„Sárafátækt fólk sem eyðir þremur klukkutímum af lífi sínu í einhvern sauð frá Íslandi“ Stefán Árni Pálsson skrifar 9. apríl 2015 14:46 Hér til vinstri má sjá mynd af Hinriki ásamt fjölskyldunni. Til hægri má síðan sjá mynd frá upptökum af þáttunum sem hann vinnur að. mynd/aðsendar „Ég ætlaði að fá mér að borða en var ekki með pening. Því leitaði ég að næsta hraðbanka sem gekk ekki betur en svo að hann át kortið mitt,“ segir Hinrik Ólafsson, sem er staddur í Suður-Tælandi vegna vinnu. Því næst kom að honum heil fjölskylda frá svæðinu sem bauðst til að aðstoða Hinrik. „Þessi saga er kannski góð fyrir almenning á Íslandi og hvernig maður á að nálgast ferðamenn í sínu heimalandi. Ég var ekki með neitt í höndum og stóð þarna eins og rassskelltur hundur og vissi ekkert hvað ég átti að gera.“ Hinrik segir að fólkið hafi verið gríðarlega hjálpsamt og viljað gera allt fyrir hann.Sextíu kílómetrar með ávaxtadrykk við hönd „Þau hringdu í bankann og spurðu fyrir mig hvað væri til ráða. Ég vissi ekki hvað á mig stóð veðrið og allt í einu er ég kominn upp í bíl, með ávaxtadrykk við hönd. Þau tilkynntu mér síðan að við þyrftum að aka í þrjátíu kílómetra í höfuðstöðvar bankans og svo voru þau einnig reiðubúin til að keyra mig aftur til baka, semsagt sextíu kílómetrar í heildina.“ Hinrik segist hafa fengið lausn sinna mála í bankanum og fékk kortið afhent daginn eftir. Vinir hans skiluðu honum síðan aftur á sama stað. „Mér fannst þetta ótrúlega fallegt en hér í Tælandi hafa yfirvöld hvatt almenning til þess að aðstoða ferðamenn í hvívetna, það auki orðstír landsins. Fjölskyldan vildi enga greiðslu og leystu mig út með kippu af banönum. Hér er sárafátækt fólk sem eyðir einhverjum þremur klukkutímum af lífi sínu í einhvern sauð frá Íslandi til að koma honum frá a til b. Gott fólk er svo sannarlega til.“Getum lært mikið af Tælendingum Hinrik telur að Íslendingar geti lært mikið af þessari sögu og það sé nauðsynlegt að þeir tileinki sér svona hætti til að geta haldið áfram að lifa af ferðaþjónustu. Hinrik er staddur í Tælandi á vegum íslenska framleiðslufyrirtækisins Profilm. Verið er að vinna að sex þátta sjónvarpsseríu um björgun villtra dýra í Asíu í samstarfi við Sky Vision í London. Þættirnir verða síðan sýndir í 40-50 löndum en Hinrik hefur verið að störfum í Tælandi í tvo mánuði. „Hér eru fílar, tígrisdýr og apar notaðir til að trekkja að túrista og oft er farið illa með þessi dýr hér.“ Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Innlent Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Innlent Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Innlent Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Erlent Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Erlent Fleiri fréttir „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Frestur til að skila inn tillögum rennur út í dag Fíkniefni í bala og milljónir í skúffu Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Vél frá Dubai lenti í Keflavík með veikan farþega Dæmdur fyrir höfuðhögg sem leiddi til dauða Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Sjá meira
„Ég ætlaði að fá mér að borða en var ekki með pening. Því leitaði ég að næsta hraðbanka sem gekk ekki betur en svo að hann át kortið mitt,“ segir Hinrik Ólafsson, sem er staddur í Suður-Tælandi vegna vinnu. Því næst kom að honum heil fjölskylda frá svæðinu sem bauðst til að aðstoða Hinrik. „Þessi saga er kannski góð fyrir almenning á Íslandi og hvernig maður á að nálgast ferðamenn í sínu heimalandi. Ég var ekki með neitt í höndum og stóð þarna eins og rassskelltur hundur og vissi ekkert hvað ég átti að gera.“ Hinrik segir að fólkið hafi verið gríðarlega hjálpsamt og viljað gera allt fyrir hann.Sextíu kílómetrar með ávaxtadrykk við hönd „Þau hringdu í bankann og spurðu fyrir mig hvað væri til ráða. Ég vissi ekki hvað á mig stóð veðrið og allt í einu er ég kominn upp í bíl, með ávaxtadrykk við hönd. Þau tilkynntu mér síðan að við þyrftum að aka í þrjátíu kílómetra í höfuðstöðvar bankans og svo voru þau einnig reiðubúin til að keyra mig aftur til baka, semsagt sextíu kílómetrar í heildina.“ Hinrik segist hafa fengið lausn sinna mála í bankanum og fékk kortið afhent daginn eftir. Vinir hans skiluðu honum síðan aftur á sama stað. „Mér fannst þetta ótrúlega fallegt en hér í Tælandi hafa yfirvöld hvatt almenning til þess að aðstoða ferðamenn í hvívetna, það auki orðstír landsins. Fjölskyldan vildi enga greiðslu og leystu mig út með kippu af banönum. Hér er sárafátækt fólk sem eyðir einhverjum þremur klukkutímum af lífi sínu í einhvern sauð frá Íslandi til að koma honum frá a til b. Gott fólk er svo sannarlega til.“Getum lært mikið af Tælendingum Hinrik telur að Íslendingar geti lært mikið af þessari sögu og það sé nauðsynlegt að þeir tileinki sér svona hætti til að geta haldið áfram að lifa af ferðaþjónustu. Hinrik er staddur í Tælandi á vegum íslenska framleiðslufyrirtækisins Profilm. Verið er að vinna að sex þátta sjónvarpsseríu um björgun villtra dýra í Asíu í samstarfi við Sky Vision í London. Þættirnir verða síðan sýndir í 40-50 löndum en Hinrik hefur verið að störfum í Tælandi í tvo mánuði. „Hér eru fílar, tígrisdýr og apar notaðir til að trekkja að túrista og oft er farið illa með þessi dýr hér.“
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Innlent Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Innlent Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Innlent Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Erlent Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Erlent Fleiri fréttir „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Frestur til að skila inn tillögum rennur út í dag Fíkniefni í bala og milljónir í skúffu Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Vél frá Dubai lenti í Keflavík með veikan farþega Dæmdur fyrir höfuðhögg sem leiddi til dauða Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Sjá meira