Beið á meðan aðalkeppinauturinn stóð aftur upp Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. mars 2015 08:00 Sævar Birgisson. Vísir/Ernir Sævar Birgisson varð í gær Íslandsmeistari í sprettgöngu á Skíðamóti Íslands eins og Elsa Guðrún Jónsdóttir en hann mætti líka fá aukaverðlaun fyrir drengskap. Skíðamót Íslands fer fram þessa dagana á Dalvík og Ólafsfirði. Sprettgangan fór fram á Ólafsfirði, en brautin var hringinn í kringum tjörnina í miðbæ Ólafsfjarðar. Hringurinn var um 500 metra langur og gengu konurnar tvo hringa og karlarnir gengu þrjá hringi. Aðstæður voru nokkuð erfiðar en brautin var blaut og þung. Landsliðsmennirnir Sævar Birgisson og Brynjar Leó Kristinsson börðust um gullið í sprettgöngunni og Morgunblaðið segir frá drengilegri framgöngu Sævars í dag. Brynjar Leó var fremstur þegar kom að síðasta hring en datt í síðustu brekkunni sem gaf Sævari tækifærið á að vinna örugglega. „Ég stoppaði og beið eftir honum og svo tókum við endasprett. Ég hafði það ekki í mér að fara bara fram úr honum og í mark. Það er ekkert gaman að vinna þannig," sagði Sævar við Morgunblaðið. Í kvennaflokki sigraði Elsa Guðrún nokkuð sannfærandi, en Jónína Kristjánsdóttir endaði í öðru sætinu. Í þriðja sæti varð Svava Jónsdóttir, en hún er einmitt systir Elsu Guðrúnar. Allar koma þær frá Ólafsfirði.Úrslit í sprettgöngu kvenna: 1. Elsa Guðrún Jónsdóttir - Skíðafélag Ólafsfjarðar - 04:01 2. Jónína Kristjánsdóttir - Skíðafélag Ólafsfjarðar - 04:12 3. Svava Jónsdóttir - Skíðafélag Ólafsfjarðar - 04:31Úrslit í sprettgöngu karla: 1. Sævar Birgisson - Skíðafélag Ólafsfjarðar - 04:35 2. Brynjar Leó Kristinsson - Skíðafélag Akureyrar - 04:39 3. Dagur Benediktsson - Skíðafélag Ísafjarðar - 04:58 Íþróttir Mest lesið „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Fótbolti Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Handbolti Dagskráin í dag: Lengjubikar kvenna, úrvalsdeildin í keilu og NBA Sport Fleiri fréttir „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar „Við þurfum annan titil“ Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum „Við vorum yfirspenntar“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Sjá meira
Sævar Birgisson varð í gær Íslandsmeistari í sprettgöngu á Skíðamóti Íslands eins og Elsa Guðrún Jónsdóttir en hann mætti líka fá aukaverðlaun fyrir drengskap. Skíðamót Íslands fer fram þessa dagana á Dalvík og Ólafsfirði. Sprettgangan fór fram á Ólafsfirði, en brautin var hringinn í kringum tjörnina í miðbæ Ólafsfjarðar. Hringurinn var um 500 metra langur og gengu konurnar tvo hringa og karlarnir gengu þrjá hringi. Aðstæður voru nokkuð erfiðar en brautin var blaut og þung. Landsliðsmennirnir Sævar Birgisson og Brynjar Leó Kristinsson börðust um gullið í sprettgöngunni og Morgunblaðið segir frá drengilegri framgöngu Sævars í dag. Brynjar Leó var fremstur þegar kom að síðasta hring en datt í síðustu brekkunni sem gaf Sævari tækifærið á að vinna örugglega. „Ég stoppaði og beið eftir honum og svo tókum við endasprett. Ég hafði það ekki í mér að fara bara fram úr honum og í mark. Það er ekkert gaman að vinna þannig," sagði Sævar við Morgunblaðið. Í kvennaflokki sigraði Elsa Guðrún nokkuð sannfærandi, en Jónína Kristjánsdóttir endaði í öðru sætinu. Í þriðja sæti varð Svava Jónsdóttir, en hún er einmitt systir Elsu Guðrúnar. Allar koma þær frá Ólafsfirði.Úrslit í sprettgöngu kvenna: 1. Elsa Guðrún Jónsdóttir - Skíðafélag Ólafsfjarðar - 04:01 2. Jónína Kristjánsdóttir - Skíðafélag Ólafsfjarðar - 04:12 3. Svava Jónsdóttir - Skíðafélag Ólafsfjarðar - 04:31Úrslit í sprettgöngu karla: 1. Sævar Birgisson - Skíðafélag Ólafsfjarðar - 04:35 2. Brynjar Leó Kristinsson - Skíðafélag Akureyrar - 04:39 3. Dagur Benediktsson - Skíðafélag Ísafjarðar - 04:58
Íþróttir Mest lesið „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Fótbolti Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Handbolti Dagskráin í dag: Lengjubikar kvenna, úrvalsdeildin í keilu og NBA Sport Fleiri fréttir „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar „Við þurfum annan titil“ Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum „Við vorum yfirspenntar“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Sjá meira