Óskar Bjarni: Einn erfiðasti vetur minn sem þjálfari Eiríkur Stefán Ásgeirsson í Mýrinni skrifar 30. mars 2015 22:04 Valsmenn fagna deildarmeistaratitlinum í kvöld og Óskar lætur í sér heyra á hliðarlínunni. vísir/valli „Stjörnumenn voru betri og beittari í seinni hálfleik. Það sást að þeir voru að berjast fyrir lífi sínu og þeir eru allt of góðir til að fara niður um deild,“ sagði Óskar Bjarni Óskarsson, þjálfari Vals, eftir sigur sinna manna á Stjörnunni í kvöld, en hann tryggði Val jafnframt deildarmeistaratitilinn. „En þetta tókst. Það var bikarstemning yfir þessum leik en við áttum reyndar svo leik inni á fimmtudaginn og það var óþægilegt að vita til þess að við gætum klárað þetta í þeim leik,“ segir hann. „Ég er stoltur af liðinu. Þessi vetur hefur verið eins og við vitum. Það er búið að skipta tvisvar um þjálfara og við erum að byggja á góðum grunni frá bæði Óla og Jóni og finnst mér að strákarnir hafa gengið í gegnum margt og náð að klára mjög erfiða deild.“ Óskar Bjarni segir að deildin í vetur hafi verið afar jöfn og sterk og að það sé ekki auðvelt að fara í gegnum þrefalda umferð gegn svo mörgum sterkum andstæðingum. „Það er í raun alveg ótrúlegt að lið eins og Fram og Stjarnan hafi verið að berjast í neðri hlutanum.“ Hann reiknar með því að lið eins og ÍR, Haukar og Akureyri komi af miklum krafti inn í úrslitakeppnina sem verði spennandi, rétt eins og deildarkeppnin var. „Ég held að þetta verði algjör veisla og að það verði mjög erfitt að segja til um hvaða lið muni taka titilinn.“ Óskar Bjarni viðurkennir svo að veturinn hafi verið erfiður fyrir sig en hann átti ekki von á því að taka við karlaliði Vals skömmu fyrir tímabilið. „Þetta er einn erfiðasti vetur sem ég hef upplifað sem þjálfari. Álagið hefur verið mikið og er ég bæði konunni minni og fjölskyldu afar þakklátur, enda var ég líka að þjálfa kvennaliðið.“ „Ég tek smá frí fyrri hluta dagsins á morgun og svo kem ég ferskur inn í úrslitakeppnina. En það var yndislegt að vinna þetta enda mjög stór og góður bikar. Ég er stoltur af mér og strákunum.“ Olís-deild karla Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Fótbolti Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Enski boltinn Fleiri fréttir Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Teitur inn í landsliðið Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið Sjá meira
„Stjörnumenn voru betri og beittari í seinni hálfleik. Það sást að þeir voru að berjast fyrir lífi sínu og þeir eru allt of góðir til að fara niður um deild,“ sagði Óskar Bjarni Óskarsson, þjálfari Vals, eftir sigur sinna manna á Stjörnunni í kvöld, en hann tryggði Val jafnframt deildarmeistaratitilinn. „En þetta tókst. Það var bikarstemning yfir þessum leik en við áttum reyndar svo leik inni á fimmtudaginn og það var óþægilegt að vita til þess að við gætum klárað þetta í þeim leik,“ segir hann. „Ég er stoltur af liðinu. Þessi vetur hefur verið eins og við vitum. Það er búið að skipta tvisvar um þjálfara og við erum að byggja á góðum grunni frá bæði Óla og Jóni og finnst mér að strákarnir hafa gengið í gegnum margt og náð að klára mjög erfiða deild.“ Óskar Bjarni segir að deildin í vetur hafi verið afar jöfn og sterk og að það sé ekki auðvelt að fara í gegnum þrefalda umferð gegn svo mörgum sterkum andstæðingum. „Það er í raun alveg ótrúlegt að lið eins og Fram og Stjarnan hafi verið að berjast í neðri hlutanum.“ Hann reiknar með því að lið eins og ÍR, Haukar og Akureyri komi af miklum krafti inn í úrslitakeppnina sem verði spennandi, rétt eins og deildarkeppnin var. „Ég held að þetta verði algjör veisla og að það verði mjög erfitt að segja til um hvaða lið muni taka titilinn.“ Óskar Bjarni viðurkennir svo að veturinn hafi verið erfiður fyrir sig en hann átti ekki von á því að taka við karlaliði Vals skömmu fyrir tímabilið. „Þetta er einn erfiðasti vetur sem ég hef upplifað sem þjálfari. Álagið hefur verið mikið og er ég bæði konunni minni og fjölskyldu afar þakklátur, enda var ég líka að þjálfa kvennaliðið.“ „Ég tek smá frí fyrri hluta dagsins á morgun og svo kem ég ferskur inn í úrslitakeppnina. En það var yndislegt að vinna þetta enda mjög stór og góður bikar. Ég er stoltur af mér og strákunum.“
Olís-deild karla Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Fótbolti Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Enski boltinn Fleiri fréttir Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Teitur inn í landsliðið Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið Sjá meira