Jóhann Jóhannsson, leikmaður Aftureldingu í Olís-deild karla, var í dag dæmdur í tveggja leikja bann fyrir grófs leikbrots í undanúrslitaviðureign ÍR og Aftureldingar í gær.
Jóhann fékk rautt spjald þegar hann fór með olnbogann í andlitið á Björgvini Hólmgeirssyni, stórskyttu ÍR, en honum var vikið af velli umsvifalaust. Björgvin gat þó haldið leik áfram.
Brotið var afar ljótt, en í dómnum segir að hann hafi verið dæmdur í tveggja leikja bann að teknu tilliti til ítrekunaráhrifa.
Þetta eru hrikalega slæm tíðindi fyrir Aftureldingu, en staðan í undanúrslitaeinvíginu gegn ÍR er 1-1. Næsti leikur liðanna fer fram í Mosfellsbæ á þriðjudag og svo er leikið í Austurbergi á fimmtudag. Fari viðureignin í oddaleik getur Jóhann tekið þátt í honum.
Dómurinn:
Jóhann Jóhannsson leikmaður Aftureldingar fékk útilokun með skýrslu vegna mjög grófs leikbrots í leik ÍR og Aftureldingar í m.fl.ka 18.04.2015. Niðurstaða aganefndar er að leikmaðurinn er úrskurðaður í tveggja leikja bann að teknu tilliti til ítrekunaráhrifa.
Jóhann í tveggja leikja bann
Anton Ingi Leifsson skrifar

Mest lesið

Frederik Schram fundinn
Íslenski boltinn

„Helmingurinn af liðinu var veikur“
Körfubolti

Alfreð reiður út í leikmenn sína
Handbolti


Lést á leiðinni á æfingu
Sport


Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík
Íslenski boltinn



Fleiri fréttir
