Mengun nýrra bíla minnkaði um 2,6% í fyrra Finnur Thorlacius skrifar 16. apríl 2015 09:42 Þétt bílaumferð í Þýskalandi. Þeir nýju bílar sem seldir voru í fyrra í Evrópu menguðu að meðaltali 123,4 g/km af CO2, en 126,7 g/km árið 2013. Það þýðir að mengunin minnkaði um 2,6% á einu ári. Langtímamarkmið Evrópusambandsins um mengun fyrir árið í ár er 130 g/km, svo bílaframleiðendur hafa náð því og gott betur, en árið 2013 fór meðaltalssmengunin fyrst undir þetta markmið. Markmið Evrópusambandsins fyrir árið 2021 er 95 g/km og þykir mörgum það bratt markmið, en bílaframleiðendur hafa náð öllum settum markmiðum yfirvalda fram að þessu. Nýir bílar menga mismikið og voru mengunarfríustu bílarnir í fyrra keyptir í löndum Hollands, Grikklands og Portúgal í fyrra og bendir það til þess að smekkur fyrir litla bíla sé þar mikill. Hinsvegar voru þeir mest spýjandi keyptir í löndum Eistlands, Lettlands og Búlgaríu. Í baráttunni við mengun er þó ekki allt unnið með meðaltalsminnkun mengunar hvers nýs bíls, því hafa verður í huga að sala nýrra bíla jókst um 6% í Evrópu í fyrra og því vegur aukinn fjöldi bíla upp lækkaða meðalmengun þeirra. Mest lesið Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Þyrlan á mesta forgangi vegna manns sem féll í Vestari-Jökulsá Innlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent
Þeir nýju bílar sem seldir voru í fyrra í Evrópu menguðu að meðaltali 123,4 g/km af CO2, en 126,7 g/km árið 2013. Það þýðir að mengunin minnkaði um 2,6% á einu ári. Langtímamarkmið Evrópusambandsins um mengun fyrir árið í ár er 130 g/km, svo bílaframleiðendur hafa náð því og gott betur, en árið 2013 fór meðaltalssmengunin fyrst undir þetta markmið. Markmið Evrópusambandsins fyrir árið 2021 er 95 g/km og þykir mörgum það bratt markmið, en bílaframleiðendur hafa náð öllum settum markmiðum yfirvalda fram að þessu. Nýir bílar menga mismikið og voru mengunarfríustu bílarnir í fyrra keyptir í löndum Hollands, Grikklands og Portúgal í fyrra og bendir það til þess að smekkur fyrir litla bíla sé þar mikill. Hinsvegar voru þeir mest spýjandi keyptir í löndum Eistlands, Lettlands og Búlgaríu. Í baráttunni við mengun er þó ekki allt unnið með meðaltalsminnkun mengunar hvers nýs bíls, því hafa verður í huga að sala nýrra bíla jókst um 6% í Evrópu í fyrra og því vegur aukinn fjöldi bíla upp lækkaða meðalmengun þeirra.
Mest lesið Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Þyrlan á mesta forgangi vegna manns sem féll í Vestari-Jökulsá Innlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent