Fjögur unnu tvö gull á einstökum áhöldum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. mars 2015 16:51 Íslandsmeistarar í öllum flokkum. Mynd/Fimleikasamband Íslands Það voru margir margfaldir Íslandsmeistarar á stórglæsilegu Íslandsmóti í áhaldafimleikum sem fram fór um helgina í Laugabóli í umsjón Fimleikadeildar Ármanns. Norma Dögg Róbertsdóttir úr Gerplu, Valgarð Reinhardsson úr Gerplu, Jón Sigurður Gunnarsson úr Ármanni og Bjarki Ásgeirsson úr Ármanni unnu öll tvö áhöld þegar keppt var á þeim í dag. Í gær fór fram keppni í fjölþraut, en í henni er keppt á fjórum áhöldum í kvennaflokki og sex áhöldum í karlaflokki. Í dag var keppt í úrslitum á einstökum áhöldum. Keppt er í flokki fullorðina og unglinga. Íslandsmeistari kvenna varð Thelma Rut Hermannsdóttir með 79,350 sem með sigrinum skráði nafn sitt í sögubækurnar, þar sem hún er nú orðin sigursælasta fimleikakona Íslands frá upphafi með 6 Íslandsmeistara titla. Þar með náði hún metinu af Berglindi Pétursdóttur og Sif Pálsdóttur sem áður deildu metinu með Thelmu Rut. Íslandsmeistari karla varð Valgarð Reinhardsson, með 79,400 stig en hann sigraði með yfirburðum. Valgarð býr og æfir í Kanada og greinilegt er að þessi ungi fimleikamaður sem er ekki nema 18 ára á framtíðina fyrir sér. Íslandsmeistarar unglinga urðu svo Aron Freyr Axelsson, Ármanni með 68,550 stig og Nanna Guðmundsdóttir, Gróttu með 48,900 stig Í keppni á einstökum áhöldum kvennamegin vann Norma Dögg Róbertsdóttir, Gerplu á tveimur áhöldum, stökki og slá. Dominiqua Alma Belányi, Ármanni sigrði á tvíslá, Thelma Rut Hermannsdóttir, Gerplu á gólfi. Í karlaflokki sigraði Valgarð Reinhardsson, Gerplu á tveimur áhöldum, gólfi og tvíslá. Jón Sigurður Gunnarsson varð einnig í fyrsta sæti á tvíslá en Jón Sigurður vann einnig í keppni á svifrá. Bjarki Ásgeirsson, Ármanni, sigraði svo líka á tveimur áhöldum, bogahesti og á hringjum. Hrannar Jónsson varð síðan Íslandsmeistari í stökki. Í unglingaflokki kvenna sigraði Nanna Guðmundsdóttir, Gróttu á stökki og gólfi. Fjóla Rún Þorsteinsdóttir, Fylki sigraði á tvíslá og Thelma Aðalsteinsdóttir, Gerplu á slá. Í unglingaflokki karla sigraði Aron Freyr Axelsson, Ármanni á gólfi, bogahesti og svifrá. Stefán Ingvarsson sigraði á hringjum og á tvíslá. Saman í fyrsta sæti á stökki voru svo Martin Bjarni Guðmundsson, Gerplu og Sævar Ingi Sigurðarson, Gerplu. Íþróttir Mest lesið Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Fótbolti Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Íslenski boltinn Í beinni: Ísland - Aserbaísjan | Fyrsti leikur í undankeppni HM Fótbolti Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Fótbolti Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Körfubolti Levy var neyddur til að hætta Enski boltinn Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Enski boltinn Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Fótbolti Fleiri fréttir 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Í beinni: Ísland - Aserbaísjan | Fyrsti leikur í undankeppni HM Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Stjörnurnar skrifuðu allar á hausinn á smábarni Halda maraþonhlaup ellefu hundruð metrum undir sjávarmáli Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ Tyson og Mayweather mætast á næsta ári „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Levy var neyddur til að hætta Rekinn af velli eftir aðeins sex sekúndur af NFL tímabilinu Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Dagskráin í dag: Undankeppni fyrir HM 2026 hefst á Laugardalsvelli Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Myndir frá endalokum Íslands á EM Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Sjá meira
Það voru margir margfaldir Íslandsmeistarar á stórglæsilegu Íslandsmóti í áhaldafimleikum sem fram fór um helgina í Laugabóli í umsjón Fimleikadeildar Ármanns. Norma Dögg Róbertsdóttir úr Gerplu, Valgarð Reinhardsson úr Gerplu, Jón Sigurður Gunnarsson úr Ármanni og Bjarki Ásgeirsson úr Ármanni unnu öll tvö áhöld þegar keppt var á þeim í dag. Í gær fór fram keppni í fjölþraut, en í henni er keppt á fjórum áhöldum í kvennaflokki og sex áhöldum í karlaflokki. Í dag var keppt í úrslitum á einstökum áhöldum. Keppt er í flokki fullorðina og unglinga. Íslandsmeistari kvenna varð Thelma Rut Hermannsdóttir með 79,350 sem með sigrinum skráði nafn sitt í sögubækurnar, þar sem hún er nú orðin sigursælasta fimleikakona Íslands frá upphafi með 6 Íslandsmeistara titla. Þar með náði hún metinu af Berglindi Pétursdóttur og Sif Pálsdóttur sem áður deildu metinu með Thelmu Rut. Íslandsmeistari karla varð Valgarð Reinhardsson, með 79,400 stig en hann sigraði með yfirburðum. Valgarð býr og æfir í Kanada og greinilegt er að þessi ungi fimleikamaður sem er ekki nema 18 ára á framtíðina fyrir sér. Íslandsmeistarar unglinga urðu svo Aron Freyr Axelsson, Ármanni með 68,550 stig og Nanna Guðmundsdóttir, Gróttu með 48,900 stig Í keppni á einstökum áhöldum kvennamegin vann Norma Dögg Róbertsdóttir, Gerplu á tveimur áhöldum, stökki og slá. Dominiqua Alma Belányi, Ármanni sigrði á tvíslá, Thelma Rut Hermannsdóttir, Gerplu á gólfi. Í karlaflokki sigraði Valgarð Reinhardsson, Gerplu á tveimur áhöldum, gólfi og tvíslá. Jón Sigurður Gunnarsson varð einnig í fyrsta sæti á tvíslá en Jón Sigurður vann einnig í keppni á svifrá. Bjarki Ásgeirsson, Ármanni, sigraði svo líka á tveimur áhöldum, bogahesti og á hringjum. Hrannar Jónsson varð síðan Íslandsmeistari í stökki. Í unglingaflokki kvenna sigraði Nanna Guðmundsdóttir, Gróttu á stökki og gólfi. Fjóla Rún Þorsteinsdóttir, Fylki sigraði á tvíslá og Thelma Aðalsteinsdóttir, Gerplu á slá. Í unglingaflokki karla sigraði Aron Freyr Axelsson, Ármanni á gólfi, bogahesti og svifrá. Stefán Ingvarsson sigraði á hringjum og á tvíslá. Saman í fyrsta sæti á stökki voru svo Martin Bjarni Guðmundsson, Gerplu og Sævar Ingi Sigurðarson, Gerplu.
Íþróttir Mest lesið Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Fótbolti Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Íslenski boltinn Í beinni: Ísland - Aserbaísjan | Fyrsti leikur í undankeppni HM Fótbolti Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Fótbolti Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Körfubolti Levy var neyddur til að hætta Enski boltinn Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Enski boltinn Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Fótbolti Fleiri fréttir 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Í beinni: Ísland - Aserbaísjan | Fyrsti leikur í undankeppni HM Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Stjörnurnar skrifuðu allar á hausinn á smábarni Halda maraþonhlaup ellefu hundruð metrum undir sjávarmáli Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ Tyson og Mayweather mætast á næsta ári „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Levy var neyddur til að hætta Rekinn af velli eftir aðeins sex sekúndur af NFL tímabilinu Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Dagskráin í dag: Undankeppni fyrir HM 2026 hefst á Laugardalsvelli Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Myndir frá endalokum Íslands á EM Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Sjá meira
Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn