Haukur Heiðar Hauksson þreytti frumraun sína í sænsku úrvalsdeildinni þegar AIK vann Halmstads 2-1 á Vinavöllum í fyrstu umferð deildarinnar í dag.
Haukur, sem kom til AIK frá KR síðasta haust, lék allan leikinn í stöðu hægri bakvarðar.
Henok Goitom og Johan Blomberg skoruðu mörk AIK í seinni hálfleik.
Kristoffer Fagercrantz minnkaði muninn fyrir Halmstads sjö mínútum fyrir leikslok en nær komust gestirnir ekki.
Næsti leikur Hauks og félaga er gegn Malmö á útivelli á fimmtudaginn.
