Héraðsstjóri Salahaddin staðfesti fall al-Douri og sagði hann hafa verið heilann á bak við ISIS í Írak. Sagði hann fall al-Douri vera mikið áfall fyrir samtökin.
Hinn 72 ára al-Douri gegndi embætti varaforseta Byltingarráðsins í stjórnartíð Husseins.
Hann lagði á flótta eftir innrás Bandaríkjahers árið 2003 og er talinn hafa skipulagt árásir liðsmanna ISIS gegn ríkisstjórn landsins sem sjítar leiða.
