Sala bíla jókst um 82% í mars Finnur Thorlacius skrifar 1. apríl 2015 16:44 Meiri söluaukning varð í mars en á fyrstu tveimur mánuðum ársins. Sala á nýjum fólksbílum frá 1. til 31. mars jókst um 81,9% en nýskráðir fólksbílar á þessu tímabili voru 977 bílar á móti 537 í sama mánuði 2014. Þar af voru 456 bílaleigubílar eða 46,6 % af heildarnýskráningum fólksbíla í mánuðinum. Sú jákvæða þróun er fór af stað á síðasta ári heldur áfram og er jafn stígandi í sölu nýrra bíla. Aukning er bæði í nýskráningum bíla til einstaklinga sem og bílaleiga samfara auknum ferðamannastraumi. Er það von Bílgreinasambandsins að þessi þróun haldi áfram svo fækka megi mengandi og óöruggum bílum í umferðinni. Þó nokkuð er samt enn í land en Ísland er með einn elsta bílaflota í Evrópu með meðalaldur uppá 12 ár. Í Evrópu er meðalaldur fólksbíla 8,4 ár segir Özur Lárusson framkvæmdastjóri Bílgreinasambandsins. Mest lesið Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Maður féll í Vestari-Jökulsá Innlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Erlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent
Sala á nýjum fólksbílum frá 1. til 31. mars jókst um 81,9% en nýskráðir fólksbílar á þessu tímabili voru 977 bílar á móti 537 í sama mánuði 2014. Þar af voru 456 bílaleigubílar eða 46,6 % af heildarnýskráningum fólksbíla í mánuðinum. Sú jákvæða þróun er fór af stað á síðasta ári heldur áfram og er jafn stígandi í sölu nýrra bíla. Aukning er bæði í nýskráningum bíla til einstaklinga sem og bílaleiga samfara auknum ferðamannastraumi. Er það von Bílgreinasambandsins að þessi þróun haldi áfram svo fækka megi mengandi og óöruggum bílum í umferðinni. Þó nokkuð er samt enn í land en Ísland er með einn elsta bílaflota í Evrópu með meðalaldur uppá 12 ár. Í Evrópu er meðalaldur fólksbíla 8,4 ár segir Özur Lárusson framkvæmdastjóri Bílgreinasambandsins.
Mest lesið Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Maður féll í Vestari-Jökulsá Innlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Erlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent