Sjö sæta bíll frá Subaru á teikniborðinu Finnur Thorlacius skrifar 7. apríl 2015 10:15 Subaru Outback skoðaður hátt og lágt. Subaru hefur nú sest að teikniborðinu og hyggst framleiða 7 sæta bíl sem keppa á við Toyota Highlander, Nissan Pathfinder og Honda Pilot og Bandaríkjamarkaði. Subaru framleiddi Tribeca jeppann á árunum 2006 til 2014, en framleiðslu hans var hætt vegna dræmrar sölu. Subaru áætlaði að hann myndi seljast í 36.000 eintökum í Bandaríkjunum á ári, en í fyrra seldist hann í 732 eintökum þar og 1.598 eintökum árið 2013. Nýr 7 sæta bíll frá Subaru verður því ekki byggður á hugmyndafræði Tribeca, heldur verður bíllinn fremur í ætt við hina söluháu Outback og Forester bíla, en stærri en þeir báðir. Sumir hafa kallað áætlaðan nýjan bíl Subaru „Grand Outback“, en alls ekki er þó víst að hann verði byggður á Outback. Það eitt er víst að bílnum verður að mestu beint að Bandaríkjamarkaði og það telja Subaru menn að sé eina leiðin til að tryggja góða sölu hans. Mest lesið Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Maður féll í Vestari-Jökulsá Innlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Erlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent
Subaru hefur nú sest að teikniborðinu og hyggst framleiða 7 sæta bíl sem keppa á við Toyota Highlander, Nissan Pathfinder og Honda Pilot og Bandaríkjamarkaði. Subaru framleiddi Tribeca jeppann á árunum 2006 til 2014, en framleiðslu hans var hætt vegna dræmrar sölu. Subaru áætlaði að hann myndi seljast í 36.000 eintökum í Bandaríkjunum á ári, en í fyrra seldist hann í 732 eintökum þar og 1.598 eintökum árið 2013. Nýr 7 sæta bíll frá Subaru verður því ekki byggður á hugmyndafræði Tribeca, heldur verður bíllinn fremur í ætt við hina söluháu Outback og Forester bíla, en stærri en þeir báðir. Sumir hafa kallað áætlaðan nýjan bíl Subaru „Grand Outback“, en alls ekki er þó víst að hann verði byggður á Outback. Það eitt er víst að bílnum verður að mestu beint að Bandaríkjamarkaði og það telja Subaru menn að sé eina leiðin til að tryggja góða sölu hans.
Mest lesið Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Maður féll í Vestari-Jökulsá Innlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Erlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent