sitt og Trausta Haraldssonar, Minn hinsti dans, á eftirminnilegan hátt. Ásgeir Ásgeirsson leikur undir.Eurovísir er nýtt vikulegt hlaðvarp á Vísi þar sem hitað verður upp fyrir Eurovision sem fram fer í Vínarborg í maí. Umsjónarmenn þáttarins eru Aðalsteinn Kjartansson og Sunna Karen Sigurþórsdóttir.
Eurovision Eurovísir Mest lesið Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Snorri og Nadine eignuðust son Lífið Ástfangnar í fjörutíu ár Lífið Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Menning Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Lífið Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Lífið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Lífið Fleiri fréttir Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sjá meira