Leiðtogi sem þjónar af hógværð Ísak Rúnarsson skrifar 19. apríl 2015 13:43 Það þarf réttan leiðtoga til að leiða hvern hóp eða samfélag. Þá meina ég ekki aðeins réttan einstakling heldur verður leiðtoginn að endurspegla kúltur og þarfir hópsins. Í Háskóla Íslands lifa og hrærast um 15.000 ólíkir einstaklingar: Vísindamenn, kennarar, nemendur og starfsfólk af ýmsu tagi. Þar eru stundaðar fámennar fræðigreinar og fjölmennar, þar eru konur og karlar, ungir og aldnir. Þar er fólk með fatlanir, fjölskyldufólk, barnlaust fólk, hinsegin fólk og svo mætti lengi telja. Sáttasemjari og þjónustuleiðtogiHóparnir eru saman settir úr ólíkum einstaklingum sem hafa sínar skoðanir á hlutunum, sínar væntingar til stofnunarinnar og vonir um hana. Fjölbreytt flóra fólks sem allt leggur ríka áherslu á jafnræði, sanngirni og akademískt frelsi, þarf leiðtoga sem getur á sama tíma hvatt allt þetta ólíka fólk til að taka umræðuna og sætt sjónarmið. Því deilumál hljóta að koma upp innan svo stórrar og fjölbreyttrar stofnunnar. Einnig myndi maður ætla að leiðtoginn sem Háskóli Íslands þarfnast sé einstaklingur sem setur hagsmuni heildarinnar ofar sínum eigin og stuðlar að því að fólkið sem hann vinnur með geti vaxið og dafnað. Slíkur leiðtogi leiðbeinir en skipar ekki fyrir, er auðmjúkur en ekki hrokafullur. Hann er þjónustuleiðtogi sem greiðir götu þeirra sem hann vinnur með og vinnur fyrir þá hvar sem þeir eru staðsettir í skipuritinu. Réttsýni, heiðarleiki og áræðniÉg tel mig hafa fundið slíkan mann í Jóni Atla Benediktssyni. Allt frá því að ég fyrst fékk að starfa undir hans stjórn í úttektarnefnd háskólans tók ég eftir því að þarna er á ferðinni maður sem hefur alla þá mannkosti sem ég lýsti hér að ofan. Öllum fundum stýrði hann á yfirvegaðan hátt og lét helst engan fara ósáttan af fundi – jafnvel þá sem voru ósammála niðurstöðum hverju sinni. Vinnubrögð Jóns Atla falla því eins vel og hægt er að þörfum háskólasamfélagsins. Ég held að háskólinn þurfi leiðtoga sem stendur einna fremst meðal jafningja í vísindasamfélagi og við getum öll virt jafnvel þegar við erum ekki sammála honum. Réttsýni, heiðarleiki og áræðni einkenna Jón Atla Benediktsson. Þess vegna veit ég að hann mun verða fyrsta flokks rektor og þess vegna mun ég kjósa hann á morgun 20. apríl. Ísak Rúnarsson, nemi í hagfræði við Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ísak Rúnarsson Mest lesið Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Traust verður að endurspeglast í framkvæmd Sandra B. Franks skrifar Skoðun Það er leikur að læra fyrir suma Aðalheiður M. Steindórsdóttir skrifar Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Sjá meira
Það þarf réttan leiðtoga til að leiða hvern hóp eða samfélag. Þá meina ég ekki aðeins réttan einstakling heldur verður leiðtoginn að endurspegla kúltur og þarfir hópsins. Í Háskóla Íslands lifa og hrærast um 15.000 ólíkir einstaklingar: Vísindamenn, kennarar, nemendur og starfsfólk af ýmsu tagi. Þar eru stundaðar fámennar fræðigreinar og fjölmennar, þar eru konur og karlar, ungir og aldnir. Þar er fólk með fatlanir, fjölskyldufólk, barnlaust fólk, hinsegin fólk og svo mætti lengi telja. Sáttasemjari og þjónustuleiðtogiHóparnir eru saman settir úr ólíkum einstaklingum sem hafa sínar skoðanir á hlutunum, sínar væntingar til stofnunarinnar og vonir um hana. Fjölbreytt flóra fólks sem allt leggur ríka áherslu á jafnræði, sanngirni og akademískt frelsi, þarf leiðtoga sem getur á sama tíma hvatt allt þetta ólíka fólk til að taka umræðuna og sætt sjónarmið. Því deilumál hljóta að koma upp innan svo stórrar og fjölbreyttrar stofnunnar. Einnig myndi maður ætla að leiðtoginn sem Háskóli Íslands þarfnast sé einstaklingur sem setur hagsmuni heildarinnar ofar sínum eigin og stuðlar að því að fólkið sem hann vinnur með geti vaxið og dafnað. Slíkur leiðtogi leiðbeinir en skipar ekki fyrir, er auðmjúkur en ekki hrokafullur. Hann er þjónustuleiðtogi sem greiðir götu þeirra sem hann vinnur með og vinnur fyrir þá hvar sem þeir eru staðsettir í skipuritinu. Réttsýni, heiðarleiki og áræðniÉg tel mig hafa fundið slíkan mann í Jóni Atla Benediktssyni. Allt frá því að ég fyrst fékk að starfa undir hans stjórn í úttektarnefnd háskólans tók ég eftir því að þarna er á ferðinni maður sem hefur alla þá mannkosti sem ég lýsti hér að ofan. Öllum fundum stýrði hann á yfirvegaðan hátt og lét helst engan fara ósáttan af fundi – jafnvel þá sem voru ósammála niðurstöðum hverju sinni. Vinnubrögð Jóns Atla falla því eins vel og hægt er að þörfum háskólasamfélagsins. Ég held að háskólinn þurfi leiðtoga sem stendur einna fremst meðal jafningja í vísindasamfélagi og við getum öll virt jafnvel þegar við erum ekki sammála honum. Réttsýni, heiðarleiki og áræðni einkenna Jón Atla Benediktsson. Þess vegna veit ég að hann mun verða fyrsta flokks rektor og þess vegna mun ég kjósa hann á morgun 20. apríl. Ísak Rúnarsson, nemi í hagfræði við Háskóla Íslands.
Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson Skoðun
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar
Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson Skoðun