Sport

Djokovic vann Nadal á leirnum

Anton Ingi Leifsson skrifar
vísir/getty
Novak Djokovic tryggði sér sæti í úrslitum Monte Carlo meistaramótsins í fjórða skipti í gær eftir að hann vann Rafael Nadal 6-3 og 6-3 í undanúrslitum í dag. Leikið var á leirnum í Frakklandi.

Djokovic, sem er í toppsæti á heimslistanum, getur tryggt sér sinn fjórða titil árið 2015 og 52. titil á sínum ferli þegar hann mætir Tékkanum Tomas Berdych í úrslitaleiknum í dag.

Nadal hefur átt í vandræðum eftir meiðsli sem hann hefur verið að glíma við og Djokovic gekk á lagið. Nadal náði þó að bjarga sér tvisvar, en ákefð Djokovic gerði útslagið.

„Ég er mjög ánægður með hvernig ég spilaði gegn erfiðum andstæðing. Rafa er sá besti á leirnum og þetta var alls ekki léttur leikur,” sagði Serbinn.

„Ég spilaði vel og það var léttir að ná sigrinum. Það var mikil spenna og það var erfitt að halda þessu í jafnvægi. Úrslitaleikurinn gegn Berdych verður öðruvísi leikur, en ég mun gera mitt besta til að jafna mig og verða tilbúinn.”

Berdych vann Gaël Monflis 6-1 og 6-4 í undanúrslitunum, en kapparnir mætast síðdegis í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×