Verður forstjóri Porsche næsti forstjóri Volkswagen? Finnur Thorlacius skrifar 15. apríl 2015 16:38 Matthias Muller forstjóri Porsche. Stjórnarformaður Volkswagen er ekki alltof sáttur við stjórnarhætti núverandi forstjóra Volkswagen, eins og greint var frá hér fyrir stuttu. Ef til vill er þessi gagnrýni hans liður í því að koma núverandi forstjóra Porsche í forstjórastól Volkswagen, en stjórnarformaðurinn Ferdinand Piech er úr Porsche fjölskyldunni. Volkswagen er eins og kunnugt er eitt af þeim bílamerkjum sem tilheyrir stóru Volkswagen bílafjölskyldunni. Núverandi forstjóri Porsche, Matthias Muller, var spurður að því fyrir stuttu hvort hann myndi taka að sér að stýra Volkswagen ef það yrði í boði og hann sagðist myndi skoða það með opnum huga. Getur verið að Ferdinand Piech hafi sagt honum að segja það, þar sem það virðist hans einlæga ósk, sem og að losna við núverandi forstjóra Volkswagen? Engar sannanir eru fyrir slíku, en mörgum þykir stjórnarformaðurinn vera að setja á svið leikrit sem hann einn sér hvernig endar. Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Erlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Innlent Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Innlent Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Innlent
Stjórnarformaður Volkswagen er ekki alltof sáttur við stjórnarhætti núverandi forstjóra Volkswagen, eins og greint var frá hér fyrir stuttu. Ef til vill er þessi gagnrýni hans liður í því að koma núverandi forstjóra Porsche í forstjórastól Volkswagen, en stjórnarformaðurinn Ferdinand Piech er úr Porsche fjölskyldunni. Volkswagen er eins og kunnugt er eitt af þeim bílamerkjum sem tilheyrir stóru Volkswagen bílafjölskyldunni. Núverandi forstjóri Porsche, Matthias Muller, var spurður að því fyrir stuttu hvort hann myndi taka að sér að stýra Volkswagen ef það yrði í boði og hann sagðist myndi skoða það með opnum huga. Getur verið að Ferdinand Piech hafi sagt honum að segja það, þar sem það virðist hans einlæga ósk, sem og að losna við núverandi forstjóra Volkswagen? Engar sannanir eru fyrir slíku, en mörgum þykir stjórnarformaðurinn vera að setja á svið leikrit sem hann einn sér hvernig endar.
Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Erlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Innlent Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Innlent Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Innlent