Audi Prologue Allroad Finnur Thorlacius skrifar 16. apríl 2015 14:01 Audi Prologue Allroad. Audi hefur sýnt Prologue tilraunabíl sinn undanfarið á bílasýningum og hefur hann vakið þar eftirtekt fyrir fegurð. Nú hefur Audi tekið Prologue bílinn á næsta stig og komið fram með Allroad útfærslu hans, en Audi ætlar að sýna þennan bíl á bílasýningunni í Shanghai sem hefst 20. apríl. Ef Prologue tilraunabíllinn var flottur áður er hann enn flottari í þessari útfærslu og sannarlega kraftalegri. Talandi um kraft þá er nóg af honum undir húddinu. Bíllinn fær 4,0 lítra V8 vél auk rafmótora og samanlagt skilar þessi drifrás 734 öskrandi hestöflum sem henda bílnum í hundraðið á 3,5 sekúndum. Ekki slæmt fyrir torfæruhæfan bíl. Þessar tölur eru samt ekki það merkilegasta við bílinn, heldur öllu fremur að uppgefin eyðsla hans er 2,5 lítrar, en fyrstu 55 kílómetrana getur hann ekið eingöngu á rafmagni. Hlaða má rafhlöður bílsins þráðlaust. Mælaborð Prologue bílsins hefur vakið athygli fyrir það að vera nánast takkalaust og því er innréttingin nokkuð naumhyggjuleg, en hrikalega töff. Vonandi fer þessi bíll í framleiðslu, en hann verður ekki ódýr.Naumhyggja en glæsileiki í senn. Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Erlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Innlent Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Innlent Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Innlent
Audi hefur sýnt Prologue tilraunabíl sinn undanfarið á bílasýningum og hefur hann vakið þar eftirtekt fyrir fegurð. Nú hefur Audi tekið Prologue bílinn á næsta stig og komið fram með Allroad útfærslu hans, en Audi ætlar að sýna þennan bíl á bílasýningunni í Shanghai sem hefst 20. apríl. Ef Prologue tilraunabíllinn var flottur áður er hann enn flottari í þessari útfærslu og sannarlega kraftalegri. Talandi um kraft þá er nóg af honum undir húddinu. Bíllinn fær 4,0 lítra V8 vél auk rafmótora og samanlagt skilar þessi drifrás 734 öskrandi hestöflum sem henda bílnum í hundraðið á 3,5 sekúndum. Ekki slæmt fyrir torfæruhæfan bíl. Þessar tölur eru samt ekki það merkilegasta við bílinn, heldur öllu fremur að uppgefin eyðsla hans er 2,5 lítrar, en fyrstu 55 kílómetrana getur hann ekið eingöngu á rafmagni. Hlaða má rafhlöður bílsins þráðlaust. Mælaborð Prologue bílsins hefur vakið athygli fyrir það að vera nánast takkalaust og því er innréttingin nokkuð naumhyggjuleg, en hrikalega töff. Vonandi fer þessi bíll í framleiðslu, en hann verður ekki ódýr.Naumhyggja en glæsileiki í senn.
Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Erlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Innlent Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Innlent Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Innlent