Volkswagen dregur úr starfsemi í Rússlandi Finnur Thorlacius skrifar 23. mars 2015 11:15 Frá verksmiðju Volkswagen í Rússlandi. Líkt og flestir aðrir bílaframleiðendur ætlar Volkswagen að draga verulega úr framleiðslu sinni í Rússlandi á næstunni, en Volkswagen er með næststærstu markaðshlutdeild allra bílaframleiðenda í Rússlandi. Volkswagen er með 11,3% bílamarkaðarins þar eystra en Renault-Nissan-AvtoVAZ er með 34,7%. Volkswagen framleiðir bílana Audi A6, A7, Q5 og Q7, ásamt VW Polo og Tiguan og Skoda Fabia og Octavia í verksmiðju sinni í Kaluga í Rússlandi. Þar ætlar Volkswagen að segja upp 150 manns og breyta vinnuvikunni úr 5 dögum í 4 og leggja niður störf 5.-8. maí og 12.-15. maí. Sala Volkswagen bílafjölskyldunnar minnkaði um 27% á fyrstu tveimur mánuðum ársins og þar á bæ er spáð 25% minnkandi sölu í ár. Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Innlent Fá engar bætur fyrir stolin bíl Innlent
Líkt og flestir aðrir bílaframleiðendur ætlar Volkswagen að draga verulega úr framleiðslu sinni í Rússlandi á næstunni, en Volkswagen er með næststærstu markaðshlutdeild allra bílaframleiðenda í Rússlandi. Volkswagen er með 11,3% bílamarkaðarins þar eystra en Renault-Nissan-AvtoVAZ er með 34,7%. Volkswagen framleiðir bílana Audi A6, A7, Q5 og Q7, ásamt VW Polo og Tiguan og Skoda Fabia og Octavia í verksmiðju sinni í Kaluga í Rússlandi. Þar ætlar Volkswagen að segja upp 150 manns og breyta vinnuvikunni úr 5 dögum í 4 og leggja niður störf 5.-8. maí og 12.-15. maí. Sala Volkswagen bílafjölskyldunnar minnkaði um 27% á fyrstu tveimur mánuðum ársins og þar á bæ er spáð 25% minnkandi sölu í ár.
Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Innlent Fá engar bætur fyrir stolin bíl Innlent