Gunnar berst með Conor McGregor í Vegas Tómas Þór Þórðarson skrifar 1. apríl 2015 19:31 Gunnar Nelson vill komast aftur á sigurbraut. vísir/getty „Ég var bara að samþykkja þetta í morgun,“ segir Haraldur Dean Nelson, faðir og umboðsmaður Gunnars Nelson, við Vísi um næsta bardaga Gunnars í UFC. Það er nú staðfest að Gunnar Nelson berst á langstærsta UFC-bardagakvöldi ársins í Las Vegas 11. júlí þar sem tveir titilbardagar fara fram. Aðalbardaginn er viðureign írska vélbyssukjaftsins Conors McGregors og Brasilíumannsins Jose Aldo um heimsmeistaratitilinn í fjaðurvigt. Conor og Gunnar eru miklir vinir og æfa mikið saman. Einnig fer fram titilbardagi í veltivigtinni, þyngdarflokki Gunnars, þar sem Robbie Lawler og Rory McDonald berjast.Næsti bardagi Gunnars Nelson.mynd/ufc„Þetta er stærsta kvöld ársins. Það er frekar ólíklegt að bardagi Gunnars verði á aðalkortinu en hann verður tekinn inn í Fox-útsendinguna og sýndur um allan heim,“ segir Haraldur.Gunnar mætir Bretanum John Hathaway sem á að baki 17 sigra og aðeins tvö töp í MMA, en Gunni hefur unnið þrettán bardaga, tapað einum og gert eitt jafntefli. Síðast þegar Gunnar barðist tapaði hann fyrir Rick Story í Stokkhólmi, en Þessi Hathaway hefur unnið Story og er virkilega öflugur bardagakappi. „Þetta er stór veltivigtari en Gunni er nú vanur að mæta stórum strákum. Hann kom inn sem glímumaður en bardagarnir hans hafa verið meira standandi. Hann er með góð hné og nýtir styrkleika sína vel,“ segir Haraldur um Hathaway. It's official! @GunniNelson vs. @ufcjohnhathaway at #UFC189: http://t.co/7J2HLS7yHB pic.twitter.com/h4UFz2HRmF— UFC United Kingdom (@UFC_UK) April 1, 2015 „Þessi strákur var mesta vonarstjarna Evrópu fyrir nokkrum árum. Hann barðist í aðalbardaga kvöldsins á síðasta ári gegn níunda besta veltivigtarkappa heims. Hann tapaði þar og hitt tapið er á móti Mike Pyle sem er einnig á topp fimmtán.“ Haraldur gekk frá bardaganum ásamt Joe Silva, varaforseta UFC, í dag, en Silva er aðalmaðurinn þegar kemur að því að setja upp bardaga innan UFC. „Það er alveg frábært að fá bardaga á þessu kvöldi,“ segir Haraldur Dean Nelson. Frekari upplýsingar um bardaga kvöldsins má finna hér á heimasíðu UFC. MMA Tengdar fréttir Conor við Aldo: Þú munt hætta eftir þennan bardaga Conor McGregor stal beltinu af heimsmeistaranum Jose Aldo fyrir viðtal á FOX þar sem þeir töluðu illa um hvorn annan. 26. mars 2015 22:45 Conor með fangið fullt af seðlum Ferðalag Jose Aldo og Conor McGregor til að auglýsa bardaga þeirra í sumar heldur áfram. 29. mars 2015 22:45 Conor ögraði Aldo í Toronto Greip í öxl Aldo við litla hrifningu Brasilíumannsins. 30. mars 2015 22:30 Conor McGregor fer hamförum í Ríó: „Ég á þessa borg“ Írski bardagakappinn gerði allt vitlaust á krá einni í Ríó og á blaðamannafundi fyrir bardagann um heimsmeistaratitilinn í fjaðurvigt. 23. mars 2015 14:30 Conor stal beltinu af Aldo | Myndband Það sauð upp úr á milli Conor McGregor og Jose Aldo í Dublin í gær. 1. apríl 2015 08:45 Mest lesið Hártogið sem heimurinn hneykslast á: Hvað var hún eiginlega að hugsa? Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Íslenski boltinn Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Körfubolti Íslenskur dómari í næst síðasta ráshópnum á The Open Golf Hetja Þjóðverja í gær hefur sigrast tvisvar á krabbameini Fótbolti Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Íslenski boltinn Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Enski boltinn Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Enski boltinn Fleiri fréttir Vinna með lögreglunni eftir að Carter varð fyrir kynþáttaníð Búinn í læknisskoðun og ætti að ná Ameríkutúrnum Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Hera hafnaði í fimmta sæti á Evrópumótinu Scheffler tryggði sér sinn fjórða risatitil Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Messi nú með fleiri mörk en Ronaldo Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Stefán Ingi með þrennu í fyrri hálfleik Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Giftu sig en gáfu síðan allar brúðkaupsgjafirnar Ísak Snær opnaði markareikninginn hjá Lyngby Kærastinn kom henni í opna skjöldu í markinu eftir hundrað kílómetra hlaup Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Kolbeinn lagði upp sigurmarkið Frankfurt kann það betur en flest félög að græða pening á framherjum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Íslenskur dómari í næst síðasta ráshópnum á The Open Hetja Þjóðverja í gær hefur sigrast tvisvar á krabbameini Fengu gullverðlaun sín loksins afhent 28 árum of seint Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið „Forréttindi fyrir okkur sem eru nærri honum að fá að verða vitni að þessu“ Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Hártogið sem heimurinn hneykslast á: Hvað var hún eiginlega að hugsa? Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Búið að gera tilboð í Ederson og City horfir til Burnley Sjá meira
„Ég var bara að samþykkja þetta í morgun,“ segir Haraldur Dean Nelson, faðir og umboðsmaður Gunnars Nelson, við Vísi um næsta bardaga Gunnars í UFC. Það er nú staðfest að Gunnar Nelson berst á langstærsta UFC-bardagakvöldi ársins í Las Vegas 11. júlí þar sem tveir titilbardagar fara fram. Aðalbardaginn er viðureign írska vélbyssukjaftsins Conors McGregors og Brasilíumannsins Jose Aldo um heimsmeistaratitilinn í fjaðurvigt. Conor og Gunnar eru miklir vinir og æfa mikið saman. Einnig fer fram titilbardagi í veltivigtinni, þyngdarflokki Gunnars, þar sem Robbie Lawler og Rory McDonald berjast.Næsti bardagi Gunnars Nelson.mynd/ufc„Þetta er stærsta kvöld ársins. Það er frekar ólíklegt að bardagi Gunnars verði á aðalkortinu en hann verður tekinn inn í Fox-útsendinguna og sýndur um allan heim,“ segir Haraldur.Gunnar mætir Bretanum John Hathaway sem á að baki 17 sigra og aðeins tvö töp í MMA, en Gunni hefur unnið þrettán bardaga, tapað einum og gert eitt jafntefli. Síðast þegar Gunnar barðist tapaði hann fyrir Rick Story í Stokkhólmi, en Þessi Hathaway hefur unnið Story og er virkilega öflugur bardagakappi. „Þetta er stór veltivigtari en Gunni er nú vanur að mæta stórum strákum. Hann kom inn sem glímumaður en bardagarnir hans hafa verið meira standandi. Hann er með góð hné og nýtir styrkleika sína vel,“ segir Haraldur um Hathaway. It's official! @GunniNelson vs. @ufcjohnhathaway at #UFC189: http://t.co/7J2HLS7yHB pic.twitter.com/h4UFz2HRmF— UFC United Kingdom (@UFC_UK) April 1, 2015 „Þessi strákur var mesta vonarstjarna Evrópu fyrir nokkrum árum. Hann barðist í aðalbardaga kvöldsins á síðasta ári gegn níunda besta veltivigtarkappa heims. Hann tapaði þar og hitt tapið er á móti Mike Pyle sem er einnig á topp fimmtán.“ Haraldur gekk frá bardaganum ásamt Joe Silva, varaforseta UFC, í dag, en Silva er aðalmaðurinn þegar kemur að því að setja upp bardaga innan UFC. „Það er alveg frábært að fá bardaga á þessu kvöldi,“ segir Haraldur Dean Nelson. Frekari upplýsingar um bardaga kvöldsins má finna hér á heimasíðu UFC.
MMA Tengdar fréttir Conor við Aldo: Þú munt hætta eftir þennan bardaga Conor McGregor stal beltinu af heimsmeistaranum Jose Aldo fyrir viðtal á FOX þar sem þeir töluðu illa um hvorn annan. 26. mars 2015 22:45 Conor með fangið fullt af seðlum Ferðalag Jose Aldo og Conor McGregor til að auglýsa bardaga þeirra í sumar heldur áfram. 29. mars 2015 22:45 Conor ögraði Aldo í Toronto Greip í öxl Aldo við litla hrifningu Brasilíumannsins. 30. mars 2015 22:30 Conor McGregor fer hamförum í Ríó: „Ég á þessa borg“ Írski bardagakappinn gerði allt vitlaust á krá einni í Ríó og á blaðamannafundi fyrir bardagann um heimsmeistaratitilinn í fjaðurvigt. 23. mars 2015 14:30 Conor stal beltinu af Aldo | Myndband Það sauð upp úr á milli Conor McGregor og Jose Aldo í Dublin í gær. 1. apríl 2015 08:45 Mest lesið Hártogið sem heimurinn hneykslast á: Hvað var hún eiginlega að hugsa? Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Íslenski boltinn Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Körfubolti Íslenskur dómari í næst síðasta ráshópnum á The Open Golf Hetja Þjóðverja í gær hefur sigrast tvisvar á krabbameini Fótbolti Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Íslenski boltinn Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Enski boltinn Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Enski boltinn Fleiri fréttir Vinna með lögreglunni eftir að Carter varð fyrir kynþáttaníð Búinn í læknisskoðun og ætti að ná Ameríkutúrnum Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Hera hafnaði í fimmta sæti á Evrópumótinu Scheffler tryggði sér sinn fjórða risatitil Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Messi nú með fleiri mörk en Ronaldo Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Stefán Ingi með þrennu í fyrri hálfleik Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Giftu sig en gáfu síðan allar brúðkaupsgjafirnar Ísak Snær opnaði markareikninginn hjá Lyngby Kærastinn kom henni í opna skjöldu í markinu eftir hundrað kílómetra hlaup Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Kolbeinn lagði upp sigurmarkið Frankfurt kann það betur en flest félög að græða pening á framherjum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Íslenskur dómari í næst síðasta ráshópnum á The Open Hetja Þjóðverja í gær hefur sigrast tvisvar á krabbameini Fengu gullverðlaun sín loksins afhent 28 árum of seint Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið „Forréttindi fyrir okkur sem eru nærri honum að fá að verða vitni að þessu“ Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Hártogið sem heimurinn hneykslast á: Hvað var hún eiginlega að hugsa? Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Búið að gera tilboð í Ederson og City horfir til Burnley Sjá meira
Conor við Aldo: Þú munt hætta eftir þennan bardaga Conor McGregor stal beltinu af heimsmeistaranum Jose Aldo fyrir viðtal á FOX þar sem þeir töluðu illa um hvorn annan. 26. mars 2015 22:45
Conor með fangið fullt af seðlum Ferðalag Jose Aldo og Conor McGregor til að auglýsa bardaga þeirra í sumar heldur áfram. 29. mars 2015 22:45
Conor ögraði Aldo í Toronto Greip í öxl Aldo við litla hrifningu Brasilíumannsins. 30. mars 2015 22:30
Conor McGregor fer hamförum í Ríó: „Ég á þessa borg“ Írski bardagakappinn gerði allt vitlaust á krá einni í Ríó og á blaðamannafundi fyrir bardagann um heimsmeistaratitilinn í fjaðurvigt. 23. mars 2015 14:30
Conor stal beltinu af Aldo | Myndband Það sauð upp úr á milli Conor McGregor og Jose Aldo í Dublin í gær. 1. apríl 2015 08:45