Rafbíll í fyrsta sinn mest selda einstaka gerðin hjá BL Finnur Thorlacius skrifar 8. apríl 2015 10:58 Nissan Leaf. Sala bifreiða hjá BL ehf. gekk vel í nýliðnum marsmánuði og er hlutdeild fyrirtækisins á einstaklings- og fyrirtækjamarkaði (án bílaleiga) 25,1%. Alls voru afhentir 217 bílar í mars, 34 bílum fleiri en í febrúar. Söluhæsta einstaka merkið var Nissan, með alls 67 bíla, þar af 25 Nissan Leaf, og var þetta í fyrsta sinn sem rafbíll var mest selda einstaka bílgerðin hjá BL. Skúli K. Skúlason, framkvæmdastjóri sölusviðs BL, segir bílasöluna aukast samfara hækkandi sól og það eigi einnig við um áhuga á rafbílnum Leaf frá Nissan. „Við sjáum nokkuð skemmtilega dreifingu á Leaf því hún fer vaxandi í öllum markhópum. Við sjáum að fjölskyldufólk horfir í sífellt auknum mæli til Leaf sem fjölskyldubíls, fleiri og fleiri fyrirtæki á höfuðborgarsvæðinu eru að taka hann í sína þjónustu og bílaleigurnar eru einnig farnar að bjóða Leaf á leigu. Bara í marsmánuði fóru sex Leaf til bílaleiga og því markaði síðasti mánuður einnig tímamót á bílaleigumarkaði hvað Leaf varðar,“ segir Skúli. Flest bílaumboð landsins eru nú byrjuð að afhenda bíla í stórum stíl til bílaleiganna og nam sá hluti um 40% af heildarsölu marsmánaðar þegar leigurnar fengu afhenta 432 bíla. Mest lesið Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Maður féll í Vestari-Jökulsá Innlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Erlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent
Sala bifreiða hjá BL ehf. gekk vel í nýliðnum marsmánuði og er hlutdeild fyrirtækisins á einstaklings- og fyrirtækjamarkaði (án bílaleiga) 25,1%. Alls voru afhentir 217 bílar í mars, 34 bílum fleiri en í febrúar. Söluhæsta einstaka merkið var Nissan, með alls 67 bíla, þar af 25 Nissan Leaf, og var þetta í fyrsta sinn sem rafbíll var mest selda einstaka bílgerðin hjá BL. Skúli K. Skúlason, framkvæmdastjóri sölusviðs BL, segir bílasöluna aukast samfara hækkandi sól og það eigi einnig við um áhuga á rafbílnum Leaf frá Nissan. „Við sjáum nokkuð skemmtilega dreifingu á Leaf því hún fer vaxandi í öllum markhópum. Við sjáum að fjölskyldufólk horfir í sífellt auknum mæli til Leaf sem fjölskyldubíls, fleiri og fleiri fyrirtæki á höfuðborgarsvæðinu eru að taka hann í sína þjónustu og bílaleigurnar eru einnig farnar að bjóða Leaf á leigu. Bara í marsmánuði fóru sex Leaf til bílaleiga og því markaði síðasti mánuður einnig tímamót á bílaleigumarkaði hvað Leaf varðar,“ segir Skúli. Flest bílaumboð landsins eru nú byrjuð að afhenda bíla í stórum stíl til bílaleiganna og nam sá hluti um 40% af heildarsölu marsmánaðar þegar leigurnar fengu afhenta 432 bíla.
Mest lesið Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Maður féll í Vestari-Jökulsá Innlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Erlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent