Ár liðið frá snjóflóðinu: Tekst á við áskorunina en þykir erfitt að líta til baka SUnna Karen SIgurþórsdóttir skrifar 18. apríl 2015 13:40 "Þetta er náttúrulega öðruvísi, það verður að viðurkennast. Það er erfiðara að koma til baka og reyna við þetta, það er ekki hægt að leyna því,“ segir Vilborg. vísir/valli Ár er liðið frá einu mannskæðasta snjóflóði í sögu Everest. Sextán nepalskir leiðsögumenn fórust og var þess minnst í búðum fjallgöngumanna í dag. Ættingjar, leiðsögumenn og fjallgöngumenn komu saman og af virðingavotti við hina látnu var ákveðið að leggja niður störf í dag. Vilborg Arna Gissurardóttir upplifði hamfarirnar í fyrra en reynir nú aftur ári síðar við þetta stærsta fjall heims. Hún segir erfitt að líta til baka og viðurkennir að hún sé nú heldur hvekktari en áður þegar hún heyri snjóflóðin falla.Everest meiri áskorun en í byrjun „Það hefur verið mjög kyrrt yfir og menn leggja niður vinnu svona að mestu leyti. En þetta er náttúrulega öðruvísi, það verður að viðurkennast. Það er erfiðara að koma til baka og reyna við þetta, það er ekki hægt að leyna því,“ segir Vilborg Arna sem nú er stödd í grunnbúðum Everest. Hún segir atburðina sitja henni í fersku minni og að það sé nánast óraunverulegt að vera í dag á sama stað í sömu sporum. Everest sé þannig orðin meiri áskorun en í byrjun. Þá gerir Vilborg ráð fyrir að vera á toppi fjallsins eftir um það bil mánuð.Óttablendin virðing fyrir framhaldinu„Við gerum ráð fyrir að toppa á bilinu 12.-25. maí en við erum núna farin að byrja að færa okkur upp í ísfallið. Við fórum til dæmis í fyrstu ferðina okkar upp í gær og það er í fyrsta sinn sem ég fer upp í sjálft ísfallið. Á sama tíma og það er stórkostlegt að upplifa þessa náttúru þá er maður líka með smá kökk í hálsinum yfir öllu því sem gerðist í fyrra. En svona heilt yfir er óttablendin virðing fyrir framhaldinu hjá flestum klifrurum á svæðinu,“ segir hún að lokum. Vilborg Arna Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Erlent Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Innlent Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Innlent Fleiri fréttir Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Sjá meira
Ár er liðið frá einu mannskæðasta snjóflóði í sögu Everest. Sextán nepalskir leiðsögumenn fórust og var þess minnst í búðum fjallgöngumanna í dag. Ættingjar, leiðsögumenn og fjallgöngumenn komu saman og af virðingavotti við hina látnu var ákveðið að leggja niður störf í dag. Vilborg Arna Gissurardóttir upplifði hamfarirnar í fyrra en reynir nú aftur ári síðar við þetta stærsta fjall heims. Hún segir erfitt að líta til baka og viðurkennir að hún sé nú heldur hvekktari en áður þegar hún heyri snjóflóðin falla.Everest meiri áskorun en í byrjun „Það hefur verið mjög kyrrt yfir og menn leggja niður vinnu svona að mestu leyti. En þetta er náttúrulega öðruvísi, það verður að viðurkennast. Það er erfiðara að koma til baka og reyna við þetta, það er ekki hægt að leyna því,“ segir Vilborg Arna sem nú er stödd í grunnbúðum Everest. Hún segir atburðina sitja henni í fersku minni og að það sé nánast óraunverulegt að vera í dag á sama stað í sömu sporum. Everest sé þannig orðin meiri áskorun en í byrjun. Þá gerir Vilborg ráð fyrir að vera á toppi fjallsins eftir um það bil mánuð.Óttablendin virðing fyrir framhaldinu„Við gerum ráð fyrir að toppa á bilinu 12.-25. maí en við erum núna farin að byrja að færa okkur upp í ísfallið. Við fórum til dæmis í fyrstu ferðina okkar upp í gær og það er í fyrsta sinn sem ég fer upp í sjálft ísfallið. Á sama tíma og það er stórkostlegt að upplifa þessa náttúru þá er maður líka með smá kökk í hálsinum yfir öllu því sem gerðist í fyrra. En svona heilt yfir er óttablendin virðing fyrir framhaldinu hjá flestum klifrurum á svæðinu,“ segir hún að lokum.
Vilborg Arna Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Erlent Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Innlent Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Innlent Fleiri fréttir Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Sjá meira