Bílaframleiðendur hópast til Mexikó Finnur Thorlacius skrifar 16. apríl 2015 10:10 Framleiðsla Toyota Corolla mun færast frá Bandaríkjunum til Mexíkó. Sífellt fleiri bílaframleiðendur reisa nú verksmiðjur í Mexíkó, þar sem ódýrara er að framleiða bíla en í núverandi verksmiðjum þeirra. Toyota tók nýlega ákvörðun um að reisa þar verksmiðju sem framleitt getur 200.000 bíla ári og kostar 140 milljarða króna að setja upp. Auk þess ætlar Toyota að stækka aðra verksmiðju sem fyrirtækið á í Mexíó sem eykur framleiðslugetuna um 100.000 bíla og kostar sú stækkun 70 milljarða króna. Þetta gerir Toyota kleift að framleiða 10,2 bíla á ári. Framleiðslukostnaður þeirra bíla sem framleiddir verða í þessum verksmiðjum mun lækka um 20% og tryggir það aukna framlegð af sölu þeirra. Flestir af þeim bílum sem framleiddir eru í Mexíkó eru ætlaðir til sölu í Bandaríkjunum, en einnig í Kanada og S-Ameríku. Framleiðsla ódýrari bíla Toyota mun flytjast í þessar nýju verksmiðjur en framleiðsla dýrari bíla Toyota verður í meira mæli flutt í núverandi verksmiðjur Toyota í Bandaríkjunum og Kanada. Á síðustu tveimur árum hafa Honda, Nissan og Mazda opnað verksmiðjur í Mexíkó og Ford mun brátt tilkynna um nýja 350 milljarða króna verksmiðju í Mexikó. Hyundai er einnig að íhuga að reisa þar nýja verksmiðju. Kia ætlar að opna nýja verksmiðju þar á næsta ári sem kosta mun 140 milljara króna og Volkswagen ætlar að eyða sambærilegu fé til stækkunar á verksmiðju sinni þar. Mest lesið Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Innlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Konan er fundin Innlent Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum Innlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Flokki fólksins einum refsað Innlent María Heimisdóttir skipuð landlæknir Innlent
Sífellt fleiri bílaframleiðendur reisa nú verksmiðjur í Mexíkó, þar sem ódýrara er að framleiða bíla en í núverandi verksmiðjum þeirra. Toyota tók nýlega ákvörðun um að reisa þar verksmiðju sem framleitt getur 200.000 bíla ári og kostar 140 milljarða króna að setja upp. Auk þess ætlar Toyota að stækka aðra verksmiðju sem fyrirtækið á í Mexíó sem eykur framleiðslugetuna um 100.000 bíla og kostar sú stækkun 70 milljarða króna. Þetta gerir Toyota kleift að framleiða 10,2 bíla á ári. Framleiðslukostnaður þeirra bíla sem framleiddir verða í þessum verksmiðjum mun lækka um 20% og tryggir það aukna framlegð af sölu þeirra. Flestir af þeim bílum sem framleiddir eru í Mexíkó eru ætlaðir til sölu í Bandaríkjunum, en einnig í Kanada og S-Ameríku. Framleiðsla ódýrari bíla Toyota mun flytjast í þessar nýju verksmiðjur en framleiðsla dýrari bíla Toyota verður í meira mæli flutt í núverandi verksmiðjur Toyota í Bandaríkjunum og Kanada. Á síðustu tveimur árum hafa Honda, Nissan og Mazda opnað verksmiðjur í Mexíkó og Ford mun brátt tilkynna um nýja 350 milljarða króna verksmiðju í Mexikó. Hyundai er einnig að íhuga að reisa þar nýja verksmiðju. Kia ætlar að opna nýja verksmiðju þar á næsta ári sem kosta mun 140 milljara króna og Volkswagen ætlar að eyða sambærilegu fé til stækkunar á verksmiðju sinni þar.
Mest lesið Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Innlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Konan er fundin Innlent Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum Innlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Flokki fólksins einum refsað Innlent María Heimisdóttir skipuð landlæknir Innlent