Ertu að nota linsurnar rétt? Rikka skrifar 23. mars 2015 14:45 visir/getty Margir þeir sem að þurfa á gleraugum að halda nota einnig linsur samhliða gleraununum. Augun eru viðkvæmt svæði og ber því að fara varlega þegar kemur að linsunum. Það eru nokkur atriði sem hafa þarf ofarlega í huga við notkun linsanna.HreinlætiMikilvægt er að þvo hendur vandlega í hvert skipti sem linsur eru handfjatlaðar. Kynnið ykkur nákvæmlega leiðbeiningar um notkun á þeim vökvum sem á að nota. Skiptið um vökva í hvert sinn sem linsurnar eru notaðar. Einnig er mikilvægt að skipta reglulega um geymsluvökva þegar linsurnar eru ekki notaðar í lengri tíma.Linsur og veikindiEkki er mælt með því að nota linsur þegar flensa eða önnur veikindi gera vart við sig. Bakteríur og vírusar geta auðveldlega smitast í linsuboxið og aftur í augun þegar þú ert orðin frískur.NotkunartímiVarast skal að ofnota snertilinsur. Flest augu virðast þola 8-10 klukkustunda notkun daglega ef engin óþægindi gera vart við sig. Notið hvert linsupar ekki lengur en mælt er með, bíðið ekki eftir að linsan valdi óþægindum. Við langtímanotkun á snertilinsum er nauðsynlegt að fara á 1-2ja ára fresti til augnlæknis í eftirlitsskoðun. LinsuboxLinsubox ber að skipta um á 3.mánaða fresti og þess á milli þarf að þrífa það vel og vandlega. Heilsa Mest lesið Fleetwood Mac: Þegar eftirlíkingin verður betri en raunveruleikinn Gagnrýni Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Menning Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals Lífið Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Lífið Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Lífið Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Bíó og sjónvarp Gulli Helga tók yfir og Sindri beið á kantinum Lífið Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Seldist upp á einni mínútu Lífið
Margir þeir sem að þurfa á gleraugum að halda nota einnig linsur samhliða gleraununum. Augun eru viðkvæmt svæði og ber því að fara varlega þegar kemur að linsunum. Það eru nokkur atriði sem hafa þarf ofarlega í huga við notkun linsanna.HreinlætiMikilvægt er að þvo hendur vandlega í hvert skipti sem linsur eru handfjatlaðar. Kynnið ykkur nákvæmlega leiðbeiningar um notkun á þeim vökvum sem á að nota. Skiptið um vökva í hvert sinn sem linsurnar eru notaðar. Einnig er mikilvægt að skipta reglulega um geymsluvökva þegar linsurnar eru ekki notaðar í lengri tíma.Linsur og veikindiEkki er mælt með því að nota linsur þegar flensa eða önnur veikindi gera vart við sig. Bakteríur og vírusar geta auðveldlega smitast í linsuboxið og aftur í augun þegar þú ert orðin frískur.NotkunartímiVarast skal að ofnota snertilinsur. Flest augu virðast þola 8-10 klukkustunda notkun daglega ef engin óþægindi gera vart við sig. Notið hvert linsupar ekki lengur en mælt er með, bíðið ekki eftir að linsan valdi óþægindum. Við langtímanotkun á snertilinsum er nauðsynlegt að fara á 1-2ja ára fresti til augnlæknis í eftirlitsskoðun. LinsuboxLinsubox ber að skipta um á 3.mánaða fresti og þess á milli þarf að þrífa það vel og vandlega.
Heilsa Mest lesið Fleetwood Mac: Þegar eftirlíkingin verður betri en raunveruleikinn Gagnrýni Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Menning Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals Lífið Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Lífið Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Lífið Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Bíó og sjónvarp Gulli Helga tók yfir og Sindri beið á kantinum Lífið Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Seldist upp á einni mínútu Lífið