Khan gaf svo út í gær að hann muni berajst við Algieri, en þetta gaf hann út á Youtube-síðu konu sinnar. Bardaginn mun að öllum líkindum fara fram í New York.
„Þú getur kallað hann A-klassa mótherja,” sagði Khan, en Algieri hefur einungis tapað einum af síðustu 21 bardögum sínum. Það tap kom einmitt gegn Manny Pacquiao þar sem Algieri var barinn sex sinnum í jörðina.
„Hann veit hvernig á að boxa, hann veit hvernig á hreyfa sig. Hann tekur frábær högg og það er góður kraftur í honum. Vonandi getur þessi bardagi tekið mig í stærri bardaga í framtíðinni sem við erum að leitast eftir,” sagði Khan.
Khan hefur einnig gefið út að það sé líklegt að hann muni berjast við IBF meistarann, Brook, á Wembley á næstu tólf mánuðunum.
Hér að neðan má sjá myndbandið þar sem Khan greinir frá mótherja sínum.