Eggert Gunnþór Jónsson lék allan leikinn fyrir Vestsjælland sem tapaði 0-1 fyrir Bröndby á heimavelli í dönsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag.
Eggert spilaði á miðjunni í dag en hann hefur leikið alla fimm leiki Vestsjælland eftir áramót.
Christian Nörgaard skoraði eina mark leiksins á 39. mínútu.
Hólmbert Aron Friðjónsson var ekki í leikmannahópi Bröndby sem er í 4. sæti deildarinnar með 34 stig.
Vestsjælland er hins vegar í 11. og næstneðsta sæti, 10 stigum frá öruggu sæti.
