Erlent

Liðsmenn ISIS halda inn í flóttamannabúðir í Damaskus

Atli ÍSleifsson skrifar
Úr Yarmouk flóttamannabúðunum í sýrlensku höfuðborginni Damaskus.
Úr Yarmouk flóttamannabúðunum í sýrlensku höfuðborginni Damaskus. Vísir/AFP
Liðsmenn hryðjuverkasamtakanna ISIS hafa haldið inn í Yarmouk flóttamannabúðirnar í sýrlensku höfuðborginni Damaskus og náð stórum hluta þeirra á sitt vald.

Um 18 þúsund palestínskir flóttamenn dvelja í búðunum.

Átök brutist út á milli liðsmanna ISIS og hópa innan í búðanna og ráða nú ISIS-liðar yfir stórum hlutum búðanna.

Í frétt BBC segir að sjónarvottar hafi séð ISIS-liða halda inn í búðirnar úr Hajar Aswad, úthverfi Damaskus.

Yarmouk-búðirnar voru settar á fót árið 1957. Hörð átök hafa staðið milli sýrlenskra stjórnarhermanna og uppreisnarmanna í búðunum frá 2012.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×