Raikkonen náði að taka fram úr Rosberg í ræsingunni. Rosberg tók svo fram úr Raikkonen aftur skömmu síðar.
Rosberg tók svo fram út Sebastian Vettel í öðru sæti skömmu seinna. Mercedes voru þá komnir í fyrsta og annað sæti og Ferrari í þriðja og fjórða.
Raikkonen var síðastur fremstu manna til að taka þjónustuhlé. Eftir þjónustuhlé var Raikkonen fjórði og nálgaðist Vettel í þriðja sæti. Raikkonen var á meðal hörðum dekkjum en þrír fremstu voru á hraðari mjúku dekkjunum.

Rosberg tók svo fram út Vettel í þriðja skipti.
„Ég hef skaddað framvænginn, ég hef lítið grip að framan,“ sagði Vettel í talstöðinni. Hann fór út af brautinni í síðustu beygjunni og kom svo inn til að skipta um framvæng.
Hamilton tók svo forystuna af Raikkonen á hring 39. Raikkonen tók svo síðasta þjónustuhléið og var þá í þriðja sæti á eftir Rosberg.
Pastor Maldonado hætti keppni á 42. hring hann hefur ekki enn lokið keppni á tímabilinu.
Baráttan á lokahringjum keppninnar snérist aðallega um hvort Rosberg eða Raikkonen næðu öðru sæti. Rosberg gerði mistök og Raikkonen nýtti tækifærið og nældi sér í annað sæti. Hamilton kvartaði yfir bremsubilun á síðasta hring en það dugði Raikkonen ekki til að ná honum.
Hér fyrir neðan má sjá gagnvirkt brautarkort með öllum úrslitum helgarinnar.