AFS: „Hér starfa femínistar og þetta eru bara vangaveltur“ Birgir Olgeirsson skrifar 31. mars 2015 14:20 Adda Þ. Smáradóttir. Vísir/Twitter „Við styðjum þetta heilshugar og okkur finnst hún flott fyrirmynd,“ segir Jóna Fanney Friðriksdóttir, framkvæmdastjóri AFS á Íslandi, um Öddu Þóreyjardóttur Smáradóttur, upphafsmanneskju #freethenipple-átaksins á Íslandi en henni var nýverið meinað um skiptinám í Kosta Ríka. Adda hafði greint frá því á vef Morgunblaðsins að hún væri á leið til skiptináms í Kosta Ríka og sagði að átak líkt og #freethenipple, þar sem konur hafa birt myndir af brjóstum sínum á netinu, geta komið í veg fyrir skiptinámið. Hafði hún til að mynda fjarlægt mynd af Twitter eftir að henni var bent á að myndbirtingin gæti komið í veg fyrir fyrirhugað skiptinám. Hún fékk nýverið synjun á skiptinám í Kosta Ríka og er ástæðan sögð frjókornaofnæmi hennar. Hún sagði í samtali við Ríkisútvarpið í dag að hún teldi myndbirtinguna spila þar inn í. Jóna Fanney segir það ekki vera ástæðuna fyrir því að Adda fékk synjun á skiptinámið. „Henni var hafnað af læknisfræðilegum ástæðum í Kosta Ríka, þeir eru mjög strangir þar. Við buðum henni Bólivíu eða Perú í staðinn en hún afþakkaði það,“ segir Jóna Fanney.Styðja átakið Hún ítrekar að að AFS á Íslandi styður #freethenipple-átakið. „Í fyrsta lagi vil ég taka fram að AFS á Íslandi styður #freethenipple-átakið. Hér starfa femínistar og þetta eru bara vangaveltur,“ segir Jóna Fanney um þær vangaveltur að Öddu hefði verið synjað um skiptinám sökum myndbirtingarinnar á Twitter. Aðspurð hvort að slík myndbirting gæti hins vegar haft áhrif í möguleika fólks til skiptináms í öðrum löndum þar sem eru önnur viðmið en á Íslandi svara Jóna Fanney: „Við getum ekki ákveðið hvað eru rétt viðmið. Svo vitum við ekki hvernig annar heimshluti horfi á þetta, það er samt ekki ástæðan en það getur vel verið, hver veit, að það hefði orðið ástæðan. En þetta er ekki ástæðan, þetta var komið upp áður.“Vilja byltingarfólk Almannatengillinn Andrés Jónsson situr í stjórn AFS Á íslandi en hann segist á Facebook geta sagt með vissu að #freethenipple-átakið hefði ekki haft áhrif á skiptinám Öddu í Kostaríka.Leiðinlegt að heyra að Kosta-Ríka hafi ekki valið Öddu. Get þó sagt með vissu, verandi stjórnarmaður í AFS á Íslandi, að...Posted by Andres Jonsson on Tuesday, March 31, 2015 #FreeTheNipple Tengdar fréttir „Við erum að gengisfella hefndarklám“ Ísland í dag fjallaði um Free the Nipple-daginn. 26. mars 2015 23:01 Geirvörtusundið í Laugardal: Um þúsund manns mættu í Laugardalslaugina Starfsmenn Laugardalslaugar áætla að frá klukkan 20 hafi laugargestir talið um þúsund. Skipuleggjendur viðburðarins eru himinlifandi með hvernig til tókst. 29. mars 2015 22:58 Geirvörtusundferð í Laugardalslaug í kvöld: „Nú er komið nóg og nú segjum við stopp“ Karen Björk Eyþórsdóttir, einn skipuleggjenda sundferðarinnar, segir að ferðin í Laugardalslaug sem farin var á fimmtudaginn hafi verið skyndiákvörðun en að "aðalbomban“ verði nú í kvöld. 29. mars 2015 18:27 Íslenskar geirvörtur vekja athygli ytra Átakið Free The Nipple hefur vakið mikla eftirtekt. 30. mars 2015 22:22 Beraði brjóstin á b5: Biggi lögga gekk „vandræðalegur“ í burtu „Ég setti reyndar ekki mynd af mér á netið, þorði því ekki, en studdi átakið heilshugar. Ég held ég hafi sýnt það í verki,“ segir Jónína Birgisdóttir. 30. mars 2015 10:00 Mest lesið Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Veður Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Fleiri fréttir Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Sjá meira
„Við styðjum þetta heilshugar og okkur finnst hún flott fyrirmynd,“ segir Jóna Fanney Friðriksdóttir, framkvæmdastjóri AFS á Íslandi, um Öddu Þóreyjardóttur Smáradóttur, upphafsmanneskju #freethenipple-átaksins á Íslandi en henni var nýverið meinað um skiptinám í Kosta Ríka. Adda hafði greint frá því á vef Morgunblaðsins að hún væri á leið til skiptináms í Kosta Ríka og sagði að átak líkt og #freethenipple, þar sem konur hafa birt myndir af brjóstum sínum á netinu, geta komið í veg fyrir skiptinámið. Hafði hún til að mynda fjarlægt mynd af Twitter eftir að henni var bent á að myndbirtingin gæti komið í veg fyrir fyrirhugað skiptinám. Hún fékk nýverið synjun á skiptinám í Kosta Ríka og er ástæðan sögð frjókornaofnæmi hennar. Hún sagði í samtali við Ríkisútvarpið í dag að hún teldi myndbirtinguna spila þar inn í. Jóna Fanney segir það ekki vera ástæðuna fyrir því að Adda fékk synjun á skiptinámið. „Henni var hafnað af læknisfræðilegum ástæðum í Kosta Ríka, þeir eru mjög strangir þar. Við buðum henni Bólivíu eða Perú í staðinn en hún afþakkaði það,“ segir Jóna Fanney.Styðja átakið Hún ítrekar að að AFS á Íslandi styður #freethenipple-átakið. „Í fyrsta lagi vil ég taka fram að AFS á Íslandi styður #freethenipple-átakið. Hér starfa femínistar og þetta eru bara vangaveltur,“ segir Jóna Fanney um þær vangaveltur að Öddu hefði verið synjað um skiptinám sökum myndbirtingarinnar á Twitter. Aðspurð hvort að slík myndbirting gæti hins vegar haft áhrif í möguleika fólks til skiptináms í öðrum löndum þar sem eru önnur viðmið en á Íslandi svara Jóna Fanney: „Við getum ekki ákveðið hvað eru rétt viðmið. Svo vitum við ekki hvernig annar heimshluti horfi á þetta, það er samt ekki ástæðan en það getur vel verið, hver veit, að það hefði orðið ástæðan. En þetta er ekki ástæðan, þetta var komið upp áður.“Vilja byltingarfólk Almannatengillinn Andrés Jónsson situr í stjórn AFS Á íslandi en hann segist á Facebook geta sagt með vissu að #freethenipple-átakið hefði ekki haft áhrif á skiptinám Öddu í Kostaríka.Leiðinlegt að heyra að Kosta-Ríka hafi ekki valið Öddu. Get þó sagt með vissu, verandi stjórnarmaður í AFS á Íslandi, að...Posted by Andres Jonsson on Tuesday, March 31, 2015
#FreeTheNipple Tengdar fréttir „Við erum að gengisfella hefndarklám“ Ísland í dag fjallaði um Free the Nipple-daginn. 26. mars 2015 23:01 Geirvörtusundið í Laugardal: Um þúsund manns mættu í Laugardalslaugina Starfsmenn Laugardalslaugar áætla að frá klukkan 20 hafi laugargestir talið um þúsund. Skipuleggjendur viðburðarins eru himinlifandi með hvernig til tókst. 29. mars 2015 22:58 Geirvörtusundferð í Laugardalslaug í kvöld: „Nú er komið nóg og nú segjum við stopp“ Karen Björk Eyþórsdóttir, einn skipuleggjenda sundferðarinnar, segir að ferðin í Laugardalslaug sem farin var á fimmtudaginn hafi verið skyndiákvörðun en að "aðalbomban“ verði nú í kvöld. 29. mars 2015 18:27 Íslenskar geirvörtur vekja athygli ytra Átakið Free The Nipple hefur vakið mikla eftirtekt. 30. mars 2015 22:22 Beraði brjóstin á b5: Biggi lögga gekk „vandræðalegur“ í burtu „Ég setti reyndar ekki mynd af mér á netið, þorði því ekki, en studdi átakið heilshugar. Ég held ég hafi sýnt það í verki,“ segir Jónína Birgisdóttir. 30. mars 2015 10:00 Mest lesið Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Veður Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Fleiri fréttir Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Sjá meira
„Við erum að gengisfella hefndarklám“ Ísland í dag fjallaði um Free the Nipple-daginn. 26. mars 2015 23:01
Geirvörtusundið í Laugardal: Um þúsund manns mættu í Laugardalslaugina Starfsmenn Laugardalslaugar áætla að frá klukkan 20 hafi laugargestir talið um þúsund. Skipuleggjendur viðburðarins eru himinlifandi með hvernig til tókst. 29. mars 2015 22:58
Geirvörtusundferð í Laugardalslaug í kvöld: „Nú er komið nóg og nú segjum við stopp“ Karen Björk Eyþórsdóttir, einn skipuleggjenda sundferðarinnar, segir að ferðin í Laugardalslaug sem farin var á fimmtudaginn hafi verið skyndiákvörðun en að "aðalbomban“ verði nú í kvöld. 29. mars 2015 18:27
Íslenskar geirvörtur vekja athygli ytra Átakið Free The Nipple hefur vakið mikla eftirtekt. 30. mars 2015 22:22
Beraði brjóstin á b5: Biggi lögga gekk „vandræðalegur“ í burtu „Ég setti reyndar ekki mynd af mér á netið, þorði því ekki, en studdi átakið heilshugar. Ég held ég hafi sýnt það í verki,“ segir Jónína Birgisdóttir. 30. mars 2015 10:00