Hafa tífaldað notkun notaðra bílavarahluta Kristján Már Unnarsson skrifar 30. mars 2015 21:08 Umbreyting bílapartasölu yfir í umhverfisvæna endurvinnslu varð til þess að endurnýtingarhlutfall bílavarahluta tífaldaðist hérlendis á skömmum tíma. Þessu kynntumst við í fyrirtæki á jörðinni Byggðarhorni skammt sunnan við Selfoss. Það heyrðust reyndar efasemdir í sveitinni um að starfsemi sem þessi ætti heima í landbúnaðarhéraði eins og Flóanum en hjónin Aðalheiður Jacobsen og Sigurður Örn Sigurðsson reka þar fyrirtækið Netparta þar sem starfa tíu manns. Aðalheiður kveðst vel skilja fólk sem sjái fyrir sér gamla Vökuportið, með drasli og bílahaugum, að vilja ekki hafa slíkt í bakgarðinum hjá sér, og það vilji hún heldur ekki sjálf. „Þessvegna höfum við alveg frá byrjun hugsað þetta þannig að þetta sé umhverfisvæn endurvinnsla,“ segir Aðalheiður, sem er framkvæmdastjóri Netparta ehf. Þangað koma nýlegir bílar sem lent hafa í tjóni og verið dæmdir ónýtir til niðurrifs. Þótt burðargrindin hafi skemmst illa er venjulega ógrynni hluta úr hverjum bíl sem nýta má aftur.Bílar sem dæmdir hafa verið ónýtir eftir árekstur eða bílveltu fara í endurvinnslu í fyrirtækinu Netpörtum og heilir hlutir endurnýttir sem varahlutir.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Aðalheiður segir að fyrir fáum árum hafi hlutfall notaðra varahluta verið um eitt prósent hérlendis en í samstarfi við tryggingafélög hafi markmiðið verið sett að ná hlutfallinu upp í tíu prósent, sem er sama hlutfall og á hinum Norðurlöndunum. „Við vorum ótrúlega fljót. Við vorum komin í það hlutfall strax árið 2012." Eiginmaðurinn Sigurður byrjaði í bílapartabransanum fyrir þrjátíu árum en Aðaheiður segist hafa þurft að fá hann til að hugsa þetta upp á nýtt. „Það var svolítið erfitt að fá hann til að breyta hugsuninni.“ Nú er hver einasti hlutur flokkaður eftir nýju kerfi, rækilega merktur og skráður í tölvukerfi. Metnaður er lagður í umhverfisþáttinn og olíugildrur eiga að grípa spilliefni. Enginn olíudropi má sleppa út í Flóann. „Hann á ekki að gera það. Þetta er okkar land og við búum hérna rétt hjá þannig að við kærum okkur ekki um það,“ segir Sigurður Örn. Og nú er unnið að því að fá umhverfisvottun. „Við ætlum að vera fyrsta umhverfisvæna endurvinnslan á Suðurlandi,“ segir Aðalheiður. Í þættinum „Um land allt“ á Stöð 2 í kvöld, þriðjudagskvöld, klukkan 19.20, verður fjallað um starfsemi þessa fyrirtækis og fleiri í Flóanum sem fást við málmiðnað með ólíkum hætti. Árborg Bensín og olía Um land allt Mest lesið Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Viðskipti innlent Bretar fyrstir til að semja við Trump Viðskipti erlent Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Viðskipti innlent Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Viðskipti innlent Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Viðskipti innlent Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Viðskipti innlent Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Sjá meira
Umbreyting bílapartasölu yfir í umhverfisvæna endurvinnslu varð til þess að endurnýtingarhlutfall bílavarahluta tífaldaðist hérlendis á skömmum tíma. Þessu kynntumst við í fyrirtæki á jörðinni Byggðarhorni skammt sunnan við Selfoss. Það heyrðust reyndar efasemdir í sveitinni um að starfsemi sem þessi ætti heima í landbúnaðarhéraði eins og Flóanum en hjónin Aðalheiður Jacobsen og Sigurður Örn Sigurðsson reka þar fyrirtækið Netparta þar sem starfa tíu manns. Aðalheiður kveðst vel skilja fólk sem sjái fyrir sér gamla Vökuportið, með drasli og bílahaugum, að vilja ekki hafa slíkt í bakgarðinum hjá sér, og það vilji hún heldur ekki sjálf. „Þessvegna höfum við alveg frá byrjun hugsað þetta þannig að þetta sé umhverfisvæn endurvinnsla,“ segir Aðalheiður, sem er framkvæmdastjóri Netparta ehf. Þangað koma nýlegir bílar sem lent hafa í tjóni og verið dæmdir ónýtir til niðurrifs. Þótt burðargrindin hafi skemmst illa er venjulega ógrynni hluta úr hverjum bíl sem nýta má aftur.Bílar sem dæmdir hafa verið ónýtir eftir árekstur eða bílveltu fara í endurvinnslu í fyrirtækinu Netpörtum og heilir hlutir endurnýttir sem varahlutir.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Aðalheiður segir að fyrir fáum árum hafi hlutfall notaðra varahluta verið um eitt prósent hérlendis en í samstarfi við tryggingafélög hafi markmiðið verið sett að ná hlutfallinu upp í tíu prósent, sem er sama hlutfall og á hinum Norðurlöndunum. „Við vorum ótrúlega fljót. Við vorum komin í það hlutfall strax árið 2012." Eiginmaðurinn Sigurður byrjaði í bílapartabransanum fyrir þrjátíu árum en Aðaheiður segist hafa þurft að fá hann til að hugsa þetta upp á nýtt. „Það var svolítið erfitt að fá hann til að breyta hugsuninni.“ Nú er hver einasti hlutur flokkaður eftir nýju kerfi, rækilega merktur og skráður í tölvukerfi. Metnaður er lagður í umhverfisþáttinn og olíugildrur eiga að grípa spilliefni. Enginn olíudropi má sleppa út í Flóann. „Hann á ekki að gera það. Þetta er okkar land og við búum hérna rétt hjá þannig að við kærum okkur ekki um það,“ segir Sigurður Örn. Og nú er unnið að því að fá umhverfisvottun. „Við ætlum að vera fyrsta umhverfisvæna endurvinnslan á Suðurlandi,“ segir Aðalheiður. Í þættinum „Um land allt“ á Stöð 2 í kvöld, þriðjudagskvöld, klukkan 19.20, verður fjallað um starfsemi þessa fyrirtækis og fleiri í Flóanum sem fást við málmiðnað með ólíkum hætti.
Árborg Bensín og olía Um land allt Mest lesið Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Viðskipti innlent Bretar fyrstir til að semja við Trump Viðskipti erlent Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Viðskipti innlent Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Viðskipti innlent Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Viðskipti innlent Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Viðskipti innlent Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Sjá meira