Þar segir að umtalsverðar breytingar hafi verið gerðar á vöruhúsinu á Keflavíkurflugvelli. Vöruhúsið hafi verið stækkað um þúsund fermetra og er nú alls 6000 fermetrar af stærð. Öll stækkunin er hitastýrð til að koma til móts við gæðakröfur í matvælaflutningum.
„Með breytingunum er verið að mæta aukinni eftirspurn eftir flutningum á ferskvöru með flugi, svo sem innflutningi á grænmeti og útflutningi á sjávarafurðum. Gæðakröfur á flutningum ferskra matvæla eru mjög háar og með nýju kældu vinnurými í vöruhúsi verður kælikeðjan styrkt. Með þessu móti er hægt að tryggja betri þjónustu og mæta auknum frakt flutningum með farþegaflugi Icelandair um Keflavíkurflugvöll þar sem ferlar eru aðrir en með fraktvélum,“ segir í tilkynningunni.

Þannig eiga afköst vöruhússins að aukast til muna og afgreiðslutími helst stuttur þrátt fyrir aukningu í flutning og auknum öryggiskröfum yfirvalda.