Formúla 1 fyrir konur Finnur Thorlacius skrifar 31. mars 2015 09:35 Susie Wolff er reynsluökumaður hjá Formúlu 1 liði Williams. Bernie Ecclestone, eigandi Formúlu 1 mótaraðarinnar, hefur mikinn áhuga á því að efna til sérstakrar mótaraðar í Formúlu 1 þar sem eingöngu kvenfólk yrðu ökumenn. Ecclestone telur að hvorki muni vanta áhorfendurna, auglýsingarnar eða styrktaraðilana fyrir slíka mótaröð. Ecclestone sér það fyrir sér að keppni kvenökumannanna færi fram á undan keppni karlökumannanna á sunnudögum. Eini vandinn sem hinn 84 ára eigandi Formúlu 1 sér við þessa hugmynd sína sé fólgin í því að fá nógu marga hæfa kvenökumenn til að halda úti heilli mótaröð. Ekki er mikið um kvenfólk sem keppir í þeim hraðakstursmótaröðum sem nú er keppt í í heiminum og enginn keppandi í Formúlu 1 er kvenkyns. Susie Wolff er 32 ára reynsluaksturmaður hjá Williams liðinu og hún hefur alla ævi keppt við karlmenn, meðal annars í Formúlu 3 keppnisröðinni. Carmen Jorda keppir fyrir Lotus í GP3 mótaröðinni og hin bandaríska Danica Patrick hefur lengi keppt í Nascar mótaröðinni vestanhafs og hún hefur margsinnis verið talin líkleg sem Formúlu 1 ökumaður. Nokkur þekkt önnur nöfn í röðum kvenökumanna hafa verið nefnd til sögunnar sem líklegir ökumenn ef af Formúlu 1 meðal kvenna yrði, þar á meðal Rahel Frey, Sarah Fisher, Pippa Mann, Natacha Gachnang og Maria de Villota. Mest lesið Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent Vill losna við tálma úr vegi sínum Erlent „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ Innlent Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Erlent Ekki púað á Snorra Innlent Segir hafa verið njósnað um son hans Innlent
Bernie Ecclestone, eigandi Formúlu 1 mótaraðarinnar, hefur mikinn áhuga á því að efna til sérstakrar mótaraðar í Formúlu 1 þar sem eingöngu kvenfólk yrðu ökumenn. Ecclestone telur að hvorki muni vanta áhorfendurna, auglýsingarnar eða styrktaraðilana fyrir slíka mótaröð. Ecclestone sér það fyrir sér að keppni kvenökumannanna færi fram á undan keppni karlökumannanna á sunnudögum. Eini vandinn sem hinn 84 ára eigandi Formúlu 1 sér við þessa hugmynd sína sé fólgin í því að fá nógu marga hæfa kvenökumenn til að halda úti heilli mótaröð. Ekki er mikið um kvenfólk sem keppir í þeim hraðakstursmótaröðum sem nú er keppt í í heiminum og enginn keppandi í Formúlu 1 er kvenkyns. Susie Wolff er 32 ára reynsluaksturmaður hjá Williams liðinu og hún hefur alla ævi keppt við karlmenn, meðal annars í Formúlu 3 keppnisröðinni. Carmen Jorda keppir fyrir Lotus í GP3 mótaröðinni og hin bandaríska Danica Patrick hefur lengi keppt í Nascar mótaröðinni vestanhafs og hún hefur margsinnis verið talin líkleg sem Formúlu 1 ökumaður. Nokkur þekkt önnur nöfn í röðum kvenökumanna hafa verið nefnd til sögunnar sem líklegir ökumenn ef af Formúlu 1 meðal kvenna yrði, þar á meðal Rahel Frey, Sarah Fisher, Pippa Mann, Natacha Gachnang og Maria de Villota.
Mest lesið Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent Vill losna við tálma úr vegi sínum Erlent „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ Innlent Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Erlent Ekki púað á Snorra Innlent Segir hafa verið njósnað um son hans Innlent