Mögnuð innrétting Volvo XC90 Excellence Finnur Thorlacius skrifar 15. apríl 2015 09:43 Ekki í kot vísað í aftursætunum. Í hinum nýútkomna XC90 jeppa Volvo er yfirgengilega flott innrétting sem hæft gæti hvaða þjóðarleiðtoga sem er. Aftursætin í Excellent útgáfu bílsins eru bara tvö og þar ætti að fara vel um farþega með vænu plássi milli þeirra tveggja sem þar sitja, borði sem reisa má upp á milli sætanna fyrir veitingar eða vinnuaðstöðu. Sætin er með nuddi og úr stórglæsilegu leðri og viðarinnleggingar víða í innréttingunni færa bílinn á konunglegt stig. Þessi úgáfa XC90 bílsins er sérstaklega beint að Kínamarkaði, en þar er til siðs að eigendur lúxusbíla láti aka sér og þá þarf að fara vel um farþega í aftursætinu. Stórir afþreyingarskjáir eru festir aftan á höfuðpúða framsætanna svo aftursætisfarþegum leiðist nú ekki er þeim er ekið á milli staða, en þá má einnig nota sem tölvuskjái ef vinnan kallar. Glös úr sænskum kristal fylgir svo innréttingunni svo að ekki sé nú slorlegt að væta kverkarnar á ferð. Hljóðkerfið í bílnum er heldur ekkert slor, eða 20 hátalara Bowers and Wilkinson hljómleikahöll.Svona líta herlegheitin út séð ofan frá.Viðarinnleggingar og glös úr sænskum kristal. Mest lesið Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Innlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Konan er fundin Innlent Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum Innlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent María Heimisdóttir skipuð landlæknir Innlent Flokki fólksins einum refsað Innlent
Í hinum nýútkomna XC90 jeppa Volvo er yfirgengilega flott innrétting sem hæft gæti hvaða þjóðarleiðtoga sem er. Aftursætin í Excellent útgáfu bílsins eru bara tvö og þar ætti að fara vel um farþega með vænu plássi milli þeirra tveggja sem þar sitja, borði sem reisa má upp á milli sætanna fyrir veitingar eða vinnuaðstöðu. Sætin er með nuddi og úr stórglæsilegu leðri og viðarinnleggingar víða í innréttingunni færa bílinn á konunglegt stig. Þessi úgáfa XC90 bílsins er sérstaklega beint að Kínamarkaði, en þar er til siðs að eigendur lúxusbíla láti aka sér og þá þarf að fara vel um farþega í aftursætinu. Stórir afþreyingarskjáir eru festir aftan á höfuðpúða framsætanna svo aftursætisfarþegum leiðist nú ekki er þeim er ekið á milli staða, en þá má einnig nota sem tölvuskjái ef vinnan kallar. Glös úr sænskum kristal fylgir svo innréttingunni svo að ekki sé nú slorlegt að væta kverkarnar á ferð. Hljóðkerfið í bílnum er heldur ekkert slor, eða 20 hátalara Bowers and Wilkinson hljómleikahöll.Svona líta herlegheitin út séð ofan frá.Viðarinnleggingar og glös úr sænskum kristal.
Mest lesið Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Innlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Konan er fundin Innlent Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum Innlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent María Heimisdóttir skipuð landlæknir Innlent Flokki fólksins einum refsað Innlent